Tíminn - 10.12.1981, Page 19
p Louvre-safnið.
að fylgjast með samræðum
Frakkanna, að ekki sé talað um,
þegar þeir ræða eitthvað sem
þeim er kappsmál.
Ekki tjóir samt að eyöa öllum
deginum á kaffihúsum. Það er
skemmtileg reynsla að fá sér
göngufrá Sigurboganum, (Arc de
Triomphe) niður Champs Elysees
og hvila sig siðan á
Concorde-torginu. Ganga upp og
niður bakka Signu, hvort sem er
að kveldi eða degi, er einnig hlut-
ur sem allir ættu að leggja á sig.
Þá er upplagt að fara i siglingu
með ferðamannabátnum upp
Signu. Slik ferð tekur u.þ.b. hálfa
aðra klukkustund og leiðsögu-
menn i þessum ferðum eru mjög
fróðir um staði þá sem siglt er
framhjá, þannig að maður telur
sig mun fróðari um Paris, listir
hennar og sögu, að lokinni slikri
ferð.
Ganga um hina ýmsu fögru
garða Parisarborgar getur einnig
verið eitthvað sem maður vildi
ekki fara á mis við. Það er þó
hugsanlegt að slik ganga sé mun
skemmtilegri yfir sumartimann,
en að vetri. A fridögum er hreint
undravert að sjá hvað Parisarbú-
inn er iðinn viö að skreppa i garð-
ana, með heilu fjölskylduna og
eiga þar góðan dag. Þá tekur fjöl-
skyldan gjarnan með sér nesti,
rauövin og brauð, börnin leika sér
i görðunum og þeir fullorðnu
leggja sitt af mörkunum við að
leysa heimsvandann, með mikl-
um rökræðum og „spekúlation-
um”.
Versalir — konunglega
fagrir.
Tilvalin dagsferð frá Paris, er
heimsókn til Versala. Ekki tekur
nema u.þ.b. 35 minútur aö komast
til Versala með lest og enginn ætti
aö vera i vandræðum með aö eyöa
þar einum degi. Ókosturinn við aö
fara þangað þegar gott er veður,
er sá, að manni virðist sem allir
aðrir hafi fengið þessa sömu hug-
dettu. Það er þvi upplagt aö nota
einhvern rigningardaginn til þess
að skreppa til Versala ef áhugi er
á að skoða hallirnar sali þeirra og
listaverk þvi ágóöu dögunum eru
biðraðirnar til þess að komast inn
i höllina ógnvekjandi langar. Hafi
maður á hinn bóginn áhuga á þvi
að skoða stórkostlegan garðarki-
tektúr, þá er tilvalið að skella sér
til Versala á fögrum degi þvi þó i
görðunum séu eflaust tugþúsund-
ir manna þá er flæmi þeirra svo
griðarlegt að enginn ætti að eiga i
erfiðleikum með að finna sér af-
drep. Það er hreint og beint ævin-
tyralegtaðráfa um garðana,sem
ekki þýðir að lýsa hér, þá á maður
bara að sjá — og imynda sér að
maður sé horfinn nokkrar aldir
aftur i timann og að maður geti
allt eins átt von á þvi að mæta
einhverjum Lúðviknum, þegar
inn i næstu skógargöng er snúið.
Ekki var nú meiningin að rita
hérneinn ástaróð til Parisarborg-
ar, heldur aðeins að greina frá þvi
sem undirritaðri fannst mark-
verðast við tveggja vikna
Parisardvöl, en þaö er nú einu
sinni þannig að þegar upprifjunin
er hafin, þá er eins og ekki sé
hægt að sjá Paris i ljósi raunveru-
leikans þvi það er alltaf einhver
rósrauð slikja sem treður sér inn i
hugskot blaðamanns og reynir að
hafa áhrif á skrif hans. Skal þetta
þvi látið gott heita að sinni, en
undirrituö má þó til með að óska
hverjum þeim sem á leið til Par-
isar, góðrar ferðar.
—AB
Texti og myndir:
Agnes Bragadóttir
mál nema hjá örfáum. Þeir sem
láta sér nægja að fá nasaþefinn af
þvi sem Louvre hefur upp á að
bjóða, þurfa iðulega á fótabaði og
hvild að halda að lokinni slikri
heimsókn, þvi allt þetta flæmi,
geturbókstaflega gert mann fóta-
lausan.
Best er aö kynnast París á
tveimur jafnfljótum.
Vilji maður komast i snertingu
við Paris og mannlif borgarinnar,
þá er best að gera það á tveimur
jafnfljótum. Það er að visu sein-
virk aðferð, en engu að siður, þá
lifir það best i minningunni, sem
maður meðtekur i smáskömmt-
um á göngu sinni um hin ýmsu
hverfi Parisarborgar. Ef fætur
gerast lúnir, þá eru kaffihúsin, og
þá einkum kaffihúsin á gangstétt-
unum, einkar liflegur og spenn-
andi hvildarstaður. Þar getur
maður sest niður, fengiö sér ilm-
andi, franskt kaffi og ef til vill
„tartinu”, um leið og maöur nýt-
ur þess að hlusta á þá sem sitja
umhverfis, óðamála, að venju og
undirstrika mál sitt með töfrandi
handapati. Venjulegur Frónbúi,
getur fengið það á tilfinninguna
að hann sé hálfmállaus, þvi þegar
hann talar, þá lætur hann sér
yfirleitt nægja að nota talfærin til
þess að koma skoöunum sinum á
framfæri, en Parisarbúanum er
þetta engan veginn nóg, þvi hann
talar með andlitinu, höndunum,
likamanum, auk þess sem hann
beitir hinum hefðbundnu talfær-
um. Það getur verið hrein unun
■ Gamli Sigurboginn er rétt hjá Louvre-safninu.
■ Notre Ðame dómkirkjan. Hana ættu allir að skoða.