Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 22
22 Þri&judagur 12. janúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið I hafragraut allt sitt lif Regnboginn Porridge/Eilifðarfanginn Leikstjóri Dick Clement Aðalhlutverk Ronnie Baker, Richard Beckinsale, Fulton Mac Cay og Peter Vaughan. ■ Breskur hiímor hefur ætið notið nokkurra vinsælda hérna enda getur hann kitlaö veru- lega hláturtaugar hvers og eins ef vel tekst til. Ekki er hægt að segja að myndin Porridge takist vel til á heild- ina litið, en hinsvegar eru nokkur bráðskemm tileg augnablik i þeirri mynd, þó ekki séu þau nógu mörg til að lyfta henni upp úr meðal- mennskunni. Fletcher er eilifðarfangi i Slade-fangelsinu og er fang- elsið hans heimili eða eins og yfirfangavörðurinn segir: „Slade-fangelsið vantaði mikið ef Fletcher vantaði, hann hefur verið i hafragraut allt sitt li'f....” hvað sem það nú þýðir, en Fletcher sjálfur hefur nokkuð greinargóða skýringu á veru sinni i fang- elsinu þ.e. hann náðist. Fletcher og félagi hans lenda i þvi að flýja fangelsið óviljugir. NU eru góð ráð dýr en á endanum ákveður Fletcher að takast á við erfið- asta verkefni lifs sins, þe að brjótast inn i fangeslsið aftur. Það sem heldur þessari mynd öðru fremur upp er val á leikurum i öll helstu hlut- verkin,ef undan er skilið aðal- hlutverkið. Ronnie Baker hefur getið sér gott orð sem gamanleikari fyrir breska sjónvarpið og ætti hann að halda sig við þann miðil þvi hann er langt frá sinu besta sem Fletcher iþessari mynd. Hinsvegar eru þeir MacKay og Vaughan góðir sem annars- vegar yfirfangavörðurinn og hinsvegar stórbófinn sem stjómar öllu innan fangelsis- múranna. Segja má að myndin sé dæmigerð fyrir þá stöðu sem breskur kvikmyndaiðnaður hefur verið i' á siðustu árum. Framleiðsla fremur lélegra gamanmynda hefur einkennt þetta timabil, gamanmynda með ofurlitlu klámivafi en sem betur fer er klámið skilið eftir heima i þessari mynd. —FRI Friðrik Indr iða- son skrifar. ■ Þrir af félögum Fletcher undirbúa framreiöslu á hafra- grautnum. Ronnie Baker i hlutverki sinu. ★ Eilífðarfanginn ■ ★ Hvell-Geiri Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II. ★ Jón Oddur og Jón Bjarni -¥■ -¥■ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ útlaginn ★ ★ ★ Blóðhefnd Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær • ★ ★ * mjög göö • * ★ góö • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.