Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 87
FÖSTUDAGUR 18. apríl 2008 47
Breska söngkonan
Leona Lewis braut
blað í sögunni
þegar fyrsta plata
hennar, Spirit,
komst í efsta
sæti Billboard-
listans í Banda-
ríkjunum,
en heil 250
þúsund eintök
af plötunni seld-
ust í fystu vikunni
frá útgáfu. Lewis,
sem vann X-factor í Bretlandi, hefur
einnig átt vinsælustu smáskífuna í
Bandaríkjunum með laginu Bleed-
ing Love. Hún var fyrsta breska
söngkonan til að ná þeim árangri
frá árinu 1987.
Leikarinn Robert
Downey Jr. segir
að fíkniefnaneysla
hans hafi eyðilagt
samband hans og
Söruh Jessicu Parker,
en þau voru par
á árunum 1984
til 1991. „Ég var
svo sjálfselskur.
Ég drakk mikið
og átti við fíkniefnavanda að stríða,
og það fór ekki vel í Söruh Jessicu,
því það er ekkert fjarlægara henni
en það,“ segir Downey, sem kveðst
ánægður með að hún hafi fundið
sér mann í leikaranum Matthew
Broderick.
Angelina Jolie segir að börn
hennar og Brad
Pitt líti alls ekki á
foreldra sína sem
stjörnur. „Ég held
að börnunum
okkar eigi
eftir að finnast
það allt mjög
fyndið þegar
þau verða eldri,
því þeim finnst
við vera algjörir
nördar. Reyndar
nördalegasta fólk
á plánetunni,“ segir leikkonan, sem
segir þau hjónaleysin vera dæmi-
gerða foreldra.
Gwyneth Paltrow þjáðist af
fæðingarþunglyndi eftir að tveggja
ára sonur hennar og Chris Martin,
Moses, kom í heiminn. Hún segist
hins vegar ekki hafa áttað sig á því
fyrr en eftir á. „Ég vissi ekki hvað
var að mér. Ég var ekki í
sambandi við líkama
minn, mér fannst ég
ekki ná tengslum við
neitt. Ég var mjög leið.
Ég var svartsýn,“ segir
hún í viðtali við Vogue.
Paltrow og Martin
eiga einnig dóttur-
ina Apple.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Sænski danstónlistarmaðurinn og
plötusnúðurinn Eric Prydz þeytir
skífum á tveimur klúbbakvöldum
á Broadway 17. maí. Prydz er
með vinsælustu plötusnúðum
heims og hefur verið reynt að fá
hann til landsins í mörg ár en
ekki tekist.
Hann minnti rækilega á sig í
fyrra þegar hann varð sá fyrsti í
heiminum til að fá að endurhljóð-
blanda lag með Pink Floyd. Lagið
Proper Education setti hann í
dansbúning og rataði það lag
beint inn á vinsældalista útvarps-
stöðva á Íslandi sem og annars
staðar. Ásamt Eric Prydz koma
fram í fyrsta skipti á Íslandi Sean
Danke og Scheizer Goodman, auk
plötusnúðsins Ghozt. Miðaverð á
tónleikana er 3.000 kr. í apríl en
það hækkar í 4.000 í maí.
Prydz þeytir
skífum í maí
ERIC PRYDZ Svíinn Eric Prydz spilar á
tveimur klúbbakvöldum á Broadway
17. maí.
Hljómsveitin Sálin hans Jóns
míns spilar í íþróttahúsi Digra-
ness á laugardagskvöld í tilefni af
hinni árlegu vorhátíð HK. Sálin
fagnar um þessar mundir tuttugu
ára afmæli og ætlar að bera á
borð alla sína ljúffengustu rétti á
ballinu.
Vorhátíð HK er liður í eflingu
félagsstarfs klúbbsins, sem hefur
verið að sækja í sig veðrið upp á
síðkastið. Í Digranesi verður
boðið upp á blandaða skemmti-
dagskrá með borðhaldi og eftir
það hefur Sálin leik sinn upp úr
miðnætti.
Sálin spilar á
vorhátíð HK
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Sálin hans
Jóns míns ætlar að halda uppi stuðinu í
íþróttahúsi Digraness á laugardagskvöld.
Ráðstefna um hvernig eigi að skrifa og
hanna grín fyrir sjónvarp verður haldin í
Reykjavík í byrjun maí.
Höfundar þátta á borð við Friends og Will &
Grace koma hingað til lands í næsta mánuði og
kenna Íslendingum að skrifa grínefni fyrir
sjónvarp. Alls mæta þrír af fremstu grínþátta-
höfundum Bandaríkjanna en ráðstefnan ber
nafnið Outside the Box: Comedy og er haldin á
vegum fyrirtækisins MediaXchange. Ein skær-
asta stjarnan á ráðstefnunni er án nokkurs vafa
Jeff Greenstein en hann er einn af framleiðend-
um og höfundum sjónvarpsþátta raðarinnar um
Aðþrengdar eiginkonur eða Desperate House-
wives. Jafnframt kom Greenstein að gerð
þáttanna um Will & Grace og hinna ofurvinsælu
gamanþátta Vinir eða Friends.
Hinir tveir erlendu gestirnir hafa einnig unnið
að vinsælum þáttaröðum: John Barber sem
skrifaði meðal annars fyrir Roseanne og Frasier,
og John Vorhaus sem ætlar að segja frá reynslu
sinni við gerð þáttanna Wonder Years og
Married...with Children. Áhugasamir geta nálgast
upplýsingar um hvernig á að skrá sig á heimasíðu
fyrir tækisins en fyrirlestrarnir fara fram í
Smárabíó dagana 5.-8. maí. freyrgigja@frettabladid.is
Þekktir höfundar kenna
Íslendingum að skrifa grín
HÖFUNDUR FRIENDS Jeff Greenstein er einn þeirra sem tala á
ráðstefnu um grín í sjónvarpi. Hann á að baki þætti á borð við
Friends og Aðþrengdar eiginkonur.
550 Kr.
NÝTT Í BÍÓ