Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 17
Sunnudagur 10. janúar 1982 bókamarkaði (TeaasacmemorainB ■ MewranFtevctutDO REMINISCENCES OFTHE MEXICAN REVOLOTION Patrick O’Hea: Reminiscences of the Mexican Revolution. Sphere Books 1981 ■ Patrick O’Hea þessi reið ekki beinlinis með Pancho Villa. En á tima mexikönsku byltunnar, þegarVilla reið um hrjóstrugar sveitir og reyndi með fulltingi alþýðu að steypa blóði drifnum harðstjóranum Porfiro Diaz, var O’Hea ungur maður, blendingur af Eng- lending og Mexikana, réði fyrir stóru búi i Mexikó, og lenti óforvarendis á milli tveggja litt siðaðra herja. Hann hafði margvisleg af- skipti af byltingarmönnum, stóð i samningum við þá um að fá erlenda fanga látna lausa og reyndi að miðla mál- um til góðs á ýmsa vegu, enda geisaði striðið bókstaflega á hlaðinu hjá honum. Þessir at- burðir gerðust árið 1910 eða um það bil.en bókinsú arna er ekki skráð fyrr en 1959-1965 og birtist þá i hlutum i ensku- mæltu timariti i' Mexikó. Þá var O’Hea þessiorðinn mikils- virtur kaupsýslumaður i Mexikóborg. Um margt for- vitnileg bók. Somérset Maugham <»Y PARTHf. M<»>r OKTAU.ED. HALANOBO ANUT0U3UNT PORi/tAIT AV AlLAHUT TIMK Ted Morgan: Somerset Maugham. Granada 1981 ■ Þetta er ein af þessum óra- löngu ævisögum þar sem ó- mældu plássi er varið i að út- kljá gömul deilu-og hneykslis- mál: i þessu tilfellihvort Som- erset Maugham var kynvilltur eður ei, og annan stórskandai sem spannst útaf þvi að eliiær vildi Maugham arfleiöa ungan karlkynsritara sinn að drjúg- um hluta af auðæfum sinum. Allt svona er auðvitaö óttalega marklaust, en hefur þó ein- hverja unfirförula tilhöfðun. BókMorgans þessa er óhem ju itarleg, eftir á er maður margs fróðari um langan og litrikan æviferil Maughams, og þó ekki siðurum samtima- menn hans, þvi Maugham virðist hafa þekkt bókstaflega alla. Maugham kunni að segja góða sögu, var sögumaður fyrst og fremst, um gildi hans sem rithöfundar er a.m.k. hægt að deila svona eftir á. Eru menn dcki næstum hættir að lesa bækur hans, eins og hann var vinsæll hér áður fyrr er ekki að mestu hætt að prenta upp bækurnar hans? Hvað ævisögunum viðvikur, þá kýs ég miklu frekar að lesa ævi hans i skáldaðri og upp- loginni mynd Anthony Burg- ess i Earthly Powers.... Vladimir Voinocich: The Life and Extraordinary Adventures of Private Ivan Chonkin. Penguin 1981 ■ Einverju sinni var þessi höfundur, Vladimir Voino- vich, fyrirmynd annarra rit- höfunda i Sovétrikjunum, ber- andihag vinnandi alþýöu fýrir brjóstiaðhag stjórnvalda þar eystra. En 1966 sneri hann við blaðinu og hefur siðan verið ötull baráttumaður meiri mannréttinda i austurvegi — 1974 var honum vikið Ur rithöf- undasambandinu fyrir stuðn- ing við málstað Solzhenitsyns. Þá hafði verið lagt bann viö útgáfu þessarar bókar i Sovét, um ævintýri hermannsins rétta og slétta, Ivans Chonk- ins, nokkru siðar var henni smyglaö vesturyfir þar sem hún var gefin Ut og þýdd. Chonkinerá sinn hátttvibura- bróöir góða dátans Svejks, sannkallaður bakkabróöir i hernum, hann er i ónáð hjá yfirboðurum sinum fyrir ým- isleg glappaskot og er fólgið að standa vörð um flugvélar- hræ langt inni i landi. Hjá þessari flugvél verður hann siöan strandaglópur þegar heimsstyrjöldin siðari hefst. En ekkert getur slitið hann frá flugvélinni (og hinni þrifalegu póstkonu), ekki Rauðí þer- inn, ekki Hitler né Stah'n. Meinhæðin og kjarnmikil bók. Desmond Morris o.fl.: Gestures. Triad/Grandada 1981 ■ Bókin um handapatið. Þetta erbókin um handapatið. Um það tungumál sem handa- patið er Utaf fyrir sig og i tengslum við hið talaöa orð. Bókin er eftir Desmond Morr- is og fleiri. En Morris þessi skrifaöi meðal annars Nakta apan sem Ut kom á islensku fyrir m argt löngu. Hópur und- ir stjórn Morrisar hefur unniö við að skrásetja og kortleggja handahreyfingar og bending- ar um Evrópu þvera og endi- langa, ráöa merkingu þeirra og hversu breytileg hún er eft- ir stööum. Við getum kallað fagið handapatslandafræði. I bókinni er einkum fjallaö um tuttugu bendingar sem flestir ættu að kannast viö, margar móögandi og tviræöar merk- ingar. Otkoman er óneitan- lega hnýsileg, þótt rft finnist manni nákvæmnin yfirdrifin. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. W«öcwm KEDJUH VERKUN Hvaða vörubílstjóri kannast ekki við basliö meö keöjurnar, þegar skyndilega fer að snjóa og hálka myndast á vegum? Veöriö lætur nefnilega ekki að sér hæöa. Hann getur hvenær sem er skollið á meö hríöarbyl eöa ísingu og þaö getur einnig hvenær sem er stytt upp. — Þá koma ONSPOT- kedjurnar sér vel. Þú ýtir á hnapp í mælaborðinu ef hálka er á veginum — ONSPOT-keðjurnar leggjast undir hjólin á ferö, og þú þarft ekki aö hafa frekari áhyggjur. Og á auöum vegi getur þú jafn auðveldlega tekiö ONSPOT-keöjurnar undan: meö því aö ýta á hnapp í mælaborðinu. Rannsóknir sýna, aö ONSPOT-keðjurnar gera ekki minna gagn en aðrar keöjur. ONSPOT-keöjurnar veita bæöi þér og öörum aukið öryggi í umferöinni. ONSPOT-keöjurnar eru hentugasta lausnin og sú hagkvæmasta — spara bæði tíma og fyrirhöfn. Aflaðu þér upplýsinga um ONSPOT-keðjurnar. Þaö getur komiö sér vel — síðar. Kækjasalan hf .....tæki í takt við tímann. Pósthólf 21 202 Kópavogi 3*91-78210 VIÐ BRÝR OG BLINDHÆÐIR . . ÞARF ALLTAF AÐ DRAGA ÚR FERÐ Ef allir tileinka \ betur fara. \ Byggingar- samvinnufélag Kópavogs óskar eftir umsóknum félagsmanna i ibúðir við Álfatún i Kópavogi sem áætlað er að afhenda i lok árs 1984. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsing- ar fást á skrifstofu félagsins. Umsóknar- frestur er til 22. janúar 1982. Aliár eidri umsóknir verður að endurnýja. Byggingasamvinnufélag Kópavogs Nýbýiavegi 6. Opið kl. 9 - 16.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.