Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 9
ekki undanskilin. Þvi er þannig varið a6 það eru mennirnir sem skapa andrúmsloftið en ekki dutt- lungafullir veðurguðir. Góðar gjafir heimamanna prýða nú Bessastaði, höfuðból ættjarðar- innar, sem vert er að muna að er sameiginleg eign okkar allra, gjafir þegnar með þakklátum huga er vekja umræðu um heima- byggðirnar og aðdáun gesta sem ber að garði. I hugum Islendinga hefur um aldir verið spáð fram i timann á nýársnótt og á fyrsta degi nýs árs. A meðan veraldlegum gæðum var litt til að dreifa á íslandi spunnust um þær spár ýmsar sögur sem hafa geymst i verðmætahirslum þjóðarinnar, — þjóðsögum okkar. Sögur um veislugleði sambýlismanna okkar álfanna og ýmsa skemmtilega yf- irnáttúrlega atburði svo sem þegar kýrnar i fjósinu brugðu fyr- ir sig mannamáli á nýársnótt. 1 sögunum skiptast á skin og skúr- ir. Gott þótti t.d. að vita til þess að hnerraði maður á nýársmorgun i rúmi sinu þá lifði maður það ár. Bæri nýársdag upp á föstudag, eins og i byrjun þessa árs, átti vetur að veröa breytilegur, voriö gott, sumarið þurrt og gott, riku- legur heyskapur, nægð korns og ávaxta en hætta á fjárdauða. Ein skemmtilegust þjóðsagna er sagan um búrdrifuna, en svo hét hrim það er forðum féll á nýársnótt á búrgólfið hjá hús- freyjum, þvi þær létu þá standa opna búrgluggana. Hrim þetta var likast lausamjöll, hvitt á lit, smágert og bragðsætt, en sást hvorki né náðist nema i myrkri og var allt horfið þegar dagur rann á nýársmorgun. Næöu húsfreyjur búrdrifunni átti að fylgja einstök búsæla og búdrýgindi. BUsæla og búdrýgindi eru töfraorð og hugsjón sem hefur fylgt þessari þjóð frá landnámstið að hún tók að bjóða náttúruöflun- um birginn. Þessi náttúruöfl hefurhenni nú að nokkru tekist að knésetja, en eldgos, veður og vatnsflaumur hafa svo lengi gengið að landinu að það hefur viða látið á sjá. Það þarfnast nú mikillar umhyggju þegnanna og átaka til þess að ná aftur meiru al æskusvip si'num. Sérfræðingar okkar telja að þegar landnáms- menn komu hér að ósnortnu landi hafi blómlegur gróður þakið rúm- an helming þess. Sá gróður hefur nú látið undan siga og nær nU aðeins yfir einn fjórðung. A 1100 árum byggðar hefur þvi tapast a.m.k. helmingur af gróðri lands- ins, þ.e. af svæði sem er nálægt 1/2 af öllu landinu að undanskild- um jöklum. Það er ógnvekjandi til þess að hugsa. Skóglendi þakti áður f jórðung landsins, en nú að- eins 1/100 hluta þess. Islendingar sem eru kunnir fyr- ir þolgæði og nokkra þrjósku þegar að þeim er gengið ættu að leggjast á plóginn, allir sem einn, og beina einurð sinni að þvi að græða hvern blett sem græddur verður. Það hefur lengi verið landlægtrú aðekkertgeti vaxið á ýmsum stöðum. En margur hefur með natni sannað með blómstrandi gróöurreitum um allt land að slikt er vantrú á gjaf- mildi gróðurmoldar. En þolgæði þarf til og ekki má láta deigan siga þóttnokkurn tima taki að ná ára ngri. Þá er ekki minna um vert að varðveita og hlúa að þeim gróðri sem fyrir er, — kunna þar bæði okkar eigin fótum og blessaðrar sauðkindarinnar forráð. A liðnu sumri kom hér þekktur erlendur sérfræðingur um náttúruvernd sem um árabil hefur unnið að skipulagningu á varðveislu viðkvæmra og fjölsóttra staöa. Hann benti okkur á þann sorglega sannleika að örtröð fólks er að eyðileggja nokkra fegurstu staði landsins, svo sem Mývatnssvæð- ið, með þvi að viröa ekki afmarkaðar gönguleiðir. Islensk- ur gróður er svo viðkvæmur að við getum ekki látið slikt liöast. Stefna okkar veröur að vera sú aö virða og varðveita náttúruna til að njóta hennar i öllum sinum skrúða. Það sem troðið er niður i náttúrunni tekur áratugi ef ekki aldir að græða á ný. Og aldrei getum viö óskaö þess aö afkom- endur okkar erfi landið verr út leikiö en við tókum við þvi. Landsmenn þurfa að geta notið þess frelsis að komast i nána snertingu við þá staði sem þeim eru sérstaklega kærir. Þar hefur umhverfi Þingvallavatns einkum veriötil umræðu og að sem flestir fái að njóta strandar vatnsins. Eins og Skaftafell eru Þingvellir þjóögarður okkar og helgur sögu- staöur landsmanna. Útsýnið á að vera þar sem bjartast frá öllum sjónarhornum. Þar sýndu þegnarnir sem söfnuðust svo þúsundum skipti til mikillar hátiðar sumariö 1974 að þeir kunnu að umgangast af einstök- um kærleika og alúð jörðina sem þeir gengu á. Ekki verður svo fjallað um landvernd aö mannvernd sé ekki jafnframt nefnd til sögunnar. Þvi hverjir ættu að njóta lands og aukinna landgæða og vera þar til frásagnar nema lifandi menn meö lifandi hugsun. Nýliðnu ári var ætlað aö vekja athygli á málum samborgara okkar, sem einhver hömlun háir. Sú athygli sem þannig beindist aö þvi sem á hefur bjátaö hefur jafn- framt vakiö aðdáun á sálarþreki svo margra, þar á meðal þeirra sem næst hafa staðið til hjálpar hverju sinni. Við höfum lagst á eitt til að sanna að við erum öll jöfn þótt eitthvaö skorti á aö viö séum eins og best yrði kosiö að likamlegum eða andlegum burðum. Mikiö hef- ur áunnist, en ári fatlaðra er ekki lokiö þótt komin séu áramót. Sér- hvert ár um alla framtið á að vera þeirra ár eins og árin okkar allra fléttast saman og verða að lifsskeiði okkar i heild sem kom- andi kynslóðir taka við reynsl- unni rikari. Reynsla og viska hverrar kynslóðar mega aldrei fyrnast heldur verða hvati til nýrra dáða. A Islandi hefur oröið stökk- breyting i lifnaðarháttum á minna en mannsaldri. Umbylting sem slik hefur ekki aö ófyrir- synju valdið álagi á einstakling- inn I fámennu þjóöfélagi. Við erum, að ég hygg, smæst þjóða sem tekisthefur fyrir einstaka at- orku á örfáum árum að vinna okkur fyrir lifeyri velmegunar. Hverri vegsemd fylgir vandi, —■ ekki sist þeirri að lifa við alls- nægtir. Flótti frá raunveruleikan- um með þeim aðferöum sem tiðkast og nokkuð keyra úr hófi i samfélagi okkar rýir menn sjálfs- virðingu. — En sjálfsvirðing er lykill frelsis og farsældar. Það er gaman að skemmta sér, en að ganga til þess aö skemmta sjálfum sér við aö gleyma stund og stað aðeins til að drepa timann er með þvi dapurlegasta sem samfélagið hefur fundið sér til dægrastyttingar. Þaö elur á sam- bandsleysi manna ekki sist sú nýja tiska að neyta lyfja sem ger- ir þá svo innhverfa að skemmtun- in felst i þvi að vera einn með sjálfum sér aö skoða innri tál- myndir. Neysla slikra lyfja, innflutningur og dreifing, brýtur einnig i bága við landslög. Megi ég á nýju góðu ári biðja æsku okkar stórrar bónar þá er bónin sú: að hún staldri við og bregðist ekki sjálfri sér þegar og ef sú freisting gerir vart við sig að ganga i berhögg við lög og réttar- far landsins. Þaö getur oröið og er svo oft fyrsta skrefiö aö ævilangri ógæfu. Okkur sem viljum vernda land og menn þykir svo undur- vænt um ungt fólk að viö megum ekki til þess hugsa að nokkuð illt hendi i lifi þess. Lög og reglur eru til aö styrkja þjóö og samfélag. Gæfa okkar veltur i rikum mæli á þvi að virða þær reglur. Landvernd og mannvernd eru tengd sjálfsvirðingu hverrar mannveru — að rækta kosti okkar og sniða af okkur ókostina. Þvi aðeins getum við gert kröfur til annarra að við gerum einnig kröfur til okkar sjálfra. Við skulum á þessum timamótum einsetja okkur að auka þær kröfur og setja okkur þaö mark að Island verði betra land en nokkru sinni fyrr. Héðan frá Bessastöðum fylgja landsmönnum óskir um gott og gæfurikt ár. Þeir sem hér hafa búið siðan sú Bessastaðastofa sem nú stendur var reist.hafa ein- att óskað þjóöarbúinu frama, frelsis og hagsældar. Megi framtið okkar á hverjum bæ verða þannig að viö getum hlakkað til hennar. starfið, hlaðið starfsorku og löng- un til að vinna landi sinu og sjálfu sér gagn, fær mánuðum, misser- um og árum saman ekki handtak að vinna. Slikt ástand er þyngra en tárum taki. A Islandi erum við svo lánsöm að vera laus við atvinnuleysi. 1 nokkrum greinum vantar fólk til starfa, hins vegar er sumstaðar árstiðabundinn atvinnuskortur, eins og jafnan hefur verið á ís- landi. A þvi verður að reyna að finna lausn. Viö strendur sumra landa horfa menn með þungum hug á urin fiskimið, eydd af ofveiði og rán- yrkju útlendra yfirgangsmanna eða af skammsýni landsmanna sjálfra. Hérheima höfum við Islending- ar nú tekið sjálfir I okkar hendur yfirráð yfir öllum fiskimiðum, 200 milur umhverfis landið. Nú stjórnum við veiðunum sjálfir, nú veltur á okkur, hvernig til tekst. Umsumthefur velgengið. Þorsk- stofninn i heild og hrygningar- stofninn virðast fara vaxandi ár frá ári. Um suma aðra stofna hefur út- koman orðið lakari. Viö verðum að læra af reynslu og vera menn til þess að stjórna vitlega þessum dýrmætu gæðum, sem okkur hef- ur nú auðnast aö ná fullum um- ráðum yfir, en það var einn af hinum stóru áföngum i sjálfstæð- isbaráttu landsmanna. í sumum oliulöndum standa menn á næstunni frammi fyrir þverrandi lindum, sem gefiö hafa á undangengnum árum gnótt fjár og auðlegö. En menn eru þar á fullri ferö að ausa af oliulindum, sem nægja i nokkur ár eöa ára- tugi og endurnýjast ekki. Islendingar eiga þær auðlindir og auðsuppsprettur sem ekki þverra né þorna meðan regn drýpur af himni á islenska fold. Og stórvirkjanir og orkunýting eru stærstu viöfangsefni þjóðar- innar nú og á næstu árum til auk- innar farsældar fyrir land og lýð. Margar þjóðir hafa á undan- förnum árum þjáðst og þjakast af hörmungum hernabarátaka. 1 Asiu, i Afriku, i Suður-Ameriku og fyrir botni Miöjarðarhafs. Þau átök hafa leitt meiri hörmungar yfir fólkið en orð fá lýst. Og nú hefur vina- og viðskifta- þjóö okkar, Pólverjar, lent undir þeim járnhæl, sem molar allt það sem tengt er frelsi og mannhelgi. Til Pólverja beinist hugur okkar, samúð og fyrirbænir i raunum þeirra, þessarar virtu þjóðar sem um aldir hefur varöveitt frelsis- eldinn i brjósti sér, þann eld, sem aldrei má slokkna. Við Islendingar, friðelskir og vopnlausir, höfum veriö svo gæfusamir að vera lausir viö slik ósköp. Við eigum þá ósk heitasta að stuðla að friði. Viö leggjum þvi lið, að samningar náist um gagn- kvæman samdrátt vígbúnaðar með útilokun kjarnorkuvopna og styðjum heilshugar sérhverja viðleitni i þá átt. Þannig njótum viö Islendingar lýðræðis, mannréttinda, mann- helgi, frjálsrar menningar, at- vinnu og ýmissa kosta, sem mörgum öðrum þjóðum er mein- að að njóta. NU er mörgum Islendingum svo farið, aö hugur þeirra snýst öllu meira um það, er þeir ekki fá, en hitt sem þeir hafa. 1 fornum sög- um segir svo frá merkum landa okkar, að hann var þykkjuþungur sem aðrir Islendingar og þótti illt, ef hann fékk eigi það er hann beiddi. 1 karpi um dægurmál, i óá- nægju yfir þvi aö fá ekki einhverj- ar kjarabætur, sem menn telja aö nágranninn njóti, megum við aldrei missa sjónar af hinum dýr- mætu grundvallargæöum i lífi mannanna, sem Islendingar góðu 'neilli njóta. Fyrir réttu ári greindi ég hér frá efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar# þær aögerðir I efnahags- málum höfðu þrjú aðalmarkmið. 1 fyrsta lagi að tryggja lands- mönnum næga atvinnu. 1 öðru lagi aö draga svo úr verðbólgu aö hún lækki i um 40% á árinu 1981. 1 þriðja lagi að tryggja kaup- mátt launafólks. Þegar nú er litið yfir farinn veg kemur það i ljós, að tekist hefur á liðnu ári að ná þessum þrem markmiöum. Atvinna hefur veriö næg i landinu, það hefur tekist að forðast atvinnuleysi. Verðbólgan sem hafði verið tvö undanfarin ár kringum 60% hvort áriö, verður i ár um 40% frá upphafi til loka árs. I fyrra horfði svo, að án efna- hagsaðgerða myndi kaupmáttur tekna minnka i ár, en raunin hef- ur orðið sú, aö kaupmáttur hefur heldur aukist á þessu ári. En þótt ýmsir hlutir hafi gengið vel i ár og mörgu miöað i rétta átt, hafa horfur versnað um af- komu þjóðarinnar á næsta ári. Þegar bjóðhagsáætlun var lögð fram á Alþingi I október siðast- liönum var búist við þvi að út- flutningstekjur Islendinga myndu aukast á næsta ári um fjóra til fimm af hundraði. En nú er talið að ekkert veröi af þessum áætl- aða vexti. Sá bati I efnahagslifi Vesturlanda, sem menn töldu lik- legan lætur á sér standa. Það kemur meðal annars fram i sölu- tregðu og lágu verði á kisiljárni og áli og dregur þetta úr gjald- eyristekjum okkar. Horfur um loðnuveiði eru nú dekkri en fyrr og verður þvi að gera ráð fyrir minni útflutningstekjum af henni en áður var ætlað. Þessar versnandi horfur ásamt áframhaldandi viðnámi gegn veröbóigu gera nauösynlegar á næstunni ýmiskonar aðgeröir i efnahagsmálum. öll eru þau mál til umfjöllunar og undirbúnings á vegum ríkisstjórnarinnar. En það vandamál sem mest kallar að þessa stundina er á- kvörðun fiskverðs til þess að veiö- ar og vinnsla geti starfað með eölilegum hætti. öll þjóðin hlýtur að heita á þá aðilja, sem hlut eiga að ákvörðun fiskverðs að sýna þann samningsvilja, er ásamtat- beina rikisstjórnarinnar dugi til þess að ná niöurstööu nú sem næst áramótum, svo að firra megi þjóðina þvi tjóni, sem stööv- un aðalatvinnuvegarins myndi valda. Það er varasamt aö svifa á létt- um og ljósum skýjum i bjartsýn- isdraumum og fögnuði yfir þvi sem vel gengur og gæta ekki ó- veðursskýjanna dökku. En þaö er ekki siöur skaðvænlegt aö sjá örð- ugleikana eina, mikla þá fyrir sér og gleyma öllu þvi sem jákvætt er. 1 yfirsýn og mati á þvi sem gera þarf, veröur hvorttveggja aö skoðast saman. Þau eru ekki ör- ugg i hendi okkar öll þau gæði sem við njótum. Við verðum að gæta þeirra vel og vandlega. Og ekki eru allir erfiöleikarnir óviö- ráöanlegir eða óyfirstiganlegir, ef tekist er á viö þá af djörfung, festu og fyrirhyggju. Við getum sjálf ráðið viö svo margt, ef viljinn er fyrir hendi. Þaö er meira sannmæli en sumir hyggja.aö vort lán býr ioss sjálf- um. Góðir Islendingar. Ég þakka samstarf á þvi ári, sem nú er senn liðiö i aldanna skaut. Ég árna ykkur öllum árs og friðar á þvi ári, sem nú gengur i garö. Gleðilegt ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.