Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 1
Danskar kaupsýslukonur streyma nú til Noregs til að taka þar sæti í stjórnum fyrirtækja. Er nú svo komið að fleiri dansk- ar konur sitja í stjórnum norskra fyrirtækja en danskra. Hallur Magnússon ráðgjafi segir að Íbúðalánasjóður hefði getað skilað lægri útlánavöxtum en raunin varð. Vextir sjóðsins lækkuðu í kjölfar útboðs íbúða- bréfa og eru nú 5,2 prósent og 5,7 prósent. Leikfangafyrirtækið Mattel, sem er stærsti leikfangaframleið- andi í Bandaríkjunum, tilkynnti að sala á Barbie-dúkkum hefði dreg- ist saman um tólf prósent í Banda- ríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Sala á dúkkunum á alþjóða- markaði stóð hins vegar í stað. Þór Sigfússon hefur verið kjör- inn formaður Samtaka atvinnu- lífsins og tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni. Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu frá 11. apríl til og með 17. apríl 2008 voru 75. Á sama tíma í fyrra voru þinglýstir kaupsamn- ingar 179. Velta þinglýstra samn- inga hefur dregist saman um tæp sextíu prósent milli ára. 1412 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 23. apríl 2008 – 17. tölublað – 4. árgangur 6 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Fyrir aðalfundi Landsbank- ans í dag liggur tillaga um að gefa út jöfnunarhlutabréf og af- henda hluthöfum. Um 300 millj- ónir króna er að ræða að nafn- virði. Ef miðað er við gengið 30 á Landsbankanum jafngildir þessi aðgerð því að hluthöfum séu af- hentir níu milljarðar króna. Samhliða þessu er hluta af eigin bréfum Landsbankans ráðstaf- að til lækkunar á hlutafé bank- ans um sömu upphæð. Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræði- ráðgjafar Landsbankans, segir að samkvæmt tillögunni sé til- gangur hlutafjárlækkunarinnar að minnka hlut Landsbankans í eigin bréfum. Aðferðin er ígildi arðgreiðslna og hefur ekki áður verið farin hér. Við núverandi aðstæður á fjármálamarkaði eru peningar verðmætir og því vilja stjórnend- ur félaga frekar afhenda hluthöf- um arð í formi hlutabréfa. Aðferð bankans er frábrugðin öðrum að því leyti að útgáfa jöfnunarhluta leiðir ekki til skattskyldu fyrir hluthafa og ber bankanum því ekki að halda eftir staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Selji hluthafar bréfin ber þeim hins vegar að greiða skatt af hagnaði sem myndast miðað við að þeir greiddu ekkert fyrir bréfin. - bg Greiða ígíldi níu milljarða í arð Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com V i s t væ n prentsmiðja Sími 511 1234 • www.gudjono.is Forstjóri Kauphallarinnar Mikilvægt skref fram á við að lána verðbréf Konur skyggnast inn í framtíðina Horft til Evrópu Loðfeldir svínvirka Minkurinn er vinsæll Óli Kristján Ármannsson skrifar Bjarni Ármannsson fjárfestir og Norðmaðurinn Frank Ove Reite hafa gengið til liðs við einkafram- takssjóðinn (e. private equity) Paine & Partners í Bandaríkjunum, að því er sjóðurinn tilkynnir í dag. Frank Reite var áður framkvæmdastjóri hjá Glitni þar sem Bjarni var forstjóri. Hlutverk Bjarna og Franks innan sjóðsins verður að stýra fjárfesting- um í Norður-Evrópu með sérstaka áherslu á sjávar- útveg, orkuiðnað og fjármálaþjónustu. Í viðtali við Markaðinn í dag kveðst Bjarni um skeið hafa haft það á bak við eyrað að hefja samstarf um fjárfestingar við fjárfestingarbanka eða einkaframtakssjóð. W. Dexter Paine, stofn- andi Paine & Partners, segist í tilkynningu himin- lifandi að fá þá Frank og Bjarna til liðs við sjóð- inn. „Mörg okkar hafa verið þeirrar ánægju aðnjót- andi að vinna náið með þeim,“ segir hann og rekur kynnin við þá um áratug aftur í tímann þegar þeir voru báðir starfandi hjá Glitni. Paine & Partners var stofnaður árið 1997 og er með aðsetur í San Francisco og New York. Bjarni segir sjóðinn afar öflugan, en frá stofnun hefur hann fjárfest fyrir tæplega sex og hálfan milljarð Bandaríkjadala í félögum í ýmsum atvinnugrein- um. „Ávöxtun á það eigið fé sem í þeim fjárfest- ingum hefur verið bundið hefur að jafnaði verið 33 prósent á ári,“ segir hann. Paine & Partners fjár- festir nú úr sjóði sem nefnist Paine & Partners III og er um 1.200 milljónir dala að stærð, en það er pottur upp á tæpa níutíu milljarða íslenskra króna. Bjarni segir ekki loku fyrir það skotið að sam- starfið verði ákveðinn farvegur fyrir aukna er- lenda fjárfestingu hér á landi. „En hvar okkur ber nákvæmlega niður verður auðvitað bara að koma í ljós,“ segir hann. Auk þess að ræða samstarfið við Paine & Partn- ers fer Bjarni yfir horfur í efnahagsmálum í við- talinu í miðopnu blaðsins. Hann segir ljóst að krón- an hafi glatað trausti bæði innanlands og utan og brýnir stjórnvöld til aðgerða í efnahagsmálum til að efla traust erlendra greiningaraðila og fjár- festa. Hann segir ríða á að gjaldeyrisforðinn verði efldur og að þjóðinni verði mörkuð stefna til far- sællar framtíðar. Hann segir þar sjálfsagt fleiri en eina leið færa, en ljóst sé að hraða þurfi mjög þeirri vinnu. „Maður sér að sjálfsögðu hvernig umræðan um Evrópusambandið er að taka á sig nýja mynd; margir sjá það sem lausnarfarveg núna og það má vel vera.“ Sjá síðu 8 og 9 Bjarni til liðs við fjárfesta í Ameríku Bjarni Ármannsson og Frank O. Reite hafa báðir gengið til liðs við bandaríska fjárfestingarsjóðinn Paine & Partners. „Fari hins vegar svo, að einhver [bankanna] lenti í vandræðum og þyrfti að auka eigið fé, er umhugsunarvert hvort fjárfest- ingarfélög, sem eru stærstu eig- endur þeirra, og hafa bæði veð- sett eignir sínar vegna fjárfest- inga, og fengið mikið lánað hjá þeim, geti tekið þátt í því,“ segir Eiríkur Guðnason Seðlabanka- stjóri. Hann bætir því við að bankarnir eigi nægt eigið fé. Danska viðskiptablaðið Børsen birtir viðtal við Eirík þar sem hann tekur sterkar til orða. Fjárfestingarfélagið Exista er stærsti hluthafinn í Kaupþingi og FL Group stærsti hluthafinn í Glitni. - ikh / Sjá síðu 4 Fjárfestingarfélög umhugsunarverð EIRÍKUR GUÐNASON Seðlabankastjóri ræðir um stöðu bankanna og helstu hlut- hafa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.