Tíminn - 10.12.1981, Page 22
Mj.LI'SU!!'!1
á bókamarkadi
Jörvagleöi
Bókaútgáfan örn og örlygur
hf. hefur gefiö út skáldsöguna
Jörvaglefii eftir Gufimund
Halldórsson frá Bergsstöfium.
1 hinni nýju bók sinni, Jörva-
glefii, fjallar Guömundur um um-
brotatima i islensku sveitalifi og
þau nýju viöhorf sem skapast
þegar stóriöja og stórvirkjanir
koma til umræöu og álita. Þessi
mál eru nú mjög ofarlega á baugi
á íslandi, og sýnist sitt hverjum,
rétt eins og söguhetjunum i bók
Guðmundar. Hiö daglega lif sögu-
hetjanna gengur þó slétt og fellt
fyrir sig, uns að þvi kemur að
undirbúa þarf félagsheimiliö
fyrir „peningahelgina” miklu, en
þá hefst sannkölluö Jörvagleöi,
er samkomugestir slá tjöldum
viö félagsheimiliö, en slikar sam-
komur eru alkunnar hérlendis,
einkum i tengslum viö helstu fri-
helgi sumarsins.
Bókin Jörvagleöi er sett og um-
brotin hjá Leturvali sf., filmu-
unnin hjá Formi sf., prentuö hjá
Prenttækni hf. og bundin hjá
Arnarfelli hf. Káputeikning er
eftir Pétur Halldórsson.
Ævintýraheimar
Isafoldarprentsmiöja hefur nú
sent frá sér aöra bókina i viö-
ræöusagnasafni Siguröar
Gunnarssonar fyrrverandi skóla-
stjóra. Nefnist hún Ævintýra-
heimar.Ræöir frændi þar einkum
viö börnin um villtu spendýrin á
heimaslóöum hans og segir ýms-
ar sögur i sambandi viö þau
Ævintýraheimar er 152 blaö-
siöur i stóru broti meö fjölda
mynda. Kápumynd og ýmsar
myndir i lesmáli geröi Bjarni
Jónsson listmálari.
,/ Praxis"
IÐUNN hefur gefið út hina
frægu skáldsögu Praxis eftir
breska höfundinn Fay Weldon
Dagný Kristjánsdóttir þýddi. —
Saga þessi var lesin i útvarp i
sumar sem miðdegissaga og
vakti þá mikla athygli og
sundurleit ’viöbrögö hlustenda,
svo sem fram kom i mörgum les-
endabréfum i dagblööum.
Höfundur sögunnar, Fay
Weldon, er kona á fimmtugsaldri
og löngu kunnur höfundur i Bret-
landi og viöar. Hún starfaöi fyrst
sem blaöamaöur og samdi einnig
fyrir sjónvarp, m.a. fyrstu þætti
hins kunna myndaflokks, Hús-
bændur og hjú. Seinni ár hefur
hún snúið sér aö skáldsagnagerð
viö góðar undirtektir. Mestan
oröstir vann hún sér þó með þess-
ar'sogu, Praxis, sem kom út 1978.
Hlaut hún mikið lof gagnrýnenda
og var brátt þýdd á mörg tungu-
mál. Um söguna hefur hinn frægi
höfundur Kvennaklósettsins,
Marilyn French sagt aö hún sé
„saga kvenkynsins samþjöppuð i
kjarnaatriöum. I frásögn sinni af
lffl einnar konu hefur Fay Weldon
tekist að veita okkur heildar-
sýn yfir lif kvenna yfirleitt.”
Útgerðar-
og verkunar vörur
Höfum fyrirliggjandi fiskumbúöir, veiðarfæri til línu-, neta- og togveiöa. Loðnu-,
rækju- og síldarflokkunarvélar. Fiskþvottavélar, slægingarvélar, sjálfvirkar bindi-
vélar og fjölbreytt úrval tækja og áhalda til fiskverkunar.
Erum innflytjendur á salti, striga, hjallaefni o.fl. Leitiö nánari upplýsinga.
Kynnist viðskiptunum af eigin raun.
og ljóst er að hugmyndir foreldra
um skirnarnöfn hafa tekið mikl-
um stakkaskiptum á þessu
timabili. Þvi brá höfundur á það
ráö aö velja þessari nýju bók nýtt
heiti og gera hana öðruvisi úr
garði en hina fyrri eins og segir I
formála bókarinnar. Ennfremur
segir: „Tilgangur
NAFNABÓKARINNAR er tvi-
þættur: annars vegar að birta
handhæga skrá yfir islenzk heiti
karla og kvenna svo að þau séu
tiltæk foreldrum i skirnarhugleið-
ingum, og á hinn bóginn að veita
almenningi nokkra hugmynd um
merkilegan þátt i islenzkri
menningu.”
NAFNABÓKIN er 105 bls. aö
stærö, unnin i Prentsmiðjunni
Hólum hf.
„Af Jökuldalsmönnum
og fleira fólki"
Hjá IÐUNNI er komin út bókin
Af Jökuldalsmönnum og fleira
fólki, frásöguþættir eftir Þorkel
Björnsson frá Hnefilsdal. I bók-
inni eru margir stuttir frásögu-
þættir, minningar, sagnir, kimni-
sögur og þjóðsögur, auk bundins
máls. Höfundur bókarinnar, Þor-
kell Björnsson, er fæddur árið
1905 og var um áratugi bóndi i
Hnefilsdal. Efni bókarinnar er
með ýmsu sniði, en sögusvið
bundið viö Austurland. Jón
Hnefill Aðalsteinsson ritar for-
mála að bókinni.
Af Jökuldalsmönnum og fleira
fólki er 135 blaðsiður og i henni
eru allmargar ljósmyndir. Aftast
er nafnaskrá. Oddi prentaði.
Hermann Pálsson
Nafnabókin
Hjá Máli og menningu er
komin út NAFNABÓKIN eftir
Hermann Pálsson.
Hermann Pálsson tók saman
bókina islenzk mannanöfn fyrir
u.þ.b. tveimur áratugum og kom
hún út i Reykjavik árið 1960. Sú
bók er löngu uppseld og ófáanleg
Fjallaþjóð í vanda
Fjölvaútgáfan sendir nú frá
sér yfirgripsmikla bók um þá at-
burði, sem orðið hafa i fjarskan-
um austur i háfjöllum Asiu, en
haft svo ótrúlega mikil áhrif viðs-
vegar um heim, valdaskipti og
hin vopnuðu átök i Afganistan,
sem urðu til þess með hörmuleg-
um hætti að binda endi á slök-
unarstefnuna i heiminum.
Þetta er bókin Fjallaþjóð i
vanda, eftir indverskan blaða-
mann, Sira Prakas Sin, sem
um langt skeið hefur haft náin
kynni af þjóðlifi og stjórnmálum
Afganistans og m.a. átt
persónuleg samtöl við marga af
þeim sem þar komu við sögu.
1 bókinni er rakinn aðdragandi
þess valdaráns, sem Rússar og
fylgismenn þeirra framkvæmdu
um jólaleytið 1979. Aðdragandinn
.var langur og lýsir höfundur vel,
átökum stórveldanna um
Afganistan og hvernig Rússar
urðu yfirsterkari með þvi að
bjóða meiri efnahagshjálp, sem
þeir notfærðu sér til að ná
æ meiri tökum á hinni frumstæðu
þjóð.
Höfundur forðast þó allan ein-
litan áróður, heldur lýsir atburð-
um blákalt og hann útskýrir það
m.a. að hér sé ekki aðeins um að
ræða pólitiska flokkabaráttu,
heldur baráttu milli gamla og
nýja timans.
Bókin Fjallaþjóð i vanda er um
160 bls. Þýðingu annaðist Jón Þ.
Þór sagnfræðingur. Hún er unnin
i Prentsmiðjunni Odda.
ROYAL
ávaxtahlaup
Góður eftirmaUir
Leysið upp inni-
hald pakkans í
1 bolla af sjóð-
andi yatni og
bœtið í 1 bolla
af köldu vatni.
Hellið í mót.
RIP 8292