Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 6
6 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu FJÁRMÁL Heildarskuldir þeirra sem leituðu til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna jukust um tæp fimmtán prósent á milli áranna 2006 og 2007 og vanskil hafa hækk- að um 33,5 prósent á sama tíma. Vanskil lána með raðgreiðslu- samningi og bílalán jukust mest. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ráðgjafarstofu en hún var kynnt í gær. „Því miður eru blikur á lofti því bæði í mars og apríl höfum við þurft að setja fólk á biðlista en það gerðist síðast í júní í fyrra,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu. Á síðasta ári voru 612 umsóknir afgreiddar, sem eru 15 umsóknum fleiri en árið þar á undan. „Nú hafa hins vegar þegar borist um 300 umsóknir, það eru mun fleiri en bárust á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs. Og umfangið er ekki minna, það er mikið af ungu fólki sem fengið hefur lán, jafnvel frá mörgum lánastofnunum, og er því með langan skuldahala.“ Hlutfall fólks á aldrinum 20 til 30 ára er svipað og þeirra í aldurs- hópnum fyrir ofan. „Áður var það venjulega fólk á aldrinum 30 til 40 ára sem var hvað skuldsettast en það eru venjulega einstaklingar sem eru búnir að læra og búnir að koma undir sig fótunum. En það er umhugsunarvert hvernig fyrir okkur er komið þegar ungt fólk sem er að hefja lífið er komið með svona mikinn skuldahala,“ segir hún. Vegna þessa hefur Ráðgjafar- stofa bent á mikilvægi þess að auka fræðslu um fjármál í fram- haldsskólum. „Það kemur meðal annars fram í ársskýrslunni að vankunnátta í fjármálum er næst- algengasta ástæðan sem fólk gefur fyrir því af hverju það eigi í greiðsluerfiðleikum,“ segir hún. Flestir nefndu hins vegar veikindi sem helstu ástæðu. „Það er einnig athyglisvert að af þeim sem leita til okkar hefur þeim fjölgað sem búa í leiguhús- næði og er hlutfall þeirra nú 54 prósent,“ bæti Ásta við. jse@frettabladid.is Fjöldi ungs fólks með langan skuldahala Um þrjú hundruð manns hafa leitað til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna það sem af er þessu ári. Allt árið í fyrra leituðu um 600 manns til stofunnar. Vanskil vegna raðgreiðslusamninga og bílalána aukast mest. DÆMI UM ÁHRIF GENGISLÆKKUNAR KRÓNUNNAR Á AFBORGANIR LÁNA Myntkörfulán vegna bílasamnings Lýsingar. Helmingur greiddur í íslenskum krónum, 1/4 í japönsku jeni og 1/4 í svissneskum franka. Febrúar 2008 Síðustu mánaðamót Höfuðstóll 1.460.019 1.906.212 Afborgun 20.974 28.203 Tölur í íslenskum krónum. Heimild: Neytendastofan ALDURSDREIFING HJÁ VIÐSKIPTAVINUM RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU UM FJÁRMÁL HEIMILANNA Aldur Fjöldi 2007 Hlutfall 2006 2005 <20 2 0,3% 0,4% 0,2% 21-30 221 29,5% 31,1% 30,6% 31-40 232 31,0% 31,8% 29,1% 41-50 151 20,2% 23,1% 25,2% 51-60 103 13,8% 8,3% 10,1% 61-70 28 3,7% 3,4% 3,3% >71 11 1,5% 1,9% 1,5% Samtals 748 100% 100% 100% REYKJAVÍKURBORG Engin ákvörðun var tekin á fundi borgarráðs í gær um frágang sölunnar á Fríkirkjuvegi 11 til Björgólfs Thors Björgólfs- sonar. Á fundinum í gær var bæði rætt um fasteign- ina á Fríkirkjuvegi 11 og Hallargarðinn þar umhverfis. Eins og kunnugt er var húsið boðið til sölu ásamt lítilli lóð umhverfis það í ársbyrjun í fyrra. Björgólfur bauð hæst allra, 600 milljónir króna, en kvaðst vilja borga allt að 200 milljónir til viðbótar fengi hann umráð yfir nærri fjórfalt stærri hluta af Hallargarðinum en upphaflega stóð til. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu myndi Björgólfur með þessu móti fá nálega helming Hallargarðsins þótt almenn- ingur myndi áfram eiga þar greiðan aðgang. Hugmyndin er meðal annars sú að tryggja athafnasvæði fyrir bíla beggja vegna hússins. Allar götur síðan hefur verið unnið að lausn þess máls. Á borgarráðsfundinum í gær lögðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fram tvær tillögur í málinu. Annars vegar var lagt til að ekki yrði samþykkt ósk Björgólfs um viðhafnar- aðkomu að húsinu frá Fríkirkjuvegi þar sem það gengi of nærri Hallargarðinum. Hin tillagan var sú að núverandi leiksvæði barna austan við húsið yrði áfram til afnota fyrir börn og ungmenni í miðbænum. Afgreiðslu þessara tillagna var frestað í borgarráði. - gar Borgarfulltrúar minnihlutans vilja takmarka afsal lóðar í Hallargarði: Fresta enn ákvörðun um Fríkirkjuvegi 11 HALLARGARÐURINN Rauðu línurnar sýna lóðina sem fylgdi Fríkirkjuvegi 11 samkvæmt útboði en gula línan afmarkar skikann sem síðan hefur verið ætlað að fylgja eigninni. MYND/LOFTMYNDIR EHF.-FRÉTTABLAÐIÐ 700 600 500 400 300 200 100 0 2004 2005 2006 2007 FJÖLDI AFGREIDDRA UMSÓKNA 2004-2007 HEIMILD: RÁÐGJAFARSTOFA UM FJÁRMÁL HEIMILANNA 703 597 597 612 FJÖLSKYLDUSTAÐA UM- SÆKJENDA 2004-2007 Hjón/sambúð með börn 17% Hjón/sam- búð 5% Einstæður faðir 2% Einstæð móðir 34% Einhleypur karl 23% Einhleyp kona 23% HEIMILD: RÁÐGJAFARSTOFA UM FJÁRMÁL HEIMILANNA BANKAVIÐSKIPTI Þeim fjölgar sem eiga í fjárhagskröggum. Mest voru vanskilin vegna bílalána og raðgreiðslusamninga. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hefur þú hætt við kaup á fast- eign á síðustu sex mánuðum? Já 30,5% Nei 69,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú búið annars staðar en á Íslandi? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.