Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 24
8,5% 40% 118fyrirhugaður hlutur Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Goldman Sachs í Geysi Green Energy, sem nú er óvist um. lækkun skuldatryggingaálags bankanna frá því að það náði hámarki í mars. Bandaríkjadalir, verð fyrir tunnu af olíu á mörkuðum í gær. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Óhætt er að segja að erfiðir tímar séu nú hjá mörgum sem fyrir stuttu síðan flugu með himin- skautum hinnar íslensku útrás- ar eins og aldrei kæmi morg- undagurinn. Glöggir sjá merki þessa á fasteignamarkaði, þar sem eignir bjóðast nú sem aldrei sáust áður, t.d. einbýli í Fossvogi eða bústaðir við Þingvallavatn. Og í smáauglýsingum blaðanna er nú mikið í boði af Range Rover og Landcruiser, lítið keyrðum og með mikið áhvílandi... Erfiðir tímar... Forvitnilegt verður að rýna í ársfjórðungsuppgjör helstu félaga í kauphöllinni, en þau munu detta inn í hrönnum næstu daga. Einkum er litið til fjármála- fyrirtækjanna og hversu dugleg þau verði að taka til á afskriftar- reikningum sínum og segja sög- una eins og hún er, eins og mætti orða það. Líklegt má telja að vænn gengishagnaður undir lok marsmánaðar og þar með fjórð- ungsins hvetji fyrirtækin til að gera upp líkleg töp í leiðinni, því enginn vill vera með lík í lestinni. Á hinn bóginn er ljóst að sagan, eins og hún er, kann að reynast mörgum á markaði æði sársaukafull... Lík í lestinni? En það er ekki aðeins, að eignir komi nú í sölu sem ekki sáust í fasteignasölu áður. Fjölmargir verktakar sitja nú uppi með fjölda óseldra tilbúinna íbúða eða berjast af veikum mætti við að ljúka bygg- ingu nýrra fjölbýlishúsa í þröngri stöðu svimandi hárra stýrivaxta. Fullyrt er að ýmsir í hópi verktaka þoli ekki lengi við í slíku ástandi, einkum ef spá Seðlabankans um stórfellda lækk- un húsnæðisverðs gengur eftir ofan á umtalsverð gengis- töp byggingaraðila vegna erlendra lána. Aðrir bera sig betur og leita leiða til að blása lífi í kólnandi húsnæðismark- að, meðal annars með aukinni lána- starfsemi á eigin vegum, nú þegar nánast vonlaust er fyrir almenning og fyrirtæki að sækja lánsfé til íslenskra banka. Kreppir að Hvers vegna PwC? Öflugt ráðgjafarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi. Hluti af tengsla- og þekkingarneti PwC International um heim allan. Endurskoðun Fyrirtækjaráðgjöf Skatta- og lögfræðiráðgjöf Þjónustustöðvar: Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Keflavík *connectedthinking Við höfum liðsinnt fjölda kröfuharðra fyrirtækja við tímafreka innheimtu viðskiptakrafna með góðum árangri. Komdu með þitt tímaleysi - síminn er 440 7770. Meiri tíma?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.