Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 18
Sunnudagur 10. janúar 1982 Frá Tryggva Þormóðs- syni, blm. Timans i Los Angeles ■ Þaö hefur varla farið fram hjá nokkrum aö gömlu kempurnar i Rolling Stones eru núaftur komn- ar á skriö. Eftir þriggja ára hlé stendur nú yfir mikil hljömleika- ferö Rollinganna um Bandarikin og aösóknin er meiri en dæmi eru um áður. Sérstaklega vekur at- hygli aö þaö er ekki aöeins fólk á fertugsaldri, jafnaldrar Stones, sem flykkjast á tónleikana, held- ur er yngra fólk mun meira áber- andi.alltniðurí 13 til 15ára. Þaö sýnir aö hljómsveitin kann enn aö höföa til unga fólksins, þótt marg- irhaldi þvi fram að hún lifi nú aö- eins á fornri frægð. Þá héldu ýmsir aö hljómsveitin væru nú i raun búin aö leggja upp laupana og myndi aldrei fara „on the road” aftur. Sumir hljómsveitar- meölimanna voru, að þvi er sagt er, einnig búnir að sætta sig prýðilega við það hlutskipti, enda hafa þeir starfaö aö þessu i tutt- ugu ár samfleytt. Sagnir herma að bæöi Bill Wyman, bassaleik- ari, og Charlie Watts, trommari, hafi verið búnir að fá sig full- sadda, en svo var það að Keith Richards, gitarleikari og annar aöallagahöfunda Stones, vildi fá félaga sina með sér i hljómleika- ferö. Sumir þeirra voru tregir, en tregastur var sjálfur Mick Jagg- er, en hann á nú skammt i fertugt og taldi sig ekki i neinu likamlegu ástandi til aö syngja gömlu (og nýju) slagarana af sama krafti og áöur. A endanum sló hann þó til og gekk i gegnum mikiö endur- hæfingarprógram, stundaöi lik- amsæfingar og skokk, og öllum ber saman um aö hann hafi náö tilætluðum árangri. Reyndar segja sumir aö hljómsveitin hafi aldrei veriö betri en nú en ekki skal lagt neitt mat á þaö. 95 þúsund miðar á ein- um og hálfum degi Þaö var hægara sagt en gert að nálgast aögöngumiöa hér i Los Angeles. Miöasala hófst einum mánuöi fyrir auglýsta tónleika, og þar sem Stones hugöust aðeins spila einu sinni hér i borginni var um aö gera aö hafa hraðann á. 1 þessari tónleikaferð spila Stones sjaldan fyrir færri en 60-90 þús- und áheyrendur i einu, og tónleik- arnir eru haldnir á risastórum i- þróttaleikvöngum. Hér i Los Ang- eles seldust 95 þúsund miöar á einum og hálfum degi, en þar sem fjölda margir uröu frá aö hverfa var ákeöiö aö halda aöra tónleika og aftur seldust 95 þúsund miðar upp, en nú á fimm dögum. Dagurinn, sem hljómleikarnir voru haldnir á, var tekinn snemma i Santa Barbara, en það er nokkurs konar úthverfi Los Angeles. Stefnan tekin á Coloss- eum leikvanginn inni i borginni en það var um tveggja tima akst- ur. Bilastæöi reyndust vera heldur af skornum skammti og fylltust þau aðeins tveimur tlmum eftir aö þau voru opnuö, en þaö var klukkan sex um morgun- inn. Þaö kom þó ekki aö sök, hér i þessari paradis einkaframtaks- ins, þvi húseigendur i nágrenninu seldu bilastæöi i innkeyrslum aö húsum sinum og kostuöu þau frá tveimur og allt upp i þrjátiu doll- ara, eftir þvi hvað viökomandi stæöi var langt frá tónleikahöll- inni. Aukahljómsveitirnar áttu erfitt uppdráttar Hliöin inn á Colosseum voru hins vegar ekki opnuö fyrr en klukkan eitt eftir hádegiö, en þá var klukkutimi þar til tónleikarn- ir áttu aö hefjast. Stones sjálfur áttu þó ekki aö byrja fyrr en klukkan fjögur en þangað til spil- uöu aukahljómsveitir. * Um klukkan hálf þrjú kom fyrri upphitunarhljómsveitin fram en hún hét George Thorogood and the Destroyers. Aumingja menn- irnir voru allt aö þvi hrópaöir niö- ur! Og kannski ekki viö öðru aö búast þvi meginhluti viðstaddra var farinn aö f jörgast allverulega af einkennilegum sigarettum sem 4 91 |- II y wmm iis voru óspart reyktar af mann- fjöldanum. George haföi það þó af aö leika nokkur lög, áður en næsta hljómsveittókvið. Súhét J. Geil's Band og var öllu skárri, enda náöi hún upp ágætri stemmningu. ,,Back up some!” Svo leiö og leið. Það var ekki fyrr en klukkan kortér yfir sex aö tjaldið var dregið fyrir senuna og Stones kynntir. Er tjaldiö var dregiö frá um það bil tveimur minútum siðar og Mick Jagger hljóp inn á sviðið ætlaöi allt vit- laust aö veröa. Tónar fyrsta lags kvöldsins, „Under My Thumb” drukknuöu aö mestu i fagnaðar- látum 95 þúsund áheyrenda. Og var iþróttaleikvangurinn þá orö- inn fullur upp i efstu sætaraðir af þessum sérkennilega lyktandi reyk úr sigarettum fólks. Jagger fór á kostum á sviðinu, klæddur i skærgulan jakka og niö- þröngar buxur. Likamsæfingarn- ar virtust hafa sitt að segja þvi þrátt fyrir 38 ára aldur sýndist hann ekki hafa misst neitt af orku sinni. Gamli maðurinn dansaði um sviöiö eins og unglamb og lék sér aö þvi aö fara i gegnum lög eins og „Under My Thumb”, „When the Whip comes Down” og „Let’s spend the Night Togeth- er”. Þaö eru breyttir timar. A sinum tima var siöastnefnda lagiö bannaö hér I Bandarikjun- um vegna textans, en þá var hon- um breytt og á plötum sem seldar voru hér söng Jagger i þá daga „Let’s spend Some Time Together”. Eftir aö hafa lokið viö lagið „Shattered” sýndi Jagger vald sitt yfir áheyrendum. Starfs- mönnum vallarins þóttu áheyr- endur vera komnir alltof nærri sviðinu og höfðu margoft reynt að fá þá til að færa sig aftar en eng- inn hlustaði á þá. Þá gekk Jagger fram og öskraði: „Back up some!” Og er ekki aö sökum að spyrja, fólkið hörfaði strax aftur á bak! Skókaupmaðurinn Mick Jagger? Stones tóku þvi næst lögin „Neighbours”, „Black Limou- sine”, „Just My Imagination”, „Let Me Go” og siðar gömlu lögin „Time is on My Side” og „Beast of Burden”. Þegar hér var komið sögu var Jagger orðinn mjög vel birgur af skóm. Aðdáendurnir tóku upp á þvi að fara úr skónum og fleygja þeim upp á sviðið og var á tima- bili orðið svo mikið af skóm á sviðinu að hann hefði vel getað hætt að syngja en lagt fyrir sig skósölu i staöinn! Hann virtist þó ekki hafa áhuga á þvi og sparkaði flestum skónum aftur til áhorf- endanna. Slðan hélt hann hvildar- laust áfram meö lögin „Waiting on a Friend”, „Let It Bleed” og „You can’t Always get what You want”, sem Ron Wood söng með Jagger. Þá söng Keith Richards lagið „Little T 6 A” og með Jagg- er lagiö „Tumbeling Dice”. Það vakti sérstaka athygli hvað eldri lög Stones voru enn áhrifamikil, fólk söng hástöfum með og dans- aöi um, aðrir klöppuöu og stöpp- uöu taktinn. Þar sem stemmningin var orð- in mjög góö þá héldu Stones enn um stund áfram aö spila (islensk- ar hljómsveitir mættu gjarnan athuga þetta), og nú voru það aö- allega lög af nýjustu plötunni „Tattoo You” en eldri lögum var skotið inn á milli. Fyrst kom „She’s So Cold”, siðan „All Down the Line” „Hang Fire”, „Star/- Star” og „Miss You”. Er Stones tóku loks til við lagið „Start Me Up” ætlaði allt um koll að keyra, og er Jagger og Richards tóku „Honky Tonk Woman” strax á eftir uröu lætin enn meiri. Siðast kom svo „Jumping Jack Flash” og er siðustu tónar þess dóu út var tjaldið dregið fyrir. Hljómsveitin hafði þá spilað linnulaust i tvær klukkustundir og fimm minútur, og höfðu hljómsveitarmeðlimirn- ir sýnt ótrúlegustu leikfimi. Hagnaður fjórar mill- jónir dollara Ahorfendur voru þó ekki alveg á þvi aö sleppa þeim lausum strax og fagnaðarlátum linnti ekki fyrr en tjaldið var dregið frá að nýju og tónar lagsins „Street Fighting Man” fylltu Colosseum. Aðþvi loknu þakkaði Jagger fyrir góöar undirtektir og gamla lagiö hans Jimi Hendrix var leikið af segulbandi en er þvi lauk upp- hófst einhver mesta flugeldasýn- ing sem ég hef augum litið og stóö stanslaustí um það bil fimm min- útur. A meðan áhorfendur stóðu agndofa forðuðu Stones sér i burtu. Tónleikum Stones var lokið. Siöan hefur verið gert opinbert að hagnaður hljómsveitarinnar á þessum tvennu tónleikum i Los Angeles var fjórar milljónir doll- ara, þar af ein milljón eingöngu á þvi að selja „T-boli” með áprent- uðum myndum. Það var annars ákaflega gam- an að sjá hvað Jagger passaði sig vandlega á þvi að æsa áhorfendur ekki of mikið upp. Gamli maður- inn er orðinn þaulvanur bransan- um og hafði einstakt lag á þvi að æsa fólkið hæfilega mikið upp, uns svo var komið að búast mátti við látum, en þá róaði hann fólkið strax niður aftur annaðhvort meö rólegum lögum eöa bara með þvi að tala til fólksins. Og auðvitað var gaman að fylgjast með kraftinum sem enn býr i honum — og þeim öllum. — TÞ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.