Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 10
minning Haraldur Pétursson safnahúsvördur fæddur 15. ágúst 1895 — dáinn 1. janúar 1982. ■ A nýjársnótt s.l. andaðist á sjúkradeild DAS Haraldur Pétursson, fyrrverandi hús- vörður Safnahússins i Reykjavik, á áttugasta og sjöunda áldurs ári. Haraldur var Amesingur fæddur að Arnarstöðum i Hraungerðis- hreppi. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og Olöf Jónsdóttir. Atvikin höguðu þvf svo til, að við Haraldur urðum samstarfs- menn um nokkurt áraskeið á li'fs- leiöinni, þess vegna sendi ég þessi kveðjuorð, er leiðir skilja. Hér verðurekki um æviágrip aö ræða eða minningagrein með venju- legum hætti. Kynni okkar náðu aðeins til eins starfsþáttar i lifinu, og viðþað eru þessi fáu kveðjuorð miðuð. Arið 1964 vorum viö Haraldur Pétursson ásamt Sigurði Öla Olafssyni, þáverandi alþingis- manni, kosnir yfirskoðunarmenn rikisreikninganna og störfuðum saman að þeim verkum til vors 1971, er ég lét af endurskoðuninni. Aður haföi Sigurður Óli hætt starfi árið 1968, en i sæti hans var kosinn Pétur Sigurðsson, al- þingismaður. I þessu starfi kynntist ég Haraldi Péturssyni vel mér til gagns og gleði. Haraldur sótti starf sitt af kappi og nákvæmni. Hann lét aldrei á sér standa eða i neinu sinn hlut eftir liggja, er verkið varðaði. Þá lagði hann ekki siður kapp á það að leysa verkið vel og samviskusamlega af hendi. Hann var glöggur á tölur og meöferö þeirra, átti þvi auðvelt með að leysa verkið fljótt og vel af hendi. Hann leit réttilega á rikisreikn- inginn og þá reikninga sem tengdir voru honum, sem veiga- mestu reikninga þjóðarinnar og við það miðaöi hann starf sitt. Haraldur hafði þau drengilegu og ánægjulegu vinnubrögð í þessu starfi, að gæta jafns réttlætis er varðaöi rikið og einstaklinga. Rétt beggja aðilja bar aö meta að jöfnu og á hvorugan aö halla, svo var að unnið á þeim árum, sem ég vann með áðurgreindum mönnum að þessum störfum. Það var mér sönn ánægja aö kynnast og starfa með Haraldi Péturssyni. Auk þess sem maður- inn var þeim kostum búinn, sem ég hefi hér gert grein fyrir, var hann fróður og skemmtilegur, léttur i lund og hlýr i allri fram- komu. Það gat þvi ekki á annan veg farið en að milli okkar rikti hlýja og vinsemd. Ég vil nú er leiðir skilja votta þessum sæmdarmanni viröingu mina og þakklæti fyrir þau kynni er ég haföi af honum á lifsleiðinni. Konu hans frú Margréti - Þormóðsdóttur og afkomendum þeirra færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Halldór E. Sigurðsson ■ Aslaug Brynjólfsdóttir. Fædd 13. nóvember 1932. Foreldrar Guðrún Rósinkarsdóttir og Brynjólfur Sigtryggsson, böndi i Krossanesi. A hún fjögur börn. Lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1952. Við nám i tungumálum i Þýskalandi, og dvaldist auk þess nokkur ár i Bandarikjunum Norður-Ameriku og Mið-Ameriku. Kennarapróf frá Kennaraskóla Islands 1971. Yfirkennari við Fossvogsskóla frá 1973. Var i stjórn rikisútgáfu námsbóka og i stjórn fræðslu- myndasafns rikisins. Er i stjórn félags skólastjóra og yfirkenn- ara. Varamaður fyrir Framsókn- arflokkinn i stjórn borgarbóka- safnsins. Fulltrúi Framsóknar- flokksins i Menntamálaráöi og menningarsjóði. 1 stjórn kvenfé- lags Framsóknarflokksins i Reykjavik. ■ Kjörnefnd vcgna próf- kjörs framsóknarmanna i Reykjavik fyrir borgar- stjórnarkosningarnar sem fram fara 23. mai nk. hefur stillt upp prófkjörs- lista. Prófkjörið fer fram dagana 23. og 24. janúar. Fimmtán einstaklingar hafa gefið kost á sér i prófkjörið. Það cru As- laug Bry njólfsdóttir, Auður Þórhalisdóttir, Björk Jónsdóttlr, Elisa- het Hauksdóttir, Gerður Stcinþórsdóttir. Gunnar Baldvinsson, Jónas Guð- mundsson, Jóstcinn Kristjánsson, Kristján Bcncdiktsson, Páli R. Magnússon, Pétur Sturlu- son, Sigrún Magnúsdótt- ir, Sveinn G. Jóasson, Valdimar Kr. Jónsson og Þorlákur Einarsson. Þátttökurétt i prófkjör- inu eiga allir félagar i framsóknarfélögum I Revkjavík sem búsettir eru iRcykjavikog orðnir cru lfi ára. Ennfrcmur ciga þcir Rcykvikingar kosningarétt, er lagthafa fram inntökubeiðni i frainsóknarfélagi áður cn kjörfundi lýkur. Fyrirkomulag próf- kjörsins vcrður mcð þeim hætti að hvcr þátttakandi skal sctja nilmer i hlaup- andi töluröð við nöfn þeirra sex cinstaklinga er hann vill^ að skipi sex cfstu sætin á listanum. Frambjóöandi scm fær númerið 1 fær þar með eitt atkvæði i fyrsta sæti, cn sá scm fær númerið 2 fær þar með eitt atkvæði i annaö sæti o.s.frv. t ann- að sætið gildir samanlögö tala atkvæða i fyrsta og annað sætið o.s.frv. Niðurstaða prófkjörs- ias er bindandi fái fram- bjóðandi 50% atkvæöa cða meira í viðkomandi sæti. Gildir þctta fyrir- v komulag um sex efstu sætin. Fimm manna kjör- nefnd undir forsæti Gests Jónssonar. lögfræöings, hefur unisjón með fram- kvæmd prófkjtirsins. — Kás ■ Auður Þórhallsdóttir. Fædd 28. mai 1958. Foreldrar Sigrún Sturludóttir, skrifstofumaður og Þórhallur Halldórsson, verk- stjóri. Útskrifaðist stúdent úr Fjöl- brautaskólanum i Breiðholti 1978. Er nú við nám i Kennarahá- skóla Islands. Með námi hefur hún unnið ýmsa almenna vinnu. Auður tók mikinn þátt i félags- starfi I Fjölbrautaskólanum i Breiðholti og hefur starfað með Félagi ungra framsóknarmanna i Reykjavik. Auöur er formaöur Súgfirðingafélagsins I Reykjavik. ■ Páll R. Magnússon. Fæddur 7. janúar 1939. Foreldrar Anna Sig- urpálsdóttir og Magnús Þórarins- son. Giftur Kristinu M. Hafsteins- dóttur og eiga þau þrjú börn. Eftir nám i gagnfræðaskóla lærði hann húsasmiði og lauk sveinsprófi 1963 og prófi frá Meistaraskólanum i Reykjavik 1965. Snemma hófust afskipti Páls af félagsmálum. Hann var kosinn i stjórn Trésmíðafélags Reykja- vikur 1964 og átti þar sæti til 1971. A árinu 1968 var hann kjörinn fyrsti varamaður i miðstjórn A. S.I. í árslok 1969 hóf hann störf hjá Sjónvarpinu sem yfirsmiður og siðar settur deildarstjóri i leik- myndadeild. Hann tók virkan þátt i félagsmálum sjónvarpsstarfs- manna og var i stjórn og samn- inganefnd Starfsmannafélags Sjónvarps i mörg ár, þar af i tvö ár sem formaður. Páll var kjörinn i varastjórn B. S.R.B. á árinu 1973 og átti þar sæti þar til hann lét af störfum sem opinber starfsmaöur. 1 stjórn Byggingasamvinnufé- lags Reykjavikur hefur hann set- ið siðustu fjögur árin, svo og á hann sæti i Bygginganefnd Selja- sóknar. Hann hóf störf hjá Lifeyrissjóði byggingamanna I júli 1978 og starfar þar enn. Páll fékk ungur áhuga á stjórn- málum og gekk hann i Framsókn- arflokkinn. Þar hafa honum verið falin fjölmörg störf á vegum flokksins og má þar nefna stjóm- arstörf i F.U.F. og S.U.F. Páll hefur átt sæti i stjóm Verkamannabústaða i' Reykjavik frá 1970 og er nú varaformaður þeirrar stjórnar. í Borgarráði Framsóknar- flokksins hefur hann setið frá 1974 og enn fremur i stjórn Atvinnu- málanefndar frá sama ári. ■ Björk Jónsdóttir. Fædd 30. september 1945. Foreldrar eru Astriður Jónsdóttir og Jón Dani- elsson, fyrrverandi skipstjöri. Gift Leifi Karlssyni, starfsmanni varnarliðsins, og eiga þau fimm börn. Hún er gagnfræöingur úr verk- námsdeild Lindargötuskóla. Hef- ur hún starfað mikið að æskulýðs- málum I Breiðholti og er m.a. einn af stcrfnendum Skátafélags- ins i Breiðholti og hefur verið stjórnandi þess frá upphafi. Björk hefur einnig starfað að verka- lýðsmálum, og er i trúnaðar- mannaráfá Verkakvennafélags- ins Framsóknar. Hún situr I stjórn Framfarafélagsins í Breið- holti, og er meölimur í alþjóða- hreyfingu ungs fólks J.C. Björk hefur átt sæti i stjórn Fé- lags ungra framsóknarmanna i Reykjavik,og einnig setiði'stjóm fulltrúaráösins svo og miðstjóm flokksins. ■ Pétur Rúnar Sturluson. Fædd- ur 25. april 1947. Foreldrar Stein- unn G. Hermannsdóttir og Sturla Pétursson. Giftur Guðrúnu Þor- geirsdóttur og eiga þau þrjá syni. Lauk sveinsprófi i framreiðslu 1966 á Hótel Sögu úr Hótel- og veitingaskóla Islands. Hefur starfað við framreiðslustörf sið- an, sem veitingastjóri, yfirþjónn, barþjónn og hótelstjóri. Hann er nú verslunarmaður. Hefur setið i stjórn Handknatt- leiksdeildar Vikings, stjórn Varð- bergs, stjórn FUF, i stjórn Full- trúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik og i Framsóknarfélagi Reykjavikur. Veriö i ýmsum nefndum fyrir Framsóknarfélögin I Reykjavik s.s. kosninganefnd og uppstilling- arnef nd. Tvö ár i ferðanefnd sum- arferða Framsóknarfélaganna i Reykjavik. Var einn af stofnend- um hverfasamtaka Framsóknar- manna i Breiðholti 1974. Hefur átt sæti i ferðanefnd og skólanefnd Asu Jónsdóttur fyrir Reykjavikurborg. Hefur unnið ýmiss félagsstörf fyrir stéttarfé- lagsitt.Hefur verið virkurfélagi i Lionshreyfingunni siðan árið 1970 og er nú i Lionsklúbbnum Nirði. Einnig félagi i JC Borg. ■ Elisabet Hauksdóttir. Fædd 12. mars 1939. Foreldrar Edith Clausen og Haukur Lárusson. Gift Amór Valgeirssyni og eiga þau eitt barn. Gagnfræðapróf 1955 frá Gagn- fræöaskóla Austurbæjar. Starfar sem ritari hjá Iðnfræðsluráði. Ritari Félags ungra framsóknar- manna árin 1956-1958. Hefur setið i fuiltrúaráði framsóknarfélag- anna i Reykjavik um árabil. ■ Sigrún Magnúsdóttir. Fædd 15. júni 1944. Foreldrar Sólveig Vil- hjálmsdóttir og Magnús Schev- ing. Gift Kára Einarssyni, yfir- verkfræðingi, og eiga þau tvær dætur. Útskrifaðist úr Kvennaskólan- um iReykjavik vorið 1961. A ár- unum 1962-1967 býr hún í Þýska- landi og vinnur þar i Deutshe Bank. Hún hóf fyrst afskipti af stjóm- málum vorið 1970 er hún var kos- in i hreppsnefnd á Bildudal. Arin 1978 og 1979 tók hún þátt i kosningum til Alþingis fyrir Framsóknarflokkinni Reykjavik. Hún er núna varaþingmaður flokksins i Reykjavik. Sigrún er i stjórn Félags Fram- sóknarkvenna i Reykjavik og i stjóm Fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna i Reykjavik. Siðan árið 1971 hefur Sigrún átt og rekið verslunina'Rangá með meðeig- anda sinum Agnari Arnasyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.