Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 4. febrúar 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkúrinn Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þorarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stcfánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifs.ofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjivik. Simi: 86300. Aualýsinaasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjald á niánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Hugleiðingar um fþróttakennslu og aðstöðu íþrótta- kennara — eftir Pál Ólafsson Vinarbragð við Bandarikin ■ Þörí umræða fór fram á Alþingi i fyrradag um málefni E1 Salvador að frumkvæði Kjartans Jó- hannssonar formanns Alþýðuflokksins. í E1 Salvador hefur i þrjú ár verið háð ein grimmilegasta borgarastyrjöld sem sögur fara af. Alþýða landsins hefur risið upp gegn alda- langri kúgun og gripið til vopna, þegar ljóst var að aðrar leiðir voru lokaðar. Hin gamla og fá- menna valdastétt ver forréttindi sin af einstakri hörku. Jafnframt þvi, sem hún ræður yfir hern- um og beitir honum miskunnarlaust, hefur hún skipulagt öflugar sveitir, sem hafa myrt fólk þús- undum saman. Samkvæmt heimildum, sem komnar eru frá katólskukirkjunni, hafa herinn og öfgasveitir, sem vinna með honum, fellt um 13.000 manns á siðastl. ári. Mikill hluti þessa fólks var börn. Það er áhugamál friðsamra manna um allan heim, að þetta blóðbað sé stöðvað og aftur komist á friður i E1 Salvador, ásamt réttlátari þjóð- félagsháttum. Þess vegna var mikil ástæða til að fagna frumkvæði forseta Mexikós og forseta Frakklands, þegar þeir lögðu til á siðastliðnu hausti, að komið yrði á viðræðum milli striðsaðila i E1 Salvador um vopnahlé og sættir. Það heíur gerzt siðan að skæruliðasamtök þau, sem eiga i höggi við stjórnarvöldin i E1 Salvador, hafa lýst sig fús til slikra viðræðna. í siðastliðinni viku var skýrt frá þvi, að þau hefðu endurnýjað þetta tilboð sitt i bréfi sem foringjar fimm helztu skæruliðasamtakanna höfðu skrifað Reagan for- seta Bandarikjanna. Hingað til hafa stjórnarvöldin i E1 Salvador neitað að fallast á slikar viðræður. Auðmanna- stéttin þar vill engar sættir, sem gætu haft i för með sér skerðingu á forréttindum hennar. En hún gæti ekki fylgt þessari ósáttfúsu stefnu sinni, ef hún nyti ekki stuðnings Bandarikjanna. Meðan rikisstjórn Carters fór með völd, var reynt af hálfu Bandarikjanna að leysa deiluna i E1 Salvador á þann veg, að tekni r yrðu upp rétt- látari þjóðfélagshættir. Þá var einnig reynt að koma á sáttum. Þvi miður hefur verið horfið meira og meira frá þessari stefnu siðan Reagan kom i Hvita húsið. Fyrst nú keyrir þó um þverbak, þegar tilboði skæruliða um friðarviðræður er svarað með stór- aukinni hernaðarlegri aðstoð við ógnarstjórnina i E1 Salvador. Augljóst virðist af þessu, að Bandarikjastjórn hyggst halda áfram blóðbaðinu i E1 Salvador, unz allir vinstri menn hafa verið felldir eða kúgaðir til hlýðni. Það getur orðið langt og mikið blóðbað. Þvi getur lokið á sama veg og i Vietnam. Það er vinarbragð við Bandarikin að mótmæla þessum fyrirætlunum. Bandamenn Bandarikj- anna i öllum alþjóðasamtökum þurfa að vara þau við þessari stefnu. Það á ekki að láta leiðtoga kommúnista fagna yfir þvi, að Bandarikjastjórn fremji óhæfuverk engu siður en þeir. Þ.Þ. ■ Fimmtudaginn 5. nóvember kom fjölmennur hópur nemenda, kennara og ibúa Laugarvatns til höfuöstaðarins tilaðárétta kröfu um fjárveitingu til byggingar iþróttamannvirkja að Laugar- vatni. Sú krafa er ekki ný af nál- inni, en vonir m anna um glæsilegt iþróttahiís, sundlaug og kennslu- stofur fyrir t.K.l. uröu að engu þegar sparnaöarráöstafanir rikisstjórnarinnar náðu yfir fjár- veitingu til upphafsframkvæmda nýbyggingarsem veittvará fjár- lögum 1981. Nú er þolinmæði manna þrotin og næsta einsdæmi að mennta- stofnun skuli geta þrifist við nú- verandi aðstæður. Viða er pottur brotinn i aðbúnaði hinna ýmsu rikisstofnana, en af fenginni reynslu þá dreg ég i efa að óviða hafi dregist eins lengi að byggja upp viðunandi aðstöðu bæði fyrir nemendur og kennara. Aðsókn að t.K.l. sýnir, að ungt fólk hefur áhuga fyrir li'kams- mennt og kennslustörfum, en það hlýtur að koma að þvi að ein- hverjir hugsi sig tvisvar um áður enþeir „fórna” tveimur árum við nám viö svo lélegar aöstæður sem nú erboöiðupp á. Þaö verður að gera eitthvað róttækt i málefnum t.K.I. og leita eftir viðunandi Ur- lausn til frambUöar. Þaö má eng- inn sætta sig við neitt annað en fullkomnar aðstæöur og fjöl- mennt og vel menntað starfslið i þessu sambandi. Margir grunnskólar og fram- haldsskóiar bUa viö margfalt betri aöstæður en Í.K.Í., a.m.k hvað varðar iþróttasali og sund- laugar, en þóer ekki allt sem sýn- ist. Það er ekki nóg að eiga glæsi- legt iþróttahús ef nemendafjöld- inn ersvo mikill aö engan veginn sé unnt að framfylgja reglugerð um stundafjölda i iþróttum á viku. Aðrir skólar hafa hvorki iþróttahUs né sundlaug og hvers eiga þeirra nemendur að gjalda. Allir eiga að tileinka sér vissa þekkingu i' bóklegum greinum „aukagreinarnar” tónmennt, handmenntog iþróttir sitja oftast á hakanum hvað varöar full- komnar kennsluaðstæður. Hvar þekkist það að byrjað sé á byggingu iþróttahúss þegar nýr skóli er byggöur? Hvaða nýr skóli fær byggt iþróttahús fyrr en áratugum eftir að starfsemi skólans hefst? Að visu eru til undantekning- arnar og i framfaraátt stefnir, en betur má ef duga skal, það sér varthögg á vatni, vandamálið er þvi gifurlegt. Menntaðir iþróttakennarar leita fyrst og fremst til þeirra skóla sem bjóða upp á bestu að- stæðurnar og láir þeim það eng- inn. A hina staðina ræðst oft á tiðum ómenntað fólk til iþrötta- kennslu einungis til að bjarga þvi sem bjargað verður. . Hvort sem húsnæðið.salur eða sundlaugtelst gotteða dcki.þá er tækjabúnaði oft áfátt. tþrótta- kennarinn á að kenna leikfimi, boltaiþróttir og sund jafnvel án þess að hafa nauðsynleg hjálpar- tæki til þess að virkja nem- endurna. Hver kennir annars 25 menningarmál SALKA VALKA LEIKFÉLAG REYKJAVtKUH SALKA VALKA Höfundur: HALLDÓR LAXNESS Leikgerð: Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Lýsing: Daniel Williamsson. Tónlist: Askell Másson. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrimsdóttir Leikstjóri: Stefán Baldursson. (frumsýning) Salka Valka Á fimmtudaginn var frum- sýndi Leikfélag Reykjavikur leik- gerð af skáldsögunni SALKA VALKA eftirHalldór Laxness, en svo nefna menn nú tvær bækur, sem ritaðar voru fyrir hálfri öld og hétu þá Þú vinviður hreini, er út kom árið 1931 og Fuglinn i fjör- unni, er kom Ut árið eftir i tilefni af þritugsafmæli höfundarins, sem var 23. april það ár. Salka Valka er afmælisverk Leikfélags Reykjavikur, sem er 85 ára um þessar mundir, og einnig er með þvi verið að heiðra skáldið, sem á stórt afmæli bráð- um. Og svo er auövitað ileiðinni, eða kannski fyrst og fremst verið að skapa leiksýningu úr frægri sögu. Salka Valka er sem saga, reist á svipuöum grunni og Hús skálds- ins sem sé i heimi, eða landi, þar sem öllum fiski er stolið. Að visu fjallar siöamefnda sag- an um aðra þætti, eða önnur aðal- atriði i plássi þar sem fiski er stolið. Skáldið reynir að lifa and- legu lifi f veröld, þar sem i raun og veru er ekki rúm fyrir annan skáldskap en útgerð. Snýst um það eitt aö fá að vera i friði, en Salka Valka er á hinn bógin saga um manneskju sem kemur að norðan á leið suöur, en strandar útaf peningaleysi i samfélagi. bar sem einn maðurhefurtekið að sér allt tap og allan fisk fyrir heilt byggðarlag. En þessi timi er þó að renna Ut. Ný bylgja er að fara um heiminn og hún gárar einnig vatnið i flæðarmálinu á þessum stað, sem hvorki er fyrir norðan, eða sunn- an. Skáldið sér að þessi veröld er að renna Ut i sandinn. Og hann skapar Sölku Völku, eins konar nUtimalega Þuriði formann, er eftir miklar sviptingar leggur til atlögu við útgerðina og leggst i félagsmál. Það þarf naumast að rekja efni þessara tveggja bóka fyrir ts- lendinga. Svo inngrónar eru þær i flesta menn, þótt misvel hafi þær nú fallið i kramið á sinum tima. Hitt erafturá móti einkennileg reynsla — að eftir hálfa öld, og nýja skipan, skuli enn þurfa sér- staka menn á íslandi tilað tapa á fiski, svo unnt sé að halda uppi landvinnu, meö tapi. Og að enn, eftir öll þessi ár, skuli atvinnu- vegirnir leita að sinu endanlega núlli. Ti íuiaður við bækur á sviði Þeir Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldursson fylgja sögunni mjög náiö. Fletta henni eiginlega. Einhver leiðinlegasti leikjahöf- undur i Evrópu á minni tið, Ber- tolt Brecht, taldi að leikrit ættu að standa i 6 klukkutima hefur mér verið sagt. Salka Valka tekur um það bil fjóra tima. Með þessu er ekki verið að kvarta undan lengd þessa verks, öðru nær. En þetta lýsir ef til vill betur trúnaði leikhússins við Vin- viðinn hreina og Fuglinn i fjör- unni en ööru visi samanburður myndi gjöra. Sögunni er flett blað fyrir blað. Og ef maður á aö svara þvi hvernig leikgerðin hefur tek- ist, þá má margt gott þar um segja. Þó er orðið langt siðan ég las þessar bækur, áratugir, nema hvað ég greip ofan i' Sölku Völku á dönsku fyrir um það bil ellefu ár- um, og þótti hún ekki siður góð i þeirri þýðingu. En það þýðir ein- faldlega að sagan er hentug i flutningi milli landa og þá lildega frá bók yfir á sviö lika, þótt það sé ekki alveg sambærilegt, að öðru leyti en þvi að Danir, sem voru að lesa bókina, höfðu engu minni skemmtun af henni en ég, sem „þekkti allar aðstæður”. Uppfærsla Stefáns Baldursson- arer með nokkuö öðrum hættien hann á vanda til. Hann hefur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.