Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 10. janúar 1982 — Af Magnúsi Hjaltasyni og hvernig hann varð Halldóri Laxness fyrirmynd Ljósvikingsins ■ Uppá senu niðrí Þjóð- leikhúsi við Hverfisgötu stendur Hjalti Rögnvalds- son og þykist vera ólafur Kárason Ljósvíkingur. ólafur Kárason Ljósvík- ingur er á hinn bóginn til af því einu að Halldór (þá Kiljan) Laxness setti hann á blað fyrir rúmum fjöru- tíu árum. Það er á margra vitorði að er Halldór skóp Ljósvíkinginn hafði hann í huga fyrirmynd af Vest- fjörðum— Magnús Hjalta- son alþýðuskáld — en af því að nú er svo komið að Ljósvíkingurinn stendur uppá senu skulum við. skauta yfir not Halldórs af þessum manni. Gunnar M. Magnúss hefur ritað ævi- sögu hans/ en fyrst og fremst er stuðst við kafla úrbók Peters Hallberg um skáldverk Laxness — sú bók heitir sem kunnugt er ekkert annað en Hús skáldsins. Þaö er ekki gott aö vita hve- nær Halldór heyröi fyrst af Magnúsi Hjaltasyni eöa datt i hug aö nota hann I skáldsögu, en um þaö bil áriö 1936 tók hann til ó- spilltra málanna. A Landsbóka- safni lá óprentaö handrit uppá áttatiu blaösiöur: „Æfisaga Magnúsar Hjaltasonar. Rituö af honum sjálfum. Byrjuö á Suöur- eyri i Súgandafiröi, 12. janúar 1914”, einnig sýnu viöameiri dag- bækur frá árunum 1892 til 1916 — alls um fjögur þúsund blaösiöur, segir Peter Hallberg. Þessi blöö öllsömul hefur Halldór kynnt sér vel og rækilega en einnig fariö um Vestfiröi aö kynna sér söguslóöir. Haustiö 1936 skrifar hann svo fyrsta hluta Heimsljóss, „Ljós heimsins”, á feröalagi til Suöur-Ameriku, „Höll Sumar- landsins” var rituö I Moskvu veturinn 1937-38, „Hús skáldsins” á Laugarvatni og Þingvöllum siö- sumars 1939 og loks „Fegurö himinsins” i Reykjavik og ná- grenni veturinn 1939-40. Eins og sést af öllu þvi pappirs- maeni sem eftir Maenús Hjaltason liggur lét hann sér á- kaflega annt um bækur sinar og blöö. „Hann veit aö hann er aö skapa menningarsögulega heim- ild,” segir Hallberg. Og þaö fór lika svo. Fegurðin og sannleikurinn Nú er rétt aö geta þess strax aö Magnús Hjaltason var ekki mikiö skáld, mörgkvæöi hans óttalegur leirburöur. En hann var islenskt alþýöuskáld sem leitaöi feguröar- innar og sannleikans — sem slikur varö hann Halldóri Laxness tákn Skáldsins sem er samviska heimsins og skuggsjá, jafnframt i stöbugri sókn upp til hinna hæstu hæöa, og hlýtur fyrir þab aö þjást. Þjáningin fylgi- fiskur skáldsins. Magnús Hjalta- son vissi þetta jafn vel og ólafur Ljósvikingur. Þaö var þó ekki aö- eins hugarfar, skoöanir og heimspeki Magnúsar sem Halldór geröi sér aö fyrirmynd — hann fylgir einnig ævi alþýöu- skáldsins raunverulega og þaö býsna nákvæmlega á stundum, þótt Halldór yrki aö sjálfsögöu ævina uppá nýtt, móti eftir sinni hentisemi og breyti þar sem lög- mál skáldverksihs heimta. Hall- berg segir: „Aö þvi leyti verður sköpun þessarar nýju skáldsögu enn ein staöfesting þess aö (Hall- dór) mótar aöfengiö efni aö eigin geöþótta. A hinn bóginn verbur sköpun þessarar sögu sérstaklega athyglisverö, þar sem efni skáldsins, dagbækur og sjálfsævi- saga Magnúsar Hjaltasonar, hefursvo mannleg og þjóbleg sér- einkenni.” Margumtalaöur Magnús — hann fæddist 6. ágúst 1873, I hjá- leigukotinu Tröö I Alftafiröi eystra. Foreldrar voru Hjalti Magnússon og Friörikka Kristjánsdóttir, hún var sauma- kona rétt eins og móöir Ólafs Kárasonar. Hann var óvelkominn I heiminn og komiö fyrir hjá frændfólki sinu, segir svo frá þeirri raun aö faöir hans bar hann yfir Alftafjaröarheiöi: „Þegar upp á heiöina kom, haföi ég fariö aö gráta töluvert og varö ekki huggaöur.” Ólafur Kárason segir á hinn bóginn: „Ég hef einu sinni átt móöur. Hún sendi mig burt á vetrardegi i poka. Ég grét svo hátt I hriöinni aö ég hef enn ekki náö mér, og næ mér aldrei.” Þaöan I frá voru báöir ofurseldir einsemdinni og höröum örlögum. Magnúsi var komiö fyrir I Efri- húsum undir Hesti I önundarfirði og þar voru bræöur tveir sem kvöldu hann — á sama hátt og Ljósvikingurinn sætti piningum Nasa og Jústs á Fæti undir Fótar- fæti. Þessir bræöur hétu Bjarni og Jóhannes — þriöji bróöirinn Sæmundur er ekki i skáldsögu Laxness enda reyndist hann Magnúsi vel — og það var Jó- hannes sem skemmti sér viö aö taka hann upp á eyrunum, eins og Nasi geröi I Heimsljósi. Einnig hræddu þeir hann meö silungum á mikib til sama hátt og lýst er I bók Laxness. Magnús og Ljósvikingur eiga og sameiginlegt aö vera slæmir til heilsunnar, enda hrak- fallabálkar miklir og meöferöin ill. Er Magnús var nitján ára skrifaöi hann i bréfi til fööur sins: „Jeg er alltaf fjarska-vesail. Þaö er gengiö mikiö út á mér brjóstbeiniö, og segir Oddur læknir aö þab sé sullur undir brjóstinu og sé allt samgróin meinsemd: sullurinn, lifurinn, lungun og gollurshimnan, og sé sullurinn á þeim hættulegasta staö sem hann geti verið. Hann (Oddur læknir) hefur ætiö sagt þegar hann hefur séö mig: aö hann hafi aldrei vitaö hvorki karlmann eöa kvenmann, sem hafi verið eins veikur og ég, þaö megi fyr vera kvalir, og hann viti ekki hvaö eigi aö reyna sig lengi þó til aö gjöra tilraun meö aö krjúfa mig.” Þessa sjúkdómslýsingu stóöst Halldór Laxness ekki — hún er nokkuö aukin en næstum orörétt I fyrsta hluta skáldsögu hans, sjá bls 68. Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins Þegar kreppir aö Ljósvikingn- um huggar hann „kraftbirtingar- hljómur guödómsins”. Og sjá, I ævisögu Magnúsar standa þessi orö: „Frá þvi ég var á 9. ári og allt til 1896 fannst mér sem Guös aug- lit stæöi allstaöar opiö fyrir mér: var sem ég heyrði alla náttúruna taka undir kraptbirtingarhljóm guödómsins, og ég sjálfur var lika ■ ólafur Kárason og heitkona hans, Jarþrúöur (Briet) ■ Halldór Laxness — úr merkilegri heimild skapaöi hann merkilegt listaverk. Iþvi raddflóöi, aö mér fannst. Þó fannst mér mittég vera svo litið i þeim dýröarljóma.” Þessa lýsingu á andlegri upp- hafningu skáldsins hefur Halldór aukiö mjög I sögu sinni, grund- völlurinn er einn og hinn sami. Magnús leitaði strax i æsku á náöir skáldskapar þegar lifiö ætlaöi aö reynast honum um megn. Heimilisfólk aö Efrihúsum ýtti siöur en svo undir þessa hneigö — húsfreyjunni er lýst kunnuglega: „Fóstra min var i meöallagi há á vöxt, holdug og heldur frið, þybbin i lund og ekki hreinlynd, hraust og óþrifin og hatursmaöur allra bókmennta.” Engu aö siöur lét Magnús sig hvergi og skrifaöi hvar sem hann kom þvi viö. Þar kom að hann öölaöist ofurlitla viðurkenningu og stúlka kom til hans og bað hann aö yrkja fyrir sig svar viö bónorösbréfi — Olafur Ljós- vikingur er sömuleiöis önnum kafinn viö slikan tækifæriskveö- skap, er fram liða stundir. Og Magnús átti sér vinkonu i andan- um, skáldkonuna Hólmfriði Sigurðardóttur sem átti sér „fyllibyttu og djöfullegt fúl- menni” fyrir mann — þau fá meira aö segja aö halda nöfnum sinum i skáldsögu Laxness. Báöir lásu Felsenborgiarsögurnar, þó þær hafi ekki haft iikt þvi jafn mikil áhrif á Magnús og Ljós- vikinginn, og báöir komust i nokkur kynni viö skáld sem kallað var Grunnvikingur. Þeim var þaö jafn mikil opinberun er þeir komust I fyrsta sinn yfir „Númarimur” Siguröar Breiö- fjörö, og er þeim var sleppt úr fangelsi Reykjavik leituöu báöir aö gröf meistarans i kirkjugarö- inum. 1 æsku Magnúsar Hjaitasonar var hann nokkuö fluttur á milli bæja en Halldór sameinar þá alla og gerir að Fæti undir Fótarfæti. A svipaöan hátt sameinar Halldór tvær konur I eina: Jarþrúöi heit- konu Ólafs Kárasonar. Helsta fyrirmyndin aö henni er Ingibjörg nokkur Guömundsdóttir en 28. júli 1893 skrifar Magnús aö kona sú hafi fellt ákafa ást til sin, „og þykir mér þaö leiöinlegt þar sem hún — er eins frekleg i svoleiöis sökum eins og hún er og hefir fengiö orö fyrir aö vera.” Ingi- björg hafði hins vegar reynst hon- um vel i veikindum svo Magnús vildi endurgjalda greiöann og flutti hana meö sér að Brekku á Ingjaldssandi. Segir svo: „Það var þó meira en hlýleg' orö er Ingibjörg vildi fá af minni hendi, vildi hún fá mig sem eiginmann, en þaö haföi mér ekki dottið i hug. Sem kærustu gat ég ekki elskaö hana. Hún var manneskja ófriö mjög og auk þess eyöilögö af hryllilegum veikleika, slaga- veiki,” þaö vill segja flogaveiki. Sambúð þeirra varö erfiö. Peter Hallberg segir: „Magnús veröur aö þola aökast frá prestastéttinni fyrir það aö hann, eins og þaö er orðað, samrekkir kvenmanni þeim, er hann hefur tekið til sin. Hann ver sig i dagbókinni, þar sem hann m.a. setur fram mjög magnaöa lýsingu á blygöunar- lausri ástleitni Ingibjargar, jafn- vel I viöurvist ókunnugra. Hann lýsir einnig ófriöleika hennar, andfýlu og öörum fráhrindandi eiginleikum. Sérstaklega er óþægilegtþegarhúnhlær: „Istaö Magnús/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.