Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 46

Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 46
 18. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● brúðkaup Brúðarterta hefur þótt ómissandi við brúðkaup allt frá tímum Róm- verja þegar þunn hveitikaka var mulin yfir höfuð brúðarinnar til að tryggja henni frjósemi. Í dag erum við of siðmenntuð til að leika þann sið eftir, en í stað þess skera brúðhjón fyrstu tertusneið- ina saman, auk þess að geyma topp tertunnar þar til á eins árs brúðkaupsafmælinu. Fyrsta sneiðin skal skorin fyrir augliti veislugesta. Brúðgumi leggur hægri hönd yfir hægri hönd brúðar sinnar og saman skera þau sneið af neðsta lagi tertunnar. Síðan mata þau hvort annað, sem tákn um vilja þeirra til að deila heimili. Að lokum sker brúðurin sneiðar fyrir foreldra sína og fylgir brúðguminn á eftir með sneiðum handa foreldrum sínum. Afganginn mega svo gest- ir borða, en í gamalli hjátrú boðar ógæfu að yfirgefa samkvæmið án þess að smakka á kökunni. Einn- ig ku það ráð fyrir einhleypa að setja kökubita undir koddann sinn því þá birtist framtíðarmakinn í draumi. - þlg Hamingjubitar Dísæt brúðarterta fyllt trú, von og kærleika. MYND/GETTY Með vorinu vill fólk fara að gifta sig. Brúð- kaupsdagurinn er stór dagur í lífi fólks og öllu til tjaldað í mat, drykk og brúðarfatnaði. Oft er talað um að allra augu beinist að brúðinni þegar hún gengur inn kirkjugólfið. Brúðguminn fær þó ekki minni athygli þar sem hann stendur stressaður og hneig- ir sig meðan gestirnir tínast inn. Brúðgum- inn þarf því ekki síður en brúðurin að huga að klæðaburðinum við þetta tækifæri og úr mörgu er að velja. Fallegt og einfalt er að næla rós í hnappagat en fyrir þá sem vilja meira skraut er ýmislegt til. - rat Slifsi og slaufur fyrir brúðgumann Mikilvægt er að vanda valið á hringum sem bera á til æviloka. Giftingarhringurinn er dýrmætasti og mest not- aði skartgripur flestra og því mikilvægt að eigandi hans sé ánægður með hann. Lengi vel gengu flestir fráteknir Íslendingar með gyllta en frekar látlausa hringa en síðustu ár hefur fjölbreytnin aukist. Hvíta- gull er orðið mjög vinsælt þar sem mörgum fellur silfraði liturinn betur en sá gyllti og útfærslurnar eru ýmiss konar. Kvenhringarnir eru oftar en ekki dem- antskreyttir og hringarnir því ekki alveg eins sem gerir þá enn þá flottari og sérstakari. - eö Ástir og eðalsteinar Silfurgrátt og munstrað slifsi með nælu frá Brúðarkjóla- leigu Dóru má leigja stakt á 800 krónur. Græn slaufa frá Brúðarkjóla- leigu Dóru fæst leigð fyrir 500 krónur. Mittislindi og slaufa í sama lit er stílhreint og einfalt. Bæði lindann og slaufuna er hægt að leigja hjá Brúðarkjóla- leigunni Tvö hjörtu á 1.000 krónur hvort. Pípuhatt- ur gerir alla menn að herra- mönnum en hann má leigja hjá Brúðarkjólaleig- unni Tvö hjörtu á 3.300 krónur. Ermahnapparnir koma svo frá Brúðarkjólaleigu Dóru og er hægt að leigja þá staka á 500 krónur. Ýmiss konar hálstau og bindi í fallegum lit getur brúðguminn borið á brúðkaupsdaginn. Bleika bindið er frá Brúðarkjóla- leigunni Tvö hjörtu og má leigja það stakt á 1.000 krónur. Gullkúnst Helgu. 6 mm silkimattað hvítagull með 7 stk. 0,20 karata demöntum. 180.000 krónur. Gullkúnst Helgu. Mattað hvítagull með bláum tópas. 160.000 krónur. Jón & Óskar. Hvítagull með 7 punkta demanti. 71.000 krónur. Gull og silfur. 5,2 mm breiðir hvíta- gullshringar með samtals 10 punkta demöntum. 140.700 krónur. Jens. 14 karata hvítagull með 0,91 karata wesselton demanti. 753.000 krónur. Gull og silfur. 4 mm hvítagulls- hringar með 3,5 punkta demanti. 88.800 krónur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.