Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 4
aijam'.1 Fimmtudagur 4. febrúar 1982 4 stuttar fréttir m f réttir f GULLNA HLIÐIÐ Á AKRANESI AKKANES: Akurnesingar eiga von á góðri heimsókn um helgina. Litla leikfélagið i Garði heiur ákveðið að heim- sækja Skagamenn og sýna þar leikritið Gullna hliðið eftir Davið Stefánsson i Bióhöllinni næst komandi laugardag klukkan 16.00. Leikstjóri er Jón Júliusson. Persónurnar á myndinni sem hér fylgir eru sjálísagt mörgum kunnar, þ.e. óvinur- inn sem vill ná i sálu Jóns úr skjóðu kerlingar áður en hún hefur að koma henni inn fyrir hið gullna hlið. Nýr gisti- og veitingastadur í byggingu VESTM ANNAEYJAR: „Það er rétt, ég ætla mér að koma hérna upp skemmtistað og gistihúsi með £óðum her- bergjum”, sagði Pálmi Lórensson, eigandi veitinga- hússins Gestgjafans i Eyjum. En Timinn haföi spurnir af þvi að hann hygðist færa út kviarnar. Pálmi sagðist búinn að byggja upp neðstu hæðina, hinn væntanlega skemmtistaö fyrirum 400manns. Staðurinn er sambyggður Gestgjafan- um, þannig að hann getur nýtt þá eldhúsaðstöðu sem fyrir er. En auk veitingasölu stefnir hann á rekstur diskóteks a.m.k. um helgar. Auk þess ætlar hann að koma upp 14 gistiherbergjum. Hann sagði framkvæmdir liggja niöri þessa stundina en væntir þess að geta hafist handa með framkvæmdir fljótlega og stefnir að þvi, að geta opnað skemmtistaðinn um 4-5 mánuðum eftir að framkvæmdir hefjast að nýju. Pálmisagði nú nánast vand- ræöaástand varðandi gisti- rekstur i Eyjum. Hið gamal- þekkta Hótel H.B. er nú ein- ungis rekið sem heimavist fyrir Stýrimannaskólann. Páll Helgason er eiginlega sá eini sem býður upp á gistiaðstööu sem er þó án allrar hótelþjón- ustu og auk þess hefur Veitingahúsiö Skútinn yfir nokkrum herbergjum að ráða. Þetta segir Pálmi þó langt frá þvi nóg, sérstaklega yfir aðal feröamannatimann að sumrinu og þau 14 herbergi sem hann hyggst bæta við koma heldur ekki til með að taka við stærstu toppunum. Þau ættu hins vegar að geta leyst þá þörf sem er á gisti- rými nánast árið um kring. — HEI Stórbingó ÚÍA með bíl í vinning AUSTURL AND: „Það sem við erum aö vinna að þessa stundina er stórbingó til fjár- öflunar fyrir Ungmenna- og lþróttasamband Austurlands. Aöalvinningurinn að þessu sinni verður bill”, sagði Dóra Gunnarsdóttir, formaður sambandsinser Timinn spurði hvað helst væri á döfinni hjá félaginu þessa dagana. Hún sagði slik bingó hafa verið haldin áður, en ekki fyrr með svo veglegum vinningi. 1 fyrra hafi aðalvinningurinn verið litasjónvarp. Bingó þetta sagði hún standa yfir i nokkrar vikur, og það er sér- stætt aö þvi leyti, að tölurnar eru gefnar upp i gegn um út- varp. 1 sumar sem leið byggði U.Í.Á. 140 fermetra hús, þjón- ustuhús, að Eiðum. Húsið sem orðið er fokhelt og nokkru bet- ur en það. Sagði Dóra það nán- ast alveg hafa verið byggt i sjálfboðavinnu félagsmanna. Húsið sagði hún fyrst og fremst ætlað til nota i sam- bandi við sumarhátið sam- bandsins á Eiðum. 1 þvi séu búningsklefar, fundarher- bergi og önnur aðstaða fyrir Ú.t.A. Að hálfu leyti sagði Dóra húsiö þegar hafa veriö tekiö i notkun. En töluvert sé þó eftir ennþá. Ekki kvaðst hún viss um að tækist að ljúka bygg- ingunni i sumar. Það gangi venjulega nokkuö tregt að fá frá rikinu, þann hluta kostnað- ar sem það á að greiða. — HEI Grænlenskar ær afurða- minni en íslenskar ■ Sveinn Hallgrimsson, sauðfjárræktarráðunautur, hefur sent frá sér athugasemd vegna villandi frétta um mik- inn fallþunga dilka á Græn- landi, en nokkuð mun á huldu hvaðan slikar heimildir hafa borist til landsins. Hið rétta segir Sveinn vera að kjöt eftir vetrarfóðraða kind á Islandi var 19 kg. á siðastliðnu lausti,en 15,5 kg.á Grænlandi. Á Islandi komu 134 lömb til slátrunar eftir hverj- ar 100 vetrarfóðraðar ær, en ekki nema 105 á Grænlandi. Meðalfallþungi dilka reyndist þvi 0,4 kg. meiri á Grænlandi. Heimildir Sveins byggjast á samtali við starfsmann við til- raunastöð i sauðfjárrækt i Julianehaab á Grænlandi og grein i timariti danskra fjár- bænda. — HEI Úthlutanir „kosningalóda”1 afturkallaðar? „Mörg fyrirtæki fengu úthlutun á árunum 1976-1978, en hófu ekki framkvæmdir þó svo að lóðir séu löngu byggingarhæfar’% segir borgarstjóri ■ „Borgaryfirvöld hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum vegna litillar uppbyggingar á þegar út- hlutuðum lóðum undir atvinnu- húsnæði. Mörg fyrirtæki sem út- lilutun fengu á árunum 1976—1978 hafa enn ekki hafið framkvæmdir þó svo að lóöir séu löngu bygg- ingarhæfar og götur malbikaðar. Á árinu 1980 var þessum lóðarhöf- um ritað bre'f, samkv. ákvörðun borgarráös, og þeim settur bygg- ingarfrestur. Svör bárust þar sem þvi var undantekningarlítið lofað að standa við setta fresti, en efndir hafa litlar orðið. Má þvi búast við aö tillaga um afturköll- un þessara lóöa komi til umfjöll- unar í borgarráði og borgarstjórn von bráöar”. Þetta sagöi Egill Skdli Ingi- bergsson, borgarstjóri i Reykja- vík, á síðasta fundi borgar- stjórnar, þegar fjallað var um út- hlutanir lóða i borginni undir at- vinnuhúsnæði. 1 lok siöasta kjör- tfmabils úthlutaði meirihluti Sjálfstæðisflokksins nær öllum lóðum sem völ var á undir at- vinnuhúsnæði næstu ár þar á eftir þ-átt fyrir að þær væru margar hverjar ekki byggingarhæfar og ljóst að úthlutunarhafar hefðu ekki not fyrir lóðimar næstu árin. Fyrir bragöið hefur nokkuð borið á þvi aö úthlutunarhafar hafi fallið frá byggingarrétti sinum, og þeim endurúthlutað á ný. Nokkrar lóðir hafa einnig komið til úthlutunar á þessu kjör- timabili sem ekki hafa verið tii ráðstöfunar fyrr. „Eins og sjá má hafa ýmsir að- ilar sem leitaö hafa til borgar- innar og óskað eftir lóðum fengið úthlutun á þessu kjörti'mabili”, sagði Egill Skúli Ingibergsson. Þar eð gatnagerð hefur verið i gangi á þeim lóöum sem komu til frumúthlutunar á siðasta kjör- tímabili hefur úthlutun nýrra at- vinnusvæða ekki komið til á þessu kjörtimabili. Samtsem áður hafa allmargar umsóknir borist til lóðanefndar. Umsækjendum hefurveriðskýrtfráað gera megi ráð fyrir að fljótlega hefjist deili- skipulagsvinna við iðnaðarsvæði við Grafarvog og að þar komi lóðir brátt til úthlutunar. Litil eftirspurn hefur verið eftir iðnaðarlóðum i Hólahverfi og Seljahverfi, en þar er gert ráö fyrir léttum og þrifalegum iönaði. Nyrsti hluti Ártúnsholtsins hefur verið til athugunar hjá Borgar- skipulagi og gera má ráð fyrir að þar komi nokkrar nýjar löðir til úthlutunar. Loks má geta þess að verið er að vinna deiliskipulag og skilmála nokkurra lóða við Skip- holtneðan Sjómannaskólalóðar”, sagöi Egill Skúli. — Kás ■ óli blaðsali lætur ekki deigan slga þótt veörið gæli ekki beinlinis við hann. Timamynd: Róbert Mjólkur- framleiðslan í fyrra: Um ÍOO millj- ónir lítra ■ Aætlað er aö innvegin mjólk i mjólkursamlögin nemi um 100 milljónum litra á árinu 1981, Endanlegar tölur eru aðeins tii, tilnóvemberloka og þá höfðu búin tekiö við 95,7millj. lítra af mjólk, sem var 4,4% minna en á sama tlma árið áður. A siðasta ári minnkaöi mjólkin hlutfallslega mest i Borgarnesi eða um 11,4%, en verulegur sam- dráttur varð einnig i Búðardal, Hvammstanga og Neskaupsstað. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var tekiö á móti 34,8 millj. litra á þessu tímabili, sem var 4,3% minna en árið áður. Hjá KEA á Akureyri varð mjólk á hinn bóginn aðeins 1,9% minni en áriö áður og á Vopna- firði og Þórshöfn varð nokkur aukning milli áranna 1980 og 1981. — HEI Dagskrárgerðarmenn sjónvarps kvarta yfir lélegum tækjabúnaði: „Lýsum yfir fullri ábyrgð á hendur Herði Frímarmssyni” ■ Dagskrárgerðarmenn hjá sjónvarpinu hafa ritað útvarps- stjóra og útvarpsráði opið bréf, þar sem þeir kvarta sáran undan lélegum tækjabúnaði og starfsað- stöðu. Bréfið er svohljóðandi: „Nú er svo komið tækjamálum sjónvarpsins að öll dagskrárgerð fer úr böndunum bæði hvað snert- ir vinnu- og fjárhagsáætlanir vegna sifelldra biiana i mynda- vélum og öðrum upptökubúnaði. Auk þess rikir alger ringulreið og stefnuleysi i innkaupum á nýjum tækjum og er ekkert samráð haft við dagskrárgerðarmenn. Sifelld- ar bilanir sem þýða langar tafir bæði hjá tæknifólki, dagskrár- gerðarmönnum og flytjendum, eru að verða einn stærsti kostnaðarliðurinn i dagskrár- gerðinni. Við lýsum yfir fullri ábyrgð vegna þessa ástands á hendur yfirverkfræðingi sjón- varpsins Heröi Frimannssyni. Astandtækjamála sjónvarpsins hefuraldrei verið verra en nú, og stendur stofnunin verr tæknilega i dag en áður en litvæðing hófst. Ef fram fer sem horfir verður ógerlegt að halda áfram dag- skrárgerð i upptökusal islenska sjónvarpsins.” Bréfið undirrita: Andrés Ind- riðason, Elin Þóra Friðfinnsdótt- ir, Karl Sigtryggsson, Marianna Friðjónsdóttir, Tage Ammen- drup, Viðar Vikingsson, Jón Haukur Edwald og Hrafn Gunn- laugsson. — AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.