Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 15
Sunnudagur 10. janúar 1982 íi'.iiiili 15 fólk T llstum Spútnik danskra bókmennta - Vita Andersen á íslandi ■ Vita Andersen er spútnik danskra bókmennta um þessar m'undir. Árið 1977 kom út eftir hana ljóðabókin Tryghedsnar- komaner og vakti feikna athygli og seldist í stærri upplögum en dæmi voru til um ljóðabækur og var talin höföa til fleiri en þeirra sem oftast lesa ljóð. Ari siðar kom smásagnasafnið Hold kæft og vær smuk og fékk bókmennta- verðlaun sem kennd eru við gullin lárvið og seldist strax i rúmlega hundrað þúsund eintökum. Og svo framvegis. Leikritið Elskaðu mig var frumsýnt i fyrra, tvær ljóðabækur hafa og séð dagsins ljós. Það vill svo til að Vita þessi er stödd hér á Islandi einmitt nú. Hún erhéri'boðifjölmargra að- ila — Norræna hússins, Alþýðu- leikhússins, Lystræningjans o.fl. Það er forlagið Lystræninginn sem mest og best hefur kynnt bækur Vitu fyrir Islendingum, ár- iö 1979 gaf fyrirtækiö út ljóðabók- ina Tryghedsnarkomaner sem i islenskri þýðingu Ninu Bjarkar Arnadóttur hlaut nafnið 1 klóm öryggisins, og nú fyrir siðustu jól kom i ljós að Kristján Jóhann Jónsson hafði þýtt smásögurnar i safninu Haltu kjafti og vertu sæt. Ekki má heldur gleyma þvi að Al- þýöuleikhúsið hefur tekið Elskaðu mig, til sýninga en i þvileikriti þykja báöir leikararn- ir, Arnar Jónsson og Tinna Gunn- laugsdóttir, fara á sérstökum kostum. Hér á landi mun Vita Andersen aðhafast ýmislegt — fyrstskal nefna aö í dag, laugar- dag, verður dagskrá i Norræna húsinu þar sem Vita mun lesa úr verkum sinum ásamt Ninu Björk og Kristinu Bjarnadóttur. Hefst þessi dagskrá klukkan fjögur. Á morgun, sunnudag, mun Vita svo verða viðstödd sýningu á verki sinu, Elskaðu mig, i Alþýðuleik- húsinu. Ætlunin er að eftir sýn- ingu fari fram nokkrar umræður um verkið og mun Vita sitja fyrir svörum og ræða þetta leikrit og önnur verk sin. Hún heldur siöan af landi brott á mánudag. Eigin reynsla Vita Andersen er fæddárið 1944 og áttierfiða æsku, að sagt er. Hún hefur aldrei farið i' laun- kofa með að i smásögum sínum, sem margar hverjar eru heldur nöturlegar, byggir hún að ymsu leyti á eigin reynslu, en Vita ólst að miklu leyti upp á stofnunum fjarri foreldrum sínum og lenti i ýmislags vesin gegnum árin. Hún var ekki alin upp i heimi bók- mennta en eftir þvi sem árin liðu fann hún hjá sér æ rikari hvöt til að tjá reynslu sina, og annarra, á pappir og fór að fikta fyrir ljóða- gerð. Eftirað hafa hvatningu frá rithöfundi nokkrum safnaöi hún kjarki til að kynna ljóð sinum öör- um og þvi fór sem fór. Eins og þegarhefur verið rakið nokkuð er hún fjölhæfur rithöfundur og hef- ur ekki sagt sitt siðasta orð, hún vinnur að kvikmyndahandriti, skáldsögu og hefur unnið við út- varp og viðar komið við. Þá verð- ur i vor frumsýnt nýttleikrit eftir hana i Arósum, en það hefur ekki hlotið endanlegt nafn, vinnutitill þess er Mannætumar, eins og flest hennar verk fjallar það um samskipti manna, eða sam- skiptaleysi, öröugleika á sam- skiptum, firringu, og ef að likum lætur munu samskipti hinna tveggja kynja koma nokkuð við sögu, en Vita þykir einna fremst höfunda sem hafa látið þau mál til sin taka, enda þótt oftast f jalli hún um fólk á breiðum grund- velli. 1 verkinu eru sex persónur, fjórarkonur og tveirkarlar, og að þvi er Vita sagði á blaöamanna- fundi i Norræna húsinu i gær, er meðal annars tæpt nokkuð á eit- urlyfjavandamálinu i þvi. En það var minnst á að hún byggði sögur sinar — og önnur verk — á eigin reynslu. Það er rétt, en þó sagöi Vita á blaða- mannafundinum að ekki mætti skilja það svo að hún skrifaði ein- ungis um það sem fyrir hana sjálfa hefði komið. Hún minntist á að margir sýndust hafa mun mdri áhuga á henni sjálfri en verkum hennar, fólk hefði komið tilhennar og spjallað viðhana um atburði úr smásögunum likt og þeir hefðu óhjákvæmilega hent hana sjálfa. 1 einnisögunni er að- alpersónunni nauðgað, fólk hefði sagt guð var ekki agalegt að láta nauðga sér, og misst áhugann þegar hún þvertók fyrir að henni hefði nokkrusinni verið nauðgað. Heppin Annars virtist þaö vera ofar- lega ihuga skáldkonunnarhversu heppin hún hefði verið, hún hefði einungis verið einn úr hópnum og ekki litið stórtá sjálfa sig i þokka- bót, nú heföi henni tekist aö gera það sem hana langaði til að gera, nefninlega skrifa. Og hún braust enda upp á tindinn i bókmennta- veröldmeð skjótum hætti, eins og áður var á drepið. Sumir gagn- rýnendur létu þess getið, leynt eða ljóst.eftiraðhúngaf útfyrsta ljóðasafn sitt að þarna væri kom- in kona sem hefði ýmislegt að segja og væri að ausa úr skálum reynslu sinnar en væri varla nokkur rithöfundur aö eöli eða upplagi og alls óvist hvort hún gæfi öðru sinni út bók. Þá kveðst Vita hafa reiðst, heitið þvi aö sýna heiminum að hún væri I Vita Andersen. Tímamynd Ella. meira en einnar bókar rithöfund- ur og þaö hefur hún gert. Þá hafa verk hennar verið þýdd á fjöl- mörg tungumál, ekki einasta is- lensku. Vita sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir hennar les- endur væru, hún hugsaöi litið út i svoleiðis hluti, en þó er talið ljóst vera aö bækur hennar hafi i rik- ummælihöfðað til hinnar svo- kölluðu alþýðu, sem ekki er kunn af alltof miklum bóklestri, þvi miður, enda skrifar hún meðal annars um vandamál nefndrar alþýðu. Þó sagðist hún reyna aö varast að detta aðeins niður i að skrifa um félagsleg próblem, það væri fólkið semskiptimestu máli. 1 grein sem Keld Jörgensen, kennari viö Kennaraháskóla Is- lands, ritaöi fyrir skömmu um skáldskap Vitu í Morgunblaðið, segir meðal annars á þessa leið: „Segja má að hinn mikli og snöggi frami Vitu Andersen í lok liðins áratugs sé einkum tilkom- inn vegna hæfOeika hennar til að tjá sérlega persónulegar og ein- lægar mannlegar tilfinningar og þarfir. Þaðer sársaukinn sem er aöalatriðið, einkum sársaukinn vegna fjarlægðarinnar milli sorg- ar og huggunar milii öryggis- þarfar og hamingju, milli vonar og valds. Vitu Andersen tekst að skrifa um þetta á einfaldan og á- hrifamikinn hátt, einmitt vegna þess að hún gengur i verkum sin- um út frá eigin reynslu og eigin tilfinningum.” Eins og áður segir hefst dag- skráin i Norræna húsinu i dag klukkan f jögur, og ekki hefur enn verið auglýst fullt hús i Alþýðu- leikhúsinu á morgun. Dönsk stjórnmál En Vita Andersen er ekki ein á ferö hér á Islandi. 1 pokahorninu hefur hún eiginmann sinn, Mog- ens Camre, og mun hann einnig halda fyrirlestur i Norræna hús- inu, þó um óskyld mál. Mogens Camre er stjórnmálamaður og telst til sósialdemókrata, flokks Ankers Jörgensens. Þótt hann sé ekki aldraöur maður hefur hann i mörg ár verið þingmaður fyrir flokkinn og ötull málsvari hans, og eigin stefnu. 1 siðustu Ankers stjórn var Mogens Camre pólitiskur fyr- irsvarsmaður rikisstjórnar- innar á þingi og eftir nýlegar kosningar i Danmörku átti hann sinn þátt i samningaviðræðum þeim sem aðlyktum leiddu til að Anker myndaði ennþá eina af ótal minnihlutastjórnum sósialdemó- krata sem við völd hafa verið i Danmörku undanfarin ár. Eftir að stjórnin tók viö völdum er Mogens Camre eftir sem áður málsvari hennar á þingi. Hann er þekktur i Danmörku fyrir einaröar skoðanir sinar og er fylginn sér, óhræddur við að tala máli sinu þótt skoðanir hans séu af mörgum taldar óumdeilan- legar. Fyrirlestur hans iNorræna húsinu verður á morgun, sunnu- dag, og hefst klukkan tvö. Hann hyggst ræða um þróunina i dönsk- um stjómmálum undanfarið og mun að honum loknum svara fyrirspurnum áheyrenda. Sérstakt ianúartilboð í janúarmánuöi tökum við notuð sófasett að hluta upp í ný. Athugið okkar sérstaka tilboð. Einnig erum við með svefnbekki og hvíldarstóla á sérstaklega hagkvæmu verði. Sedrus húsgögn Súðarvogi 32 - símar 84047 og 30585 „Vinningurinn var einsog sending af himnum ofan Kom okkur yfir erfiðasta hjallann í húsbyggingunni ” Vinningshafi íHHÍ r •••••••• ■■•••■■■ • ••• • •■• • ••• • ••• • ••• ■■•■■•■• ■■*■■■•■ •••• • ••• • •••• • ••• L ■■■■ ■■■■■ ""Lí HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS hefur vinninginn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.