Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 23. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Ingimar Karl Helgason skrifar „Ég tel líkur á því að skert geta til að skortselja hlutabréfamarkaðinn hafi í raun óbeint valdið því að markaðurinn féll um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum,“ segir Alfreð Hauksson, sjóðsstjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir því að lífeyrissjóðir geti lánað allt að fjórðung eigna sinna. Það gerir að verkum að þeir sem fá verðbréf að láni geta selt þau áfram, vænst þess að þau lækki í verði, keypt þau aftur og hagnast á mismuninum, með öðrum orðum, skortselt bréfin. Fram hefur komið að Kauphöllin á frumkvæði að lagasetningunni. „Þetta mun ekki endilega skerða ávöxtun lífeyris- sjóðanna heldur til lengri tíma frekar auka ávöxt- un,“ segir Alfreð. Undir það tekur Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kauphallarinnar, sem segir að jafnvel þótt sjóðirnir nýttu ekki nema hluta þeirra heimilda sem frumvarpið gerir ráð fyrir myndu þeir hagnast um hundruð milljóna króna af því að lána verðbréf. „Engin ástæða er fyrir íslenska lífeyrisþega að fara á mis við þá fjármuni.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, hefur sagt að með þessu móti sé mönnum veitt heimild til að græða á því að rýra mikilvægar eignir lands- manna í lífeyrissjóðunum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, undrast að sjóðunum skuli veitt heimild til að lána eignir ann- arra. „Ögmundur má ekki draga þá ályktun að hér sé um slæman kost að ræða fyrir lífeyrissjóði. Þetta getur aukið skilvirkni, jafnað sveiflur á mörkuðum og haldið aftur af árásum erlendra spákaupmanna,“ segir Alfreð Hauksson. Hann telur að hefðu inn- lendir fjárfestar skortselt hlutabréfamarkaðinn í hæfilegu magni væri ekki víst að erlendir aðilar hefðu talið þann kost jafn vænlegan, því lífeyris- sjóðirnir hefðu eflaust lánað bréfin sín til innlendra aðila í takmörkuðu magni. „Þannig hefðu þeir haldið aftur af óraunhæfum hækkunum og innlendir fjár- festar hagnast,“ segir Alfreð og bætir því við að líf- eyrissjóðirnir hefðu að auki fengið þóknun fyrir að lána bréf sín, og jafnframt jafnað sveiflur á mark- aði. „Efnahagslífinu er ekki hollt að hafa hlutabréf yfirverðlögð.“ Þórður Friðjónsson segir að samræming við er- lenda markaði sé nauðsynleg. „Enda hefur Kaup- höllin talið það forsendu aukinnar þátttöku erlendra aðila á íslenskum verðbréfamarkaði.“ Það sé brýnt hagsmunamál fjármálamarkaðarins hér að virkur lánamarkaður myndist með verðbréf. „Kauphöllin hefur síður en svo verið ein um þá skoðun,“ segir Þórður Friðjónsson. Skortsala hefði komið í veg fyrir hrun á markaði Sjóðsstjóri lífeyrissjóðs telur að skortsala með eignir líf- eyrissjóða verði þeim til góða. Forstjóri Kauphallarinnar segir sjóðina geta hagnast um hundruð milljóna króna. Vanskil einstaklinga og fyrir- tækja við fjármálafyrirtæki höfðu um síðustu áramót ekki verið minni frá árslokum 2000, samkvæmt samantekt Fjármála- eftirlitsins. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri FME, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér- staklega á óvart. Um síðustu ára- mót hafi fátt bent til þess að að- stæður væru þannig að vanskil væru að aukast. Í tölum Fjármálaeftirlitsins er miðað við vanskil fólks og fyr- irtækja, innlendra og erlendra, við fjármála- fyrirtæki sem hafa staðið lengur en einn mánuð. Upplýs- ingarnar geyma ekki tölur fyrir dótturfélög. Útlán hafa aukist mikið hin síðari ár, að- allega vegna lána til erlendra aðila og íbúðalána fjármálafyrir- tækja. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er hættan á vanskil- um erlendra aðila almennt minni en innlendra. Eins eru íbúðalán frekar trygg útlán. Það er því eðlilegt, þrátt fyrir stóraukin útlán, að vanskilahlutfall sé lágt. FME bendir á að útlánaauking á undanförnum misserum kunni að koma fram í auknum vanskil- um síðar. Því mun eftirlitið fylgj- ast vel með þróun vanskila á þessu ári og fær tölur úr banka- kerfinu ársfjórð- ungslega. Búast má við van- skilatölum fyrir fyrsta ársfjórð- ung í mai næst- komandi. - bg Vanskil í lágmarki Útlán aukast en vanskil ekki minni síðan 2000. Þ R Ó U N V A N S K I L A Vanskil sem hlutfall af útlánum 2007 2006 Í heild 0,4% 0,5% fyrirtæki 0,3% 0,5% Einstaklingar 0,7% 0,8% G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -0,7% -25,4% Bakkavör -2,9% -27,2% Exista 2,6% -39,1% FL Group -3,4% -54,8% Glitnir -1,8% -23,9% Eimskipafélagið -5,2% -33,7% Icelandair -1,0% -13,2% Kaupþing 1,8% -4,5% Landsbankinn 4,4% -12,4% Marel -0,9% -12,1% SPRON -4,9% -42,8% Straumur -1,1% -19,0% Teymi -9,3% -32,5% Össur 0,0% -7,6% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Níu gjaldþrot yfir fimmtíu milljónum króna sem auglýst hafa verið í Lögbirtingarblaðinu í þessum mánuði nema alls tæpum 1,2 milljörðum króna. Af þessari upphæð hefur rétt rúmur fimmtungur feng- ist upp í kröfur og kröfuhafar þar af leiðandi tapað rúmum 902 milljónum króna. Þó svo að nokkuð mörg stærri gjaldþrotamál hafi raðast inn í Lögbirtingablaðið í þessum mánuði eru þau ekki öll frá sama tíma. Þannig virðist tiltölu- lega nýlega hafa verið lokið að fullu skiptum í fjór- um málum sem Brynjar Níelsson lögmaður sá um, en þau nema samtals tæpum 374 milljónum króna og eru frá árunum 1998 til 2003. Umfangsmest í þeim hópi er 150 milljóna króna gjaldþrot Borgar- kaupa, en í þessum málum fékkst ekk- ert upp í kröfur. Eftir standa stærri gjaldþrot fyrir- tækja upp á tæpar 774 milljónir króna frá miðju ári 2006 til ársloka 2007. Þar fékkst langmest upp í kröfur í stærsta gjaldþrotinu, en veð voru til fyrir veð- kröfum upp á tæpar 226 milljónir í þrota- búi TX dreifingar hf. frá því 2006. Þar námu heildarkröfur tæpum 397 milljónum króna. Næststærst nýrri málanna er 137 milljóna króna gjaldþrot Hítarness frá því á síð- asta ári. Næst kemur gjaldþrot Sliturs ehf, sem áður hét Merking skiltagerð, upp á rúmar 112 milljón- ir, þá Austurpóls frá því í fyrra upp á rúmar níutíu milljónir, og svo Stúdío Bílar þar sem kröfur námu rúmum 35 milljónum króna, en það félag var tekið til gjaldþrotaskipta síðasta haust. - óká Stór gjaldþrot fyrirferðarmikil Rúmur fimmtungur hefur fengist upp í 1,2 milljarða króna gjaldþrot. BLAÐ NÚMER EITT Lögbirtinga- blaðið kom fyrst út fyrir rétt rúmum hundrað árum, 2. janúar 1908. „Það verður að koma í ljós hvernig gengur að fjármagna hlutinn en hann mun að líkindum þynnast verulega út,“ segir Finnbogi Bald- vinsson, forstjóri Ice- landic Group. Finnbogi á sjálfur rétt rúman fimmtungs hlut í félaginu í gegnum félag sitt FAB í Þýska- landi. Aðalfundur Ice- landic samþykkti á dögunum að taka víkj- andi lán upp á 41 millj- ón evra, eða sem nemur hátt í fimm milljarða íslenskra króna. Það er álíka mikið og markaðsvirði félagsins í Kauphöllinni nú um stundir, en aðalfundurinn sam- þykkti að afskrá félagið. Vextirn- ir af láninu eru 23 pró- sent og segir Finnbogi að félaginu bjóðist ekki betri kjör. Láninu má breyta í hlutafé. Landsbankinn sér um lánið, en eigendur bankans eiga nokkra hagsmuni í Icelandic, með beinum eignarhlut bankans, hlut Lands- bankans í Lúxemborg, fjárfestingarfélag- ins Grettis, Eimskipa- félagsins og Straums. Samtals eiga aðilar tengdir Björgólfsfeðg- um ríflega helmings- hlut í Icelandic Group. Finnbogi segir ljóst að vextirn- ir af láninu komi ekki til greiðslu. „Ég reikna með því að þeim verði breytt í hlutafé.“ - ikh Hluturinn í Icelandic þynnist líklega mikið „Hluti af störfum hópsins er að fylgjast með fréttum í fjölmiðl- um og kanna hvort birting frétta sé með réttum hætti,“ segir Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallarinnar. Þar vísar hann til þriggja manna eftirlitsnefndar sem bæði hefur með höndum eftirlit með upplýsingum frá fyrirtækjum auk viðskiptaeftirlits. Nefndin tók formlega til starfa um ára- mót. „Það er orðinn meiri aðskilnað- ur eftirlits og þjónustu hjá kaup- höllinni en áður. Við töldum það skilvirkt að setja á eftirlitsnefnd með þessar skyldur,“ segir Páll. Hann segir að nefndin fylg- ist meðal annars með því hvort upplýsingar birtist samkvæmt lögum og reglum. „Skráðum fé- lögum er skylt að birta upplýs- ingar á hinu evrópska efnahags- svæði, samtímis í helstu miðlum. Það kynnu að koma upp tilvik þar sem fyrirtæki birti upplýsingar í staðbundnum miðlum,“ segir Páll og bendir á að kauphöllin bjóði upp á fréttaþjónustu, þar sem fréttum sé dreift til kauphallar- innar og víða um heim. - ikh Aukið eftirlit með upplýsingum félaga Gulleign Seðlabanka Íslands jókst um tæplega hálfan millj- arð króna í síðasta mánuði, vegna verðhækkana. Gullforðinn hefur aukist að verðmæti um 1,3 millj- arða króna frá áramótum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 220 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og jókst hann um rúmlega 37 milljarða í mars. Það skýrist af hækkun á verði er- lendra verðbréfa seðlabankans. Erlendir seðlar og innistæður Seðlabankans jukust um tæplega 3,3 milljarða króna í mars. Davíð Oddsson sagði á dögun- um að tvöfalda mætti gjaldeyris- forða Seðlabankans. - ikh Gullforðinn vex F I M M S T Æ R S T U Ú R L Ö G - B I R T I N G A B L A Ð I N U Í A P R Í L Tekið til skipta Fyrirtæki Kröfur alls kr. 26.7.2006 TX dreifing hf. 396.968.352 30.12.2002 Borgarkaup ehf. 161.148.132 20.12.2007 Hítarnes ehf. 137.905.001 8.12.2006 Slitur ehf.* 112.189.541 11.12.2007 Austurpóll ehf. 90.477.295 * áður Merking skiltagerð ehf. Heimild: Lögbirtingablaðið „Þetta þarf ekki að koma á óvart, ef við horfum til niðurskurðarins í þorskaflanum og þess hversu seint loðnan kom,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Aflaverðmæti íslenskra skipa dróst saman um ríflega átján prósent í janúar, miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmætið í jan- úar í ár nam 4,7 milljörðum króna samanborið við 5,8 millj- arða í fyrra. Verðmæti þorskaflans eins og sér dróst saman um 25 prósent. Einnig dróst uppsjávaraflinn saman um ríflega átján prósent og segir Hagstofan að þar muni mestu um loðnuna. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu var 1,8 milljarðar króna. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam 1,0 millj- arði. Aflaverðmæti sjófrysting- ar var rúmur milljarður og verð- mæti afla sem fluttur er óunninn úr landi nam 758 milljónum. - ikh Aflaverðmæti minnkar verulega MINNA FYRIR AFLANN Verðmæti sjávaraflans dróst verulega saman í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta ekki koma á óvart. VERÐBRÉFASALAR VIÐ STÖRF Sjóðsstjóri Almenna lífeyris- sjóðsins segir að skert geta til skortsölu hafi óbeint valdi hruni markaðarins hér. Heimild lífeyrissjóða til að lána eignir sínar jafni sveiflur á markaði. MARKAÐURINN/PJETUR FINNBOGI BALDVINS- SON Forstjóri Icelandic Group reiknar með að fimmtungs hlutur sinn í fyrirtækinu þynnist verulega vegna víkjandi láns sem félagið tekur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.