Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 23. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
N
okkur umræða hefur átt sér stað
í fjölmiðlum undanfarna daga um
frumvarp til laga um breytingu
á lögum nr. 129/1997 um skyldu-
tryggingu lífeyrisréttinda og
starfsemi lífeyrissjóða. Tilefni umræðunn-
ar er að í frumvarpinu er kveðið á um að líf-
eyrissjóðum verði heimilt að lána verðbréf,
þó með þeim skorðum að verðbréfalán líf-
eyrissjóðs megi ekki nema meira en 25% af
hreinni eign sjóðsins. Einnig kveður frum-
varpið á um ýmis skilyrði sem þurfa að vera
uppfyllt við slík lán, t.a.m. nauðsynlegar
tryggingar af hálfu lántaka.
ALÞJÓÐLEG FJÁRMÁLAMIÐSTÖÐ
Kauphöllin álítur það brýnt hagsmunamál
íslensks fjármálamarkaðar að hér myndist
virkur lánamarkaður með verðbréf. Kaup-
höllin hefur síður en svo verið ein um þá skoð-
un. Í skýrslu nefndar forsætisráðherra um al-
þjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi frá því í
október 2006 segir t.a.m. „[f]ærð hafa verið
rök fyrir því að innleiðing virks lánamarkað-
ar með verðbréf sé nauðsynleg forsenda þess
að hér á landi sé fjármálamarkaður sem upp-
fylli öll helstu skilyrði sem alþjóðlegur verð-
bréfamarkaður þarf að uppfylla.“ (bls. 16).
Það hefur staðið lánamarkaði með verðbréf
fyrir þrifum hér á landi að hvorki verðbréfa-
sjóðum né lífeyrissjóðum hefur verið heimilt
að lána verðbréf, ólíkt því sem tíðkast á þeim
fjármálamörkuðum sem við berum okkur
helst saman við.
Lánamarkaður með verðbréf stuðlar með
margvíslegum hætti að skilvirkari fjármála-
markaði.
GREIÐIR FYRIR VIÐSKIPTUM
Lánamarkaður með verðbréf greiðir fyrir
viðskiptum á markaði. Aðgengi viðskipta-
vaka að verðbréfum verður greiðara en ella,
en viðskiptavakar hafa það hlutverk að stuðla
að virkum viðskiptum á markaði. Jafnframt
gera verðbréfalán viðskiptavökum kleift að
verja sig gagnvart áhættu sem þeir yrðu að
öðrum kosti að bera ellegar láta af viðskipta-
vaktinni. Þrátt fyrir mikinn uppgang íslensks
hlutabréfamarkaðar undanfarin ár eru við-
skipti með hlutabréf á markaði hér á landi
enn um 30% minni en á Norðurlöndum að
tiltölu við stærð markaðarins og innan við
helmingur af því sem þau eru í Bandaríkjun-
um. Bætt virkni markaðarins dregur úr við-
skiptakostnaði fyrir fjárfesta. Það er því í
senn hagsmunamál fjárfesta og nauðsynlegt
fyrir samkeppnishæfni íslensks fjármála-
markaðar að hér verði sótt fram af krafti.
SKILVIRKARI VERÐMYNDUN
Lánamarkaður með verðbréf eflir skoðana-
skipti á markaði. Styðja má það fræðileg-
um rökum að lánamarkaður geri verðmynd-
un á hlutabréfamarkaði skilvirkari og dragi
úr líkum á verðbólum og þeim djúpu lægðum
sem þeim fylgja. Lánamarkaður gerir skort-
stöður mögulegar og fjárfestum því kleift
að taka stöður í markaðnum hvort sem þeir
trúa því að hann sé yfir- eða undirverðlagður.
Stöðug skoðanaskipti af þessum toga draga úr
líkum á því að verðmyndun á markaði verði
óraunhæf í aðra hvora áttina. Þess má geta í
þessu sambandi að t.d. breska fjármálaeftir-
litið hefur talið slík skoðanaskipti mikilvæg
fyrir skilvirkni verðbréfamarkaðar.
Í TAKT VIÐ ERLENDA MARKAÐI
Samræming við þróaða erlenda markaði er
nauðsynleg. Kauphöllin hefur á undanförn-
um árum unnið að því ásamt stjórnvöldum og
markaðsaðilum að samræma umhverfi verð-
bréfaviðskipta hér á landi við það sem al-
mennt gerist erlendis enda hefur Kauphöllin
talið það forsendu aukinnar þátttöku erlendra
aðila á íslenskum verðbréfamarkaði. Aukin
þátttaka erlendra fjárfesta á markaði hér er
mikilvæg skráðum fyrirtækjum. Hún gerir
þau sýnilegri en ella og auðveldar aðgengi
þeirra að fjármagni. Jafnframt getur hún
aukið viðskipti til mikilla muna. Kauphöllin
hefur orðið þess áþreifanlega vör undan-
farin ár að íslensk sérkenni fæla fjárfesta
frá markaðnum, ekki síst ef þau hafa á sér
yfirbragð viðskiptahindrana sem þekkjast
ekki á öðrum þróuðum mörkuðum. Brýnt er
að skekkja ekki stöðu íslenska markaðarins
að ósekju í harðri alþjóðlegri samkeppni um
skráð félög.
LÍTIÐ UM ERLENDA AÐILA
Lánamarkaður með verðbréf eykur öryggi í
uppgjöri viðskipta. Viðskipti erlendra aðila
á íslenskum hlutabréfamarkaði eru heldur
vaxandi þótt enn sem komið er séu þau ekki
mikil. Hér eins og víðast hvar annars staðar
eru það helst erlendir aðilar sem geta öðru
hvoru lent í vandræðum með uppgjör við-
skipta á réttum tíma – yfirleitt af tæknileg-
um ástæðum. Það eykur öryggi í uppgjöri
verulega ef hægt er að fá verðbréf lánuð með
skömmum fyrirvara við slíkar aðstæður til
fullnustu uppgjörs.
AUKNAR TEKJUR LÍFEYRISSJÓÐA
Verðbréfalán skapa lífeyrissjóðum auknar
tekjur. Lífeyrissjóðir eiga mikið af hluta-
bréfum og skuldabréfum sem væru eftir-
sótt til lántöku. Árlegar tekjur lífeyrissjóða
af verðbréfalánum gætu numið hundruðum
milljóna jafnvel þótt þeir nýttu ekki til lán-
veitinga nema hluta þeirra heimilda sem
frumvarpið gerir ráð fyrir. Engin ástæða er
fyrir íslenska lífeyrisþega til að fara á mis
við þá fjármuni.
Kauphöllin hefur það að leiðarljósi að
styðja við íslenskt viðskipta- og efnahags-
líf með heilbrigðum og skilvirkum fjármála-
markaði. Við álítum að virkur lánamarkaður
myndi auka við trúverðugleika íslensks fjár-
málamarkaðar á alþjóðlegum vettvangi og
styrkja stoðir hans, íslensku efnahagslífi til
hagsbóta. Veiting leyfis þess efnis að lífeyris-
sjóðir hafi heimildir til að lána verðbréf er
mikilvægt skref fram á við í þessum efnum.
Virkur lánamarkaður með
verðbréf eflir íslenskt viðskiptalíf
FRÁ RÁÐSTEFNU LANDSSAMBANDS
ELDRI BORGARA Í HITTEÐFYRRA
Forstjóri Kauphallarinnar segir enga
ástæðu fyrir lífeyrisþega að fara á mis við
mikla fjármuni sem lífeyrissjóðir geti grætt
á því að lána verðbréf sín.
O R Ð Í B E L G
Þórður
Friðjónsson
Forstjóri Kauphallar
Íslands.
Þrátt fyrir mikinn
uppgang íslensks
hlutabréfamark-
aðar undanfarin ár
eru viðskipti með
hlutabréf á mark-
aði hér á landi enn
um 30% minni en
á Norðurlöndum
að tiltölu við stærð
markaðarins og
innan við helmingur
af því sem þau eru
í Bandaríkjunum.
Bætt virkni mark-
aðarins dregur úr
viðskiptakostnaði
fyrir fjárfesta. Það
er því í senn hags-
munamál fjárfesta
og nauðsynlegt fyrir
samkeppnishæfni
íslensks fjármála-
markaðar að hér
verði sótt fram af
krafti.