Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 74

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 74
34 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Óhætt er að segja að saga Ölgerð Egils Skallagrímssonar sé samtvinnuð ís- lensku þjóðinni en Ölgerðin fagnar um þessar mundir níutíu og fimm ára af- mæli sínu. Ölgerðin er stofnuð 17. apríl 1913 af Tómasi Tómassyni. Hann var einka- eigandi til 1932 og stærsti hluthafi og forstjóri fyrirtækisins til æviloka. Í fyrstu fór starfsemi Ölgerðarinnar fram í tveimur herbergjum í kjallara Þórshamarshússins við Templarasund í Reykjavík. Í dag standa yfir bygg- ingaframkvæmdir og að þeim loknum mun 12.500 fm bygging hýsa alla starf- semina. „Ölgerðin er með starfsemi á sjö stöðum í Reykjavík í dag. Með til- komu nýja hússins verður starfsemin komin undir tvö þök. Við reiknum með að hefja einhverja starfsemi í nýju byggingunni í nóvember og í mars á næsta ári verður hún síðan komin í allt húsið,“ segir Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri og einn eigenda. Hann segir þróun síðustu ár birtast í starfsmannafjöldanum sem hafi tvö- faldast síðustu ár. Ölgerðin hefur tekið miklum breyt- ingum síðustu ár. Andri Þór nefnir þar ný vörumerki sem keypt hafa verið og um síðustu áramót sameinaðist Ölgerð- in Danó l, sem Andri Þór telur mikil tímamót í rekstrinum. „Fyrirtækið er allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Inn komu fleiri stoðir undir reksturinn og nú erum við með mat, sérvörur, drykki, umbúðir og hráefni,“ útskýrir Andri Þór nefnir einnig nýtt brugghús sem komið var fyrir uppi á Grjóthálsi fyrir átta árum. „Brugg- húsið var mikil viðbót. Önnur breyting sem hafði mikið að segja fyrir okkur var nýr vélbúnaður sem gerði Ölgerð- inni kleift að auka framleiðslugetu til muna, fyrir fjórum árum,“ segir Andri Þór. Á þessu ári er reiknað með að fram- leitt verði fjörutíu milljónir lítra af drykkjarvörum og sá drykkur sem sé hvað mest framleiddur hjá Ölgerðinni í dag sé Pepsi Max. Þó sé Kristal plús í mikilli sókn og er nú næstvinsælasti drykkurinn sem kemur í hálfs lítra umbúðum. Andri Þór segir einnig að tilraunir með útflutning hafi verið gerðar með ágætisárangri. „Við fluttum tvær bjór- tegundir til Þýskalands og sjö hundruð gáma af vatni til Danmerkur. Vatnið var síðan notað til að tappa á Pepsi Max fyrir samstarfsfélaga þarlendis.“ Andri Þór er ekki í vafa um hvaða drykkur stendur næst hjarta Íslend- ingsins. „Maltið og appelsínið er enn mjög mikilvægt hjá Ölgerðinni og nýtur alltaf mikilla vinsælda hjá land- anum um hátíðirnar,“ segir Andri Þór. Nú er að hefjast hjá Ölgerðinni heilmikil vöruþróun þar sem leitað er að hollum og bragðgóðum drykkjum til að bæta í úrval Ölgerðarinnar. mikael@frettabladid.is ÖLGERÐ EGILS SKALLAGRÍMSSONAR: NÍUTÍU OG FIMM ÁR FRÁ STOFNUN Byrjuðu í Templarasundi HOLLUSTA FRAM UNDAN Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ætlar að leiða Ölgerðina inn í framtíðina með hollari drykkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALBERT EINSTEIN VÍSINDAMAÐUR LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1955. „Þeir sem aldrei hafa gert mistök hafa aldrei prófað neitt nýtt.“ Albert Einstein var einn þekkt- asti vísindamaður 20. aldar. Hann fékk Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1921. timamot@frettabladid.is Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Vilhelmína Arngrímsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Skúlaskeiði 18, sem lést þriðjudaginn 8. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 18. apríl, kl. 11.00. Sigurfljóð Erlendsdóttir Anna Erlendsdóttir Kristján J. Ásgeirsson Davíð V. Erlendsson Vignir Erlendsson Inga Áróra Guðjónsdóttir Steinar R. Erlendsson Dagrún Erla Ólafsdóttir Arngrímur I. Erlendsson Erla M. Erlendsdóttir Ólafur Ö. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuð eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Unnur Kjartansdóttir Álftamýri 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 10. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 21. apríl kl. 13.00. Garðar Ingvarsson Karen, Sigríður Anna, Ingvar og Ingibjörg Elísabet Garðarsbörn. Tengdabörn, fósturbörn og barnabörn. Okkar ástkæri Páll Lýðsson bóndi og sagnfræðingur, Litlu-Sandvík, sem lést 8. apríl, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 13.30. Elínborg Guðmundsdóttir Sigríður Pálsdóttir Aldís Pálsdóttir Sigurður Arvid Nielsen Lýður Pálsson Guðríður Bjarney Kristinsdóttir Guðmundur Pálsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hafdís Hanna Moldoff Klapparhlíð 28, Mosfellsbæ, andaðist mánudaginn 14. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Ragnarsdóttir Óskar Árni Hilmarsson Guðbjörg Rósa Ragnarsdóttir Gunnar George Gray Sigurður Páll Ragnarsson Jóhanna Ragnarsdóttir Ólafur Steinbergsson Lárus Kristinn Ragnarsson Björg Ragnarsdóttir barnabörn og langömmubarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Haraldsdóttir Mýrargötu 20, Neskaupstað, lést á hjúkrunarheimili FSN Neskaupstað, miðviku- daginn 16. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Hjálmarsdóttir Konráð Hjálmarsson Anna Arndís Kristinsdóttir Ragnheiður Hjálmarsdóttir Benedikt Sigurðsson börn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, Ingibjörg Árnadóttir frá Odda, Borgarfirði eystri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánudaginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Útskálakirkju mánu- daginn 21. apríl kl. 14.00. Halldór Guðfinnsson Sigríður Halldórsdóttir Jón Hjálmarsson Árni Þór Halldórsson Jón Már Halldórsson Kristín Jónsdóttir Karl Vilhelm Halldórsson Ásgerður Þorsteinsdóttir Inga Dóra Halldórsdóttir Örn Arnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún S. Franklín hjúkrunarkona, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, mánudaginn 21. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Systrafélagið Alfa. Jens Valur Franklín Erna G. Franklín Örn Steinsen Esther Franklín Stefán D. Franklín Vilhelmína Þorvarðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fyrir rúmlega hundrað árum reið gríðarlegur jarðskjálfti yfir San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Skjálftanum, sem var 7,8 á Richter-kvarða, fylgdu miklir brunar og eyðilagðist stærsti hluti borgar- innar í kjölfarið. Sökum nálægðar borgarinnar við San Andreas-misgengið eru jarð- skjálftar þar tíðir. Árið 1989 kom jarðskjálftinn Loma Prieta og er hann síðasti stóri skjálftinn á svæð- inu. Hann var 7,1 á Richter og fylgdu honum miklar skemmdir á mann- virkjum, sérstaklega á samgöngu- mannvirkjum. Borgin liggur á norðurodda San Francisco-skagans, sem myndar San Francisco-flóa. Borgarmörkin af- markast í norðri af Golden Gate- brúnni, í vestri af Kyrrahafinu og í austri af San Francisco-flóanum. San Francisco er einnig þekkt fyrir samtals 42 hæðir sínar. Þær eru allt að þrjátíu metra háar, flestar mjög brattar og eru ástæða þess að spor- vagnakerfi var tekið í notkun í borg- inni árið 1873. ÞETTA GERÐIST: 18. APRÍL 1906 San Francisco skelfur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.