Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 12. janúar 1982 ■ Gerður Steinþórsdóttir. Fædd 17. aprfl 1944. Foreldrar Auður Jónasdóttir, kennari og Steinþór Sigurðsson, náttúrufræðingur. Gift Gunnari Stefánssyni, bók- menntafræðingi, og eiga þau tvö börn. Lauk B.A. prófi frá Háskóla Is- lands 1970, og cand. mag. prófi i islensku 1978. Stundaði ennfrem- ur háskólanám i Skotlandi og Svi- þjóð. Kennslustörf við framhalds- deildir gagnf ræðaskólanna við Lindargötu 1970-75 og Flensborg- arskóla í Hafnarfirði frá 1977. Varaborgarfulltrúi framsiScn- arflokksins frá 1970. A nú sæti i félagsmálaráði (formaður), stjórnarnefnd dagvistar og stjórn Borgarbókasafns. Margvfsleg fé- lagsmálastörf innan Framsókn- arflokksins frá 1970, t.d. i stjóm SUF, miðstjórnog framkvæmda- stjórn flokksins, stjórn kvenfé- lagsins og Landssamtaka fram- sóknarkvenna (formaður). A sæti i stjóm Samvinnuskól- ans, Kvenréttindafélags Islands og i framkvæmdastjórn Kvenna- fris 1975. ■ Sveinn Grétar Jónsson. Fædd- ur 16. mai 1946. Foreldrar Mar- grét Sveinsdóttir og Jón Aðal- steinn Jónasson. Giftur Hönnu Kristinu Guðmundsdóttur, hár- greiðslumeistara og eiga þau tvö börn. Sveinn hefur starfað við versl- unina Sportval frá árinu 1967. Hann hóf afskipti sín af Fram- sóknarflokknum árið 1962, þá 16 ára gamall er hann gegndi for- mennsku i unglinganefnd FUF. Arið 1972 tók hann sæti i stjórn FUF og sat i henni til ársins 1978, þar af sem f ormaður f 5 ár, gjald- keri SUF i 4 ár á árabilinu 1975-- 1979, hefur áttsæti i Fulltniaráði Framsóknarfélaganna i Reykja- vik siðastliðin 16 ár og á nú sæti i stjórn Hverfasamtaka framsókn- armanna i Breiðholti. Sveinn Grétar hefur tekið mik- inn þátt i hinum svokölluðu frjálsu félagasamtökum t.d. Knattspyrnufélaginu Vfking og Skátafélaginu Dalbúar og gegnt þar ýmsum stjórnar- og trúnað- arstörfum, þá hefur hann auk þess starfað ötullega innan JC- hreyfingarinnar. ■ Gunnar Baldvinsson. Fæddur 25. april 1961. Foreldrar Sigur- veig Haraldsdóttir og Baldvin Einarsson. Stundar nám i viðskiptafræði- deild Háskóla íslands. Hann hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri hjá Ung- menna-og iþróttasambandi Aust- urlands og verið formaður nem- endafélags Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Gunnar hefur unnið viða að félagsmálum og er kenn- ari við félagsmálaskóla UMFl. Undanfarið hefur hann verið virkur I starfi innan Félags ungra framsóknarmanna i Reykjavik, og hefur setið þar i stjóm. ■ Valdimar Kr. Jónsson. Fædd- ur 20. ágúst 1934. Foreldrar Jón Kristjánsson og Þorbjörg Valdi- marsdóttir. Giftur Guðrúnu Sig- mundsdóttur og eiga þau fjögur börn. Lauk fyrri hluta prófi i verk- fræði frá Háskóla Islands 1957. Próf i vélaverkfræði frá Tæknihá- skóla Danmerkur 1960. Doktors- próf i vélaverkfræði frá Háskóla Minnesótarikis i Bandarikjunum 1965. Kennari við Imperial Coll- ege, Lundúnarháskóla Englandi frá 1965-1969 og prófessor við rik- isháskóla Pennsylvaniu, Banda- rikjunum frá 1969-1972. Prófessor við Háskóla Islands frá 1972. Skorarformaður verkfræðiskorar 1975-1976. Rannsóknarstörf við Háskóla Kaliforniu i Berkley hálft ár 1978 og við Háskólann i Karlsruhe i Þýskalandi haustið 1981. Skólanefndarformaður Vél- skóla tslands frá 1975 til 1979. I nefnd sem f jallaði um hugsanlega sameiningu tækni og verkfræði- náms 1974-1977 1 orkumálanefnd Rannsóknarráðs rikisins 1977- 1980 og um sama tima i orku- málanefnd Framsóknarflokksins. Haf ði umsjón með hraunkælingu i Vestmannaeyjum 1973. 1 svart- oliunefnd 1974-1977. Varaborgar- fulltrúi Framsóknarflokksins frá 1978. Formaður stjórnar veitu- stofnana frá sama ti'ma. 1 stjóm Framsóknarfélags Reykjavikur frá 1980. Formaður Bandalags háskólamanna frá 1978. ■ Jónas Guðmundsson. Fæddur 15. október 1930. Foreldrar Guð- mundur Pétursson og Ingibjörg Jónasdóttir. Giftur Jóninu H. Jónsdóttur leikkonu og eiga þau fjögur börn. Hann stundaði sjósókn frá æskudögum og lauk farmanna- prófi viö Stýrimannaskólann I Reykjavik árið 1952. Skipstjóra- prófi á varöskip rikisins 1958 og Sjóliðsforingjaprófi US Coast Guard Traning Center, i York- town I Virgina 1961. Hóf snemma störf hjá Landhelgisgæslunni. Stýrimaður þar og flugleiðsögu- maður til 1963. Kennari við Vél- skólann 1%1-1962. Stundaði myndlistarnám i æsku einn vetur i Handiða- og mynd- listarskólanum. Rithöfundur og listmálari i Reykjavik frá 1963. 1 siglingum með Dönum 1968- 1971.1 stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands Islands 1959- 1961. Sæti i Sjó- og verslunardómi Reykjavikur 1962-64. Ritstjóri viö Sjómannablaðið Vikings i nokkur ár og nú um nokkurra ára skeið ritstjóri Sjómannadagsblaðsins. Blaðamaður og listgagnrýn- andi við Ttmann siðan 1962. Formaður Félags isl. rithöf- unda 1974-1975. I stjóm Rithöf- undasambands íslands 1972-1974 og nú endurskoðandi sambands- ins. I Hafnarstjórn Reykjavi'kur- hafnar siðan 1978. í borgarmála- ráði Framsóknarflokksins frá sama tima. Hefur samið og gefið út fjölda bóka og skrifað nokkur leikrit og útvarpsefni. Hefur haldiö fjöl- margar málverkasjmingar, bæði hérlendis og erlendis. Hefur starfaö i Framsóknar- flokknum i 30 ár. ■ Þorlákur Einarsson. Fæddur 8. mars 1960. Foreldrar Einar Gunnarsson og Elin S. Sörladótt- ir. Giftur Guðbjörgu Antonsdótt- ur, og dga þau eitt barn. Þorlákur starfar sem matvöru- kaupmaður. Hann hefur starfaö um árabil i Félagi ungra fram- sóknarmanna og situr nú i stjórn þess sem ritari. Einnig starfar hann sem varaformaður Bygg- ingasamvinnufélags Reykjavik- ur. ■ Jósteinn Kristjánsson. Fædd- ur 21. mars 1950. Foreldrar Krist- ján G. Jósteinsson og Aðalheiður S. Guömundsdóttir. Giftur Gyðu Brynjólfsdóttur, og eiga þau fimm börn. Jósteinn er sjúkraliði að mennt, en er nú framkvæmdastjóri Bila- leigunnar Vik. Hann sá um fé- lagsmál sjúklinga Kleppsspital- ans frá 1972-1981. Formaöur starfsmannafélags rikisspital- anna. Formaður Félags ungra framsóknarmanna i Reykjavik. Á sæti i stjórn fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna i Reykjavfk. Leikmaður ogþjálfari i handbolta og knattspyrnu. ■ Kristján Benediktsson. Fædd- ur 21. janúar 1923. Foreldrar Benedikt Kristjánsson og ólöf ól- afsdóttir. Giftur Svanlaugu Erm- enreksdóttur, og eiga þau f jögur börn. Kristján fæddist i Dalasýslu og ólst þar upp. Lauk iþróttakenn- araprófi, og stundaði iþrótta- kennslu um tveggja ára skeið. Fór siðan i Kennaraskóla tslands og lauk þaðan almennu kennara- prófi. Gerðist kennari við gagn- fræðaskóla i Reykjavik, sam- fleytt í 14 ár. Framkvæmdastjóri Timans i átta ár. Siðan hefur hann verið i' hlutastarfi hjá þing- flokki Framsóknarflokksins á- samt borgarmálunum. Kristján var fyrst kosinn i borgarstjórn árið 1962. Hann hef- ur átt þar sæti siöan, og i borgar- ráði frá árinu 1964. Auk þessa hef- ur hann tvi'vegis verið formaöur Menntamálaráðs tslands. Nú er hann formaöur Fræðsluráðs Reykjavikur og Framkvæmda- ráðs. PRÓFKJÖRS- UST1FRAM- SÖKNARMANNA i REYKIAVfK •Prófkjörið fer fram dagana 23. og 24. janúar •Sex konur og nfu karlmenn gefa kost á sér , •Prófkjörið er mnaandi tai frambjóðandi 50% atkvæða og gildir það um 6 efstu sætin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.