Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 10
 23. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● landbúnaður Bændasamtök Íslands bera ábyrgð á sameiginlegu kyn- bótastarfi í nautgriparækt og öðrum búgreinum. Nú er verið að byggja nýja nautastöð á Hesti í Borgarfirði. Sú stöð mun sameina á einn stað starf- semina sem fer fram í uppeldis- stöðinni í Þorleifskoti austur í Flóa og fæðingastöðinni á Hvanneyri. „Við munum sameina starfsem- ina undir einu þaki, því í öðrum hluta hússins verða aldir upp þeir kálfar sem þykja efnileg- astir og í hinum hlutanum munu þeir standa sem kynþroska naut í stíum þar sem sæðisskammtar verða teknir,“ segir Gunnar Guð- mundsson, sviðsstjóri ráðgjafar- sviðs Bændasamtaka Íslands. „Starfseminni er þannig hátt- að að við rekum afurðaskýrslu- hald frá bændum. Það gengur út á að safna upplýsingum um af- urðir og nyt, en svo vitum við líka nákvæmlega um ættir ein- stakra gripa. Á grundvelli þeirra upplýsinga er rekið kynbótastarf þar sem við veljum til ásetnings bestu einstaklingana sem foreldra næstu kynslóðar.“ Stöðin á Hesti mun leysa af hólmi uppeldisstöð fyrir naut- kálfa sem nú er í Þorleifskoti. Þangað eru teknir inn á milli fimmtíu og sextíu efnilegir naut- kálfar og aldir upp. Bjáti ekkert á, það er ef byggingin reynist í lagi, ekkert bendir til hryggskekkju og kálfarnir þrífast eðlilega, eru þeir fluttir á Hvanneyri þar sem teknir eru um það bil þúsund skammtar af sæði. Sæðisskammt- arnir eru svo djúpfrystir í fljót- andi köfnunar efni við mínus 196 gráða frost og þeim dreift á bú um land allt. Að meðaltali eru teknir um sex til sjö þúsund skammtar af sæði úr hverju nauti áður en því er slátrað. „Nautastöðin á Hesti verður hjarta kynbótastarfsins,“ segir Gunnar. „Með þessari nýju stöð ætlum við að ná fram þeirri hag- ræðingu að þegar hún verði komin í fullan gang geti tveir starfsmenn þjónað henni. Meðan básafjós er í gamla Þorleifskotinu munu nautin á Hesti hafa aukið sigrúm því þar verður lausaganga í stíum og hver skepna höfð út af fyrir sig. Þá fer minni tími í hirðingu, en með því móti næst ákveðin hagræðing.“ Ekki er þá allt upptalið, þar sem ætlunin er að reisa einangr- unarstöð á Hesti. „Í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld náum við að gera þessa stöð þannig úr garði að hún uppfylli allar kröfur um sótt- varnir og heilbrigðiseftirlit, eins og vera ber á stöðum sem annast dreifingu á sæði um land allt.” Að sögn Gunnars hafa byggingar framkvæmdir á nauta- stöðinni gengið vel, þótt tíðin „hafi verið stirð og leiðinleg til byggingaframkvæmda“. Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið í júlí og stöðin verði tekin í notkun á haustmánuðum. - nrg Hjarta íslensks kynbótastarfs Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands, segir að nautastöðin á Hesti muni verða hjarta kyn- bótastarfsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Byggingarframkvæmdir á nýju nautastöðinni hafa gengið vel að sögn Gunnars og er áætlað að þeim ljúki í júli og stöðin verði tekin í notkun í haust. MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON Stöðin á Hesti leysir af hólmi uppeldisstöð fyrir nautkálfa sem nú er í Þorleifskoti. MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • mhg@mhg.is • www.mhg.is Gröfur frá USA með yfir 100 ára reynslu Geriðverðsamanburð Gehl smágröfur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.