Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 18. apríl 2008 19 Pappírinn sem Fréttablaðið er prentað á kemur allur úr nytjaskógum og er að fjórðungi endurunninn pappír. Ísafoldar- prentsmiðja sem prentar Fréttablaðið notar aðeins pappír sem unninn er sam- kvæmt ströngustu náttúruverndarstöðl- um að sögn Kjartans Kjartanssonar, prentsmiðjustjóra Ísafoldarprentsmiðju. „Trén sem notuð eru í pappírinn sem við prentum Fréttablaðið á eru sérstak- lega ræktuð til notkunar á pappírsfram- leiðslu, sem þýðir að ekki er gengið á villta skóga við framleiðsluna,“ segir Kjartan. Pappírinn er framleiddur í pappírs- myllum í Kanada og Noregi sem nota ein- göngu tré úr nytjaskógum. Eins og gefur að skilja eru nytjaskógarnir gríðarlega stórir og segir Kjartan að áhersla sé lögð á að viðhalda náttúrulegu vistkerfi skógarins. „Hluti af skóginum er brenndur, eins og gerist eðlilega í náttúrunni til að við- halda náttúrulegri bakteríuflóru. Þar að auki er skógurinn aðeins grisjaður eins mikið og hann þolir án þess að skaða hann og er fimmta til tíunda tré skilið eftir þegar verið er að höggva skóginn og nýjum trjám plantað reglulega,“ segir Kjartan. Pappírsframleiðendur hafa verið gagn- rýndir fyrir að menga vatnið sem þeir nota við framleiðsluna, en Kjartan segir að það sé liðin tíð. Nú orðið hreinsi pappírsmyllurnar vatnið og sé það í drykkjarhæfu ástandi þegar því sé skil- að frá verksmiðjunni. „Pappírsmyllan Norske Skog, sem við kaupum pappír af, stendur við flóa og þar hreinsa þeir allt vatnið. Og nú kvarta menn í bæjarfélaginu ekki lengur undan menguðu vatni heldur of hreinu,“ segir Kjartan og hlær. Norske Skog er pappírsframleiðandi sem er leiðandi í náttúruvænni fram- leiðslu á pappír. Fyrirtækið var meðal stofnanda Svansmerkisins sem er umhverfismerki Norðurlandanna og uppfyllir því alla umhverfisstaðla merkisins og gott betur. Norskeskog hefur lagt sig fram við að stíga skrefinu lengra og mæta harðari kröfum um náttúru vernd en helstu umhverfismerki kveða á um. Fyritækið hefur jafnframt sett sér það markmið að draga úr gróður- húsalosandi efnum um 25 prósent fyrir árið 2020. „Við kaupum ekki pappír nema hann fylgi ströngustu umhverfisstöðlum og helst strangari en hefðbundnir umhverfis- staðlar kveða á um,” segir Kjartan. Spurður um blekið sem notað er við prentunina segir hann: „Farvinn er að hluta til unninn úr jurtaolíu, og sá sem við notum kemur frá Svíþjóð. Allt sem fellur til af honum sendum við til baka til endurvinnslu. Eins er með allan úrgang frá okkur, við sendum allt til endur- vinnslu. Allur afgangur af Fréttablaðinu, bæði afskurður hér í prentsmiðjunni og þau blöð sem send eru til baka, er bagg- aður og sendur til endurvinnslu til Hol- lands. Hér er engu hent.” - keþ Með tilkomu Sorpu á höfuðborgarsvæð- inu fór viðhorf almennings til flokkunar á úrgangi að breytast og ekki þótti lengur sjálfsagt að henda hverju sem er á ruslahauga. Sorpa veitir ákveðnar lausnir í úrgangsmálum enda er það skylda fyrirtækisins að uppfylla þá lagaskyldu sem lögð er á sveitarfélögin að sjá til þess að fyrir hendi séu lausnir í úrgangsmálum. „Þær lausnir þurfa að vera í sátt við umhverfið, skila umhverfislegum ávinningi og vera sem hagkvæmastar fyrir eigendur fyrirtækisins, sem eru allur almenningur á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu. Hann segir Íslend- inga vera duglega við að endurvinna, en endurvinnsluhlutfall þess úrgangs sem um Sorpu fer er á bilinu 35 til 40 pró- sent, sem telst nokkuð gott. „En betur má ef duga skal,“ segir Björn. Spurður hvort endurvinna megi nán- ast hvað sem er segir Björn það alltaf spurningu um hve miklu megi til kosta. „Það má endurvinna nánast allt, annað hvort til efnisendurvinnslu eins og pappír eða pappa eða til orkuvinnslu. Spurningin snýst því um kostnað og ekki síður hvaða umhverfislegum ávinningi hægt er að ná fyrir þann kostnað.“ Hann segir það jafnframt tvímæla- laust hagkvæmt að endurvinna pappír, en samkvæmt gjaldskrá Sorpu er kostnaður við móttöku og urðun á almennum úrgangi, til dæmis heimilis- úrgangi, 11,27 krónur á hvert kíló en fyrir dagblöð og tímarit er mót- tökugjaldið 3,00 krónur fyrir hvert kíló. „Magn dag- blaðapappírs um endurvinnslu- stöðvarnar og grenndargáma hefur verið um 2.000 til 3.000 tonn undanfarin ár. Um fjörutíu pró- sent úrgangs koma frá heimilun- um og samkvæmt könnunum sem hafa verið framkvæmdar hjá Sorpu undanfarin ár er magn dagblaða, tíma- rita og dreifipósts um 21 til 27 prósent af þeim heimilisúrgangi sem safnað er á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. - keþ Betur má ef duga skal Það er tvímælalaust hagkvæmt að endurvinna pappír að mati Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra Sorpu. Hann segir Íslendinga duglega að endurvinna en telur að þeir gætu engu að síður staðið sig betur. SORPA framkvæmir rannsóknarverkefni sem kallast flokkun heimilissorps í nóvember á hverju ári. Starfsmenn Sorpu fara þá í gegnum 100 kíló af húsasorpi úr hverju póstnúmeri á höfuðborgar- svæðinu. Markmiðið með verkefninu er að skoða sam- setningu heimilissorpsins og þróun í mismunandi efnis- flokkum milli ára. Niðurstöð- ur þessarar könnunar gefa fyrirtækinu nákvæmustu hugmynd um magn hvers flokks heimilissorps. Matar- leifar hafa til dæmis verið stærsti flokkurinn síðustu ár en árið 2006 tóku dagblöð, tímarit og auglýsingapóstur forystuna og voru þá 26,6 prósent af heimilissorpi. Árið 2007 voru þau komin niður í 21 prósent. Í ársskýrslu SORPU sem er að finna á heimasíðu fyrirtækisins er greint frá verkefninu. Sjá www.sorpa.is/user/publication/19. I’m not a plastic bag, eða ég er ekki plastpoki, var áletrunin á taupoka sem fólk stóð í allt að þrjá klukku- tíma í biðröðum til að eign- ast síðasta sumar. Anya Hindmarch er þekktur tísku- hönnuður í London og er meðal annars þekkt fyrir töskur sem hún kallar Be a bag eða vertu taska með áprentuðum ljós- myndum úr fjölskyldu- albúmum. Ljósmyndir náðust af frægu fólki úti á götum með töskuna I’m not a plastic bag, sem jók töluvert á vinsældirnar. Markmiðið var að fá fólk til umhugsunar um notkun sína á plastpokum og hvetja það til að nota poka, tuðrur eða töskur sem hægt er að nota aftur við innkaup. Olíu þarf til að framleiða plastpoka og eru þeir mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Kæmi minnkandi notkun á þeim umhverfinu því til góða. Taskan var framleidd í takmörkuðu upplagi og seldist fljótt upp. Aftur á móti tóku menn fljótt við sér þegar þeir sáu hversu vinsæl taskan var og hófu að framleiða eftir- líkingar sem fást meðal annars hjá götusölum í London. Verslanir sem sérhæfa sig í sölu á lífrænni matvöru hafa þó lengi selt taupoka sem hægt er að nota við innkaup og má til dæmis fá einn slíkan í versluninni Yggdrasil. Frekari upplýsingar um kosti þess að nota endurnýtan- lega poka í stað plastpoka má fá á þessari vefsíðu: www. reusablebags.com. Óþægindi eru talin ein helsta ástæða þess að fólk kemur ekki úrgangi til endurvinnslu. Á síðustu árum hefur fólki verið gert auðveldara fyrir að flokka úrgang til endur- vinnslu með tilkomu bláu og grænu tunnunnar og allra þeirra endurvinnslugáma sem hefur verið komið víða fyrir. Helsta hvatningin er þó að vera vel upplýstur um mikil- vægi endurvinnslu. Gagnlegar upplýsingar má finna á þessum vefsíðum: SORPA.IS ● NATTURAN.IS ● GREEN-NETWORLD.COM ● BLUEEGG.COM ● NRDC.ORG/GREENLIVING Þægindi við flokkun úr- gangs alltaf að aukast Ég er ekki plastpoki EITT OG ANNAÐ Flokkun heimilissorps Prentað á umhverfisvænan pappír UMHVERFISVERND „Við kaupum ekki pappír nema hann fylgir ströngustu umhverfisstöðlum og helst strangari en hefðbundnir umhverfisstaðlar kveða á um,“ segir Kjartan Kjartansson prent- smiðjustjóri Ísafoldarprentsmiðju sem prentar Fréttablaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSLENDINGAR DUGLEGIR AÐ ENDURVINNA Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir Íslendinga duglega að endurvinna sorp en þó megi alltaf gera betur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VISSIR ÞÚ að talið er að hver meðalfjölskylda á Íslandi hendi árlega pappír sem gerður er úr um það bil sex trjám? BLAÐBERINN: Endurvinnslutaska Fréttablaðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.