Fréttablaðið - 23.04.2008, Síða 21

Fréttablaðið - 23.04.2008, Síða 21
Óli Kristján Ármannsson skrifar „Við ákváðum að gera þetta svo- lítið veglega til að kynna okkur enda nýbúin að hleypa af stokk- unum sameinuðu fyrirtæki með nýju nafni,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, stærstu verkfræðistofu lands- ins, en fyrirtækið var með stór- an bás á sýningunni Verk og vit sem nýafstaðin er í Laugar- dalshöll. Mannvit varð til fyrr í þessum mánuði við samruna verkfræðistofanna VGK-Hönn- unar og Rafhönnunar. Hjá sam- einuðu fyrirtæki starfa um 360 manns. Auk Eyjólfs Árna stýra fyrir- tækinu aðstoðarforstjórarnir Skapti Valsson, sem er yfir inn- lendri starfsemi, en hann var áður framkvæmdastjóri Raf- hönnunar, og svo Runólfur Maack, sem er yfir erlendri starfsemi, líkt og hann var áður hjá VGK-Hönnun. „Á sýningunni Verk og vit 2008 lögðum við upp með að kynna nafnið, sameininguna og starfsemina sem við erum með innan fyrirtækisins,“ segir hann og kveður viðtökurnar hafa verið mjög góðar í Höll- inni. Með sameiningu fyrirtækj- anna segir Eyjólfur Árni náð fram miklum samlegðaráhrif- um, sér í lagi vegna þess hve sérfræðiþekking stofanna hafi lítið skarast. Þá hjálpi aukin stærð fyrirtækinu að keppa við erlend félög sem hingað sæki verkefni í útboðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá geri aukin stærð verkfræðistofunni kleift að keppa við erlend fyrir- tæki á þeirra heimavelli, en ytra segir hann helstu sóknar- færi á sviði jarðvarma, í vatns- orku og áliðnaði. „Við erum í sameinuðu félagi betur í stakk búin til að takast á við margvísleg verkefni þar sem við höfum komið okkur fyrir utan landsteinanna. Til dæmis í jarðhitageiranum, svo sem í Ungverjalandi og Þýska- landi. Meiri breidd og styrkur skiptir máli í þessum alþjóða- slag,“ segir Eyjólfur, en áréttar um leið að útrás Mannvits hafi ekki áhrif á önnur útrásarverk- efni sem þegar hafi verið lagt upp með, svo sem í gegnum HRV Engineering, sem félögin á bak við Mannvit stofnuðu til með Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST). „Þar er um afmarkaðri verkefni að ræða og heldur allt áfram á fullu eins og áður,“ segir hann. HRV býr yfir sérhæfðri tækniþekkingu og reynslu í uppbyggingu álvera, en að auki á Mannvit hlut í Geysi Green Energy, Vatnaskilum, Loftmyndum og Skipaskoðun Íslands, sem starfa í tengdri starfsemi. Starfsemi Mann- vits er hins vegar skipt upp í sex svið: iðnað; orku; bygg- ingar, framkvæmdir og rann- sóknir; umhverfi; samgöngur og veitur; og upplýsingatækni. Unnið er að breytingum og stækkun höfuðstöðva Mann- vits að Grensásvegi 1 í Reykja- vík, en þær á að taka í notkun haustið 2009. Fram að þeim tíma verður fyrirtækið einnig til húsa að Laugavegi 178 og í Ármúla 42. Að auki rekur Mannvit níu starfsstöðvar utan höfuðborgar svæðisins og er með skrifstofur á meginlandi Evrópu. Í FORSVARI FYRIR MANNVIT Skapti Valsson, annar tveggja aðstoðarforstjóra Mannvits, og Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri fyrirtækisins. MARKAÐURINN/ANTON Taka til hendinni í orkuiðnaði Evrópu Mannvit, stærsta verkfræðistofa landsins með um 360 starfsmenn, horfir til spennandi tækifæra í orkuiðnaði á meginlandi Evrópu, svo sem í Ungverjalandi og Þýskalandi. Fyrirtækið varð til í mánuðinum við sam- runa Rafhönnunar og VGK-Hönnunar. Um átján þúsund manns sóttu heim stórsýning- una Verk og vit 2008 sem stóð yfir í Laugardalshöll í Reykjavík dagana 17. til 20. apríl. Góður rómur var gerður að sýningunni, sem þótti hin veglegasta, og eru aðstandendur ánægðir með aðsóknina. Alls kynntu um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög vörur sínar og þjónustu í Höllinni. „Ánægjulegt var að sjá hversu vel sýnendur stóðu sig í að gera Verk og vit 2008 áhugaverða og spenn- andi, því sýning á borð við þessa verður aldrei betri en það sem sýnendurnir sjálfir leggja til,“ segir Margit Elva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Verks og vits, á vef sýningarinnar. Hún kveðst jafnframt ánægð með þann fjölda sem lagði leið sína á sýning- una, en um 1.000 fleiri mættu nú en á síðustu Verk og vit-sýningu, sem haldin var árið 2006. „Aukning gesta sýnir að mikill áhugi er meðal fagaðila og al- mennings á að skoða það sem fyrirtæki og stofnanir í þessum greinum hafa fram að færa,“ segir hún. Samhliða aðalsýningunni fóru fram margvíslegir viðburðir, svo sem Íslandsmót iðngreina sem haldið var 18. og 19. apríl í anddyri gömlu Laugar- dalshallarinnar, en þar öttu kappi iðnnemar og nýútskrifaðir iðnaðarmenn í ellefu greinum. Þá var fimmtudaginn 17. apríl haldin ráðstefna undir yfir skriftinni „Skipulag eða stjórnleysi?“ þar sem fjallað var um skipulagsmál, fjármögnun og nýjar framkvæmdir. Mikið þótti lagt í sýningarsvæði og voru fyr- irtæki dugleg að kynna þjónustu sína og dreifðu ötul lega margvíslegum bæklingum, pennum og fleiru smálegu auk þess sem víða var boðið upp á veitingar. Aðstandendur sýningarinnar, en það eru AP-sýningar í samstarfi við iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Landsbank- ann og Ístak, völdu athyglisverðustu sýningar rýmin og var sú niðurstaða kynnt um helgina. Línuhönnun bar þar sigur úr býtum, með rými þar sem „stíl- hreint útlit og einfaldleiki spiluðu lista vel saman,“ svo notað sér orðalag dómnefndar. Í öðru sæti var svo BM Vallá, Áltak í þriðja sæti og Borg fékk sér- stök aukaverðlaun. Dómnefndina skipuðu Erlendur Örn Fjeldsted byggingatæknifræðingur, Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun, Lárus Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá Mat englanna og stjórnarmaður í Ímark, Sólveig Ólafsdóttir, arki- tekt hjá Studio Striki, og Elsa Giljan Kristjánsdóttir, sýningarstjóri Verks og vits 2008. - óká STÓRSÝNINGIN OPNUÐ Kristján L. Möller samgönguráðherra klippti á borðann til að opna Verk og vit 2008 fyrir helgina. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fylgist með. MARKAÐURINN/STEFÁN Góður rómur gerður að Verki og viti 2008 Fjölmargir sóttu heim stórsýningu um byggingariðnað, skipulagsmál og mannvirkjagerð í Laugardalshöll. Í HÖLLINNI Mikið var lagt í sýningarrými fyrirtækjanna sem kynntu afurðir sínar í Laugardalshöll á sýningunni Verki og viti 2008. MARKAÐURINN/STEFÁN 13MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N „Þetta er eitthvað misjafnt eftir vöru- flokkum, en ég ímynda mér að hækkunin hjá okkur nemi um 5 til 15 prósentum,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar. Fríhöfnin er rekin innan vébanda FLE ohf. sem er hlutafélag í eigu ríkisins. Hlynur bendir á að gengi krónunnar hafi lækkað verulega frá áramótum. „Síðan hafa sumir vöruflokkar, eins og sælgæti, hækkað í verði vegna verðhækkana á hrá- efni,“ segir Hlynur og bætir því við að þótt verð hafi hækkað hafi óhagstæðri þróun ekki verið að fullu veitt út í verðlag. Aðra sögu er að segja af annarri ríkis- verslun, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. „Verð hjá okkur hefur að meðaltali hækkað um þrjú prósent frá áramótum, en það hækkaði um innan við prósent um síð- ustu mánaðamót,“ segir Sigrún Ósk Sig- urðardóttir aðstoðarforstjóri. Hún bendir á að Áfengis- og tóbaksverslunin fái í raun litlu ráðið um verðþróun. „Við erum með fasta álagningu, sem er ellefu prósent að jafnaði, en höfum engin áhrif á innkaups- verð frá birgjum.“ - ikh Vöruverð hækkar líka hjá ríkinu D Æ M I U M V E R Ð Þ R Ó U N H J Á Á T V R Vöruheiti Tegund áfengis Verð 1. apríl 2007 Verð 31. mars 2008 Verð 1. apríl 2008 Víking Bjór, 500 ml dós 229 237 237 Drostdy-Hof Cape Red (Box) Rauðvín, 3.000 ml 3.490 3.490 3.490 Montecillo Crianza Rauðvín, 750 ml 1.190 1.260 1.260 Moselland Riesling Kabinett (Box) Hvítvín, 3.000 ml 2.790 2.990 2.990 Rosemount GTR Hvítvín, 750 ml 1.090 1.090 1.090 Smirnoff Sterkt vín, 1.000 ml 4.350 4.350 4.350

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.