Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 12. janúar 1982 Námsflokkar Kópavogs Kennslugreinar á vorönn: Skrúðgarð- yrkja, glermálun, trésmiði, leirmótun, myndlist, hnýtingar, barnafata- og kjóla- saumur, ljósmyndavinna, vélritun, skrautskrift, bótasaumur, myndvefnaður, enska, ensk verslunarbréf, danska, norska, sænska, franska, þýska, spænska og táknmál. Innritun alla daga i sima 44391, kl. 16-19 til 16. janúar. Forstöðumaður '■ . .y V-.-^ ' ; V ^ Hjúkrunarfræðingar riiA^ athugið — námskeið Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga verður haldið á Kleppsspitala þann 1. mars nk. og stendur það I 4 vikur. Aðalnámskeiðið verður geðhjúkrun, geð- sjúkdómafræði og sálarfræði. Námskeiðið hentar vel þeim, sem ekki hafa starfað, svo nokkru nemi, við geð- hjúkrun áður, en hefðu áhuga á að starfa á þessu sviði. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitalans i sima 38160. Reykjavik, 11. janúar, 1982 RÍKISSPÍTALARNIR Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðar- menn félagsins fyrir árið 1982 liggja frammi i skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 14. janúar. Öðrum tillögum ber að skila i skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 15. janúar 1982. Kjörstjórn Dagsbrúnar Í5! W Hús til sölu Reykjavikurborg auglýsir til sölu hús- eignina að Bröttugötu 6, hér i borg. Húsið er timburhús að hlöðnum sökkli, byggt 1907. Grunnflötur húss brúttó 113 ferm Grunnflötur alls brúttó 305ferm Rúmmál als brúttó 920 rúmm Gólfflötur alls nettó 202ferm Húsinu fylgja leigulóðarréttindi. Útboðsgögn fást hjá undirrituðum dagana 12.-15. janúar og skal miða tilboð við skil- mála þeirra. Húsið verður til sýnis dagana 13.-17. janú- ar kl. 10-17. Tilboðum skal skila til undirritaðs og verða þau opnuð i skrifstofu minni, Austurstræti 16, fimmtudaginn 21. janúar n.k. kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum. Borgarritarinn i Reykjavik 7. janúar 1982 fréttir Verdlagsstofnun kærir Glöggmynd til Rann- sóknarlögreglunnar fyrir: VIÐSKIPTI Á FÖLSKUM FORSENDUM ■ Verðlagsstofnun hefur ákveðið að kæra fyrirtækið Glöggmynd til Rannsóknarlögreglunnar fyrir „litfUmu í jólagjöf” sem Glögg- mynd auglýsti fyrir jólin. Telur Verðlagsstofnunin þarna ekki um „gjöf” að ræða, þar sem við- skiptavinum var boðin filma, framköllun og kópiering saman, og ,,hafi með þessu reynt að ná til sín viðskiptum á fólskum for- sendum”. Verölagsstofnunin hefur á hinn bóginn visað frá kæru sem stofn- uninni barst á hendur Hans Pet- ersen h.f., vegna auglýsingar frá fyrirtækinu um ,, afslátt” einnar myndar af sérhverri Kodak-color filmu sem framkölluð er og kópi- eruð hjá Hans Petersen h.f. Að at- huguðu máli sér Verðlagsstofnun ekki ástæðu til afskipta af ofan- greindu tilboði H.P: — HEI ■ Auglýsingin frá Glöggmynd þar sem talað er um ,.jólagjöf ” til viftskiptavina. Verðlagsstofnun hcfur nú kært fyrirtækift fyrir at- hæfift. Borgarstjórn skorar á Alþingi að heimila Rafmagnsveitu Reykjavíkur ad taka lán: Fyrirtækið mun að öðrum kosti komast í alvarleg f járþrot ■ t frumvarpi þvi að lánsf járlög- um sem nú liggur fyrir Alþingi, er ekki gert ráð fyrir þvi að Raf- magnsveitu Reykjavikur verði heimilað að taka lán á næsta ári, til að standa undir framkvæmd- um sinum. „Mikil þörf er á þvi að Raf- magnsveitan fái heimild til lán- töku, þar sem litlar likur eru á þvi að fjárþörf RR fáist leyst með þvi að hækka gjaldskrá. Borgar- stjórn skorar þvi á Alþingi og rik- isstjórn, að RR verði heimilað umbeðin lántaka. Að öðrum kosti mun RR komast i alvarleg fjár- þrot, sem m.a. gæti haft það i för með sér að ekki verði unnt að leggja rafmagn i ný byggða- hverfi”, segir i ályktun sem borg- arstjórn samþykkti samhljóða með öllum greiddum atkvæðum á siðasta fundi sinum. — Kás ■ Verkfall sjómanna og verkbann og uppsagnir fisk- vinnslufólks, sem fylgdu i kjölfarift, koma harftast nift- ur á fólki í sjávarplássunum. Þessi mynd var tekin vift skráningu atvinnulausra i Vestmannaeyjum. Mynd: GS/Vestm.eyjum Tveir lét- ust í um- ferðarslysi L. Tveir menn létust i umferðar- slysi á Keflavikurveginum að- faranótt sunnudagsins. Þeir voru farþegar i bifreið sem valt út af veginum á stað sem heitir Strandarheiði en talið er að öku- maður bifreiðarinnar/ sem er varnarliðsmaður, hafi verið ölv- aður. Liggur ökumaðurinn nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Borgarsjúkrahússins. Mjög mikil hálka var er slysið átti sér stað og er það talin orsök þess að ökumaður bifreiðarinnar missti vald á henni með fyrr- greindum afleiðingum. Þeir sem létust voru hálfbræð- ur, Hjálmar Hjalmarsson fæddur 1962 til heimilis að Kirkjuvegi 34 Keflavik og Jón Óli Jónsson fædd- ur 1957 til heimilis að Kirkjuvegi 28 Keflavik. —FRI íbúð eyðilagðist í eldsvoða á Akureyri: „Eldsupptök senni- 99 ■ Slökkvilið Akureyrar var kall- að út að Furugrund 10 kl.19.40 i fyrrakvöld en þá var eldur laus i ibúð á jarðhæð þar í litlu raðhúsi. Mikið eldhaf mætti slökkviliðs- mönnum erþeir mættu á staðinn en slökkvistarf gekk vel og tókst að slökkva eldinn á skömmum tima. „Við teljum sennilegast að eldsupptök hafi verið út frá siga- rettuglóð i sófa en tveir menn voru i ibúðinni er eldur varð laus og sluppu þeir báðir ómeiddir”, sagði Ófeigur Baldursson rann- sóknarlögreglumaður á Akureyri i samtali við Timann. „Ibúðinskemmdist mjög mikið af eldi og reyk auk þess sem ein- hverjar skemmdir urðu á ibúð- inni sem liggur fyrir ofan.” — FRI Auglýsið i Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.