Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýle^a bíla til niðurrifs Simi (91) 7 - 75-51, (91) 7- 80-50. UTTTVn 1JT7' Skemmuvegi 20 títjUlf . Rópavogi Mikiö úrval Opid virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 VONA AD ÉG SÉ KOM- INN í SÓKN AÐ NVJU” — segir Guðmundur Sigur- jónsson, eftir mótið í Randers ■ Agætur árangur GuOmundar Sigurjónssonar á svæðamótinu i Kanders I Danmörku gefur skák- unnendum ástæOu til aO vona aO hann sé nú á góOri leiO meO aO rífa sig upp úr þeirri lægO sem hann hefur veriö i um skeiö, en eins og kunnugt er skorti hann nú aöcins hálfan vinning til þess aö komast áfram á millisvæöamótiö. Viö ræddum stuttlega viö Guömund þegar hann kom heim i gær og spuröum við fyrst um veiðureign hans viö israelsmanninn Grun- feld. „Já, við Grunfeld höfum teflt nokkrum sinnum saman og mér hefur gengið fremur illa á móti honum,” sagði Guðmundur, „tapað fyrir honum þrisvar og tvisvar fengið jafntefli. Það er nú svo að flestir skákmenn eiga dá- litið slæma andstæðinga og ég hef talið Grunfeld i þeim flokki hvað mig varðar. Þess vegna var það nokkuö ánægjulegt að mér skyldi takast að leggja hann núna. Við urðum báðir að vinna, til þess að eiga einhverja möguleika á að komast áfram og þvi tefldu báðir stift til vinnings. Var þaö vegna aukinnar þekk- ingar á aöferöum hans, sem þetta tókst nú? „Ég þekki hans tækni orðið af- skaplega vel og það hefur eflaust komið mér að gagni. Ég held að éghafi valið skynsamiega byrjun á móti honum, a.m.k. reyndist hún vel. Þá hafði ég hvitt og fékk þægilega stöðu. Hann lenti samt um tima i erfiðri stöðu og fórnaði þá manni en fékk tvö sterk peð fyrir. En ég gat stöðvað þau og siöan farið I sókn og unnið að lok- um. Þetta var vel skipað mót en ansi langt og strangt, 17 umferðir og þvi löng útivist. Ég fór út 7. janúar og var fyrst að koma heim nú, 3ja febrúar. Ekki sist varð dvölin fábreytileg eftir að þeir Jón L. og Helgi voru farnir heim. Þeir tefldu vel á köflum, en það hafði sitt að segja fyrir Jón að hann veiktist og telfdi þá siður. En þeir tefldu vel margar skák- ir.” — Nú spá menn aö þú sért kom- inn I sókn aö nýju? „Það vona ég svo sannarlega. Það er afskaplega þreytandi að vera i öldudal þetta lengi. En árangurinn gengur gjarna i bylgjum hjá skákmönnum og enginn veit af hverju það gerist. Menn virðast detta niður alveg upp úr þurru, — en koma svo aft- ur. — Nú er Reykjavikurmótið framundan? „Já, ég vona að ég eigi ein- hverja afgangsorku. Þetta verður ansi mikil törn að tefla, það eru ellefu skákir framundan á þessu móti. Ég geri ráð fyrir að tefla mikið á þessu ári, a.m.k. virðist allt benda til þess þegar maður litur á almanakið og mótin fram- undan, ekki sist Olympiumótið i haust og stóra atburði þar i milli.” Guðrhundur var nýkominn til landsins þegar við ræddum við hann og varð all hissa, þegar við sögðum honum frá hinni miklu þátttöku i Reykjavikurmótinu. „Þetta ætti þá að verða gott mót,” sagði hann og með það kvöddumst við og blaðamaður óskaði honum fyrir hönd lesenda Timans góðs gengis i komandi átökum. — AM ' inr Fimmtudagur 4. febrúar 1982 ■ Guðmundur Sigurjónsson: „Vona aö ég eigi afgangsorku fyrir Reykjavikurmótiö”. TimamyndGE. fréttir Eins og meðal sumarrennsli í Skeiðará ■ „Það komu hérna mælingamenn frá Orkustofnun I dag. Þeir segja rennslið vera svona meðal sumarvatn eða hátt i það. Svo þetta er nú ekki svo mikið ennþá”, sagði Ragnar bóndi á Skaftafelli er Timinn spurði hann frétta af Skeiðarár- hlaupi i gærkvöldi. Ragnar sagði vöxt árinnar ákaflega hæg- an, en nú er nær vika siðan hlaupið byrjaði. Þetta hafi þó verið mjög algengur gangur nú siöari árin að vatn- ið vaxi hægt fyrstu dagana, en siðar örar og komist i hámark um hálfum mánuöi frá . þvi hlaup byrjar. Erfitt sé þó að spá þvi fyrirfram hverju sinni hvernig þetta hagar sér. Ragnar sagði feikn mikinn is og vatniö þvi bullandi milli skara, þannig að erfitt hafi verið að átta sig á rennslinu. —HEI Vitlaust veður á Vestf jarðamiðum ■ Allir togarar á Vestfjarðamiðum munu hafa leitað til lands i gærdag vegna veðurs. Timinn haföi tal af togararsjó- manni á Suðureyri i gærkvöldi. Þeir höföu komið inn um tvö leit- ið i gær. Sagði hann hafa verið ágætt veður i fyrrakvöld en siðan hvesst mikið með morgninum i gær og orðið leiðindaveður á landleiðinni. Það sem sjómaðurinn nefndi leiðindaveður mun hafa verið um 9-10 vindstig. Ekki kvað hann þó hafa verið mikla isingu. Veðrinu fylgdi töluverð snjókoma, þannig að allt var ófært á þess- um slóöum i gær- kvöldi. —HEI dropar Hámark ósvífn- innar ■ Og hér er ein ótrúleg en sönn. t ófærðinni á dögunum voru hjón nokkur á ferö i bil sinum og þurftu aö koma viö I banka. Þar sem öll merkt bilastæði voru upptekin lagði maöurinn bilnum til hiiö- ar viö eitt stæöiö, en kon- an beiö I biinum ef ske kynni aö hann yröi fyrir einhverjum og þyrfti aö færa hann. Nokkur stund leið áöur en ungur maöur bankaði á bilgluggann, sem konan sat viö, og spuröi hvort hún gæti ekki kippt bllnum aðeins áfram, sem konunni þótti ekki nema sjálfsagt. Skömmu síöar kom eiginmaöurinn úr bankanum, en þegar hann ætlaði aö aka af staö brá svo viö aö billinn hrcyfðist ekki spönn frá rassi heldur spólaöi án af- láts á klakanum. Skýringin fékkst þegar maöurinn opnaöi bilhurö- ina og leit út: kcöjunum haföi verið stoliö undan bilnum meðdyggri aöstoö konunnar! . Ýmislegt farið að þorna ■ Þegar Garðar Sigurðsson mælti fyrir einhverju áliti sjávarút- vegsnefndar á Alþingi fyrir nokkru bar skreiðarverkun á góma, og sagðist Garðar ekki vera viss um að allir þingmenn vissu yfir höfuö hvaö skreiö væri. Gvend- ur Jaki greip þá fram i og sagöist taka undir þetta meö Garöari, — hann heföi átt aö taka meö sér sýnishorn af fyrirbærinu. Guörún Helgadóttir vildi ekki láta sinn hlut eftir liggja i frammíköll- unum og sagði óþarfa aö koma með sýnishorn, — það væru svo margar skreiðar fyrir á þingi. Garöar sneri sér hægt I áttina aö Guðrúnu, — horföi stundarkorn fast á hana yfir efri brún gler- augnanna, og sagði siðan meö áhersluþunga: „Það er rétt Guörún, þaö er ýmislegt fariö aö þorna hérna inni”. Af Sigurðs- sonum ■ Meira af Garðari Sigurössyni. „Þaö er meira snobbiö hér á Alþingi”, sagöi Garðar einhverju sinni, „hér er maður sem heitir Gunnar Sigurðsson og kallar sig Thoroddsen. Annar heitir Ragnar Sigurðsson og kallar sig Arnalds, og sá þriöji heit- ir Eggert Sigurðsson og kallar sig Ilaukdal. Sjálfur er ég bara kallað- ur Garðar Sigurösson og er ekki einu sinni Sigurös- son”. Krummi ... heyrir að menn séu farnir aö flytja inn þráölaus simtæki. Sá hiýtur aö maka krókinn sem fær umboð fyrir skreflausu tækjunum...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.