Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2008, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 28.04.2008, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 28. apríl 2008 3 Búðu um rúmið þitt! RÚMIN OKKAR ERU OFT EKKI BARA STAÐUR TIL AÐ SOFA Á það er ótrúlegt hvað rúm laða börn til sín, til þess að hoppa eða leika sér. Við hin fullorðnu eigum það stundum til að leggjast aðeins upp í yfir daginn, til að kíkja í tölvuna, lesa bók eða fá okkur kríu. Mikilvægt er að halda svefnstaðn- um okkar eins hreinum og hægt er þar sem við liggjum í rúminu margar klukku- stundir á sólarhring hverjum og hjúfrum okkur ofan í koddann og sængina. Besta leiðin til að halda sandi og ryki frá rúminu er að búa um það á hverjum morgni og nota til þess rúmteppi. Tepp- ið heldur ryki og öðrum skít frá sængur- verinu og lakinu og með þessu móti er rúmið hreint mun lengur. Það er fátt jafn notalegt og að skríða upp í hreint rúm og því er það alveg þess virði að leggja á sig þær tvær mínútur sem það tekur að búa um rúmið á hverjum morgni. - kka Engin för eftir fætur HLÍFÐARTAPPAR GETA VERNDAÐ BÆÐI GÓLF OG VEGGI Fætur á stólum, borðum og sófum geta auð- veldlega rispað gólf og ef húsgögn standa upp við vegg er einnig hætta á að þau rispi vegg- ina. Hlífðartappar eru sniðug lausn til að koma í veg fyrir rispur og för í gólf eða veggi. Hlífð- artappar fást yfirleitt í dökkum og ljósum lit til þess að þeir gangi með sem flestum húsgögn- um og séu þannig ekki of áberandi. Hægt er að fá tappa sem eru límdir á húsgagnið en einnig er hægt að fá tappa sem eru negldir undir stól- eða borðfætur og haldast þannig betur á. Tappar þessir koma í mismunandi stærðum en þeir eru yfirleitt úr þannig efni að hægt er að klippa þá til svo að þeir passi alveg. Notkun tappanna þarf alls ekki að einskorðast við stól- eða borðfætur, gott er að líma þá á þann hluta sófans, rúmsins eða skrifborðsins sem liggur upp við vegg. Þannig má koma í veg fyrir ljótar rispur og för. - kka Teppi og ofnæmi TEPPALAGÐAR ÍBÚÐIR HENTA EKKI ÖLLUM ÞVÍ GÓLFTEPPI FRAMKALLA OFNÆMISVIÐBRÖGÐ HJÁ SUMUM Þó sumir virðist vera með ofnæmi fyrir teppum eru það þó ekki tepp- in sjálf sem valda ofnæmisvið- brögðunum heldur rykmaurarnir sem þrífast vel í þeim. Rykmaurar eru litlir áttfætlings- maurar skyldir köngulóm og mannakláðamaur. Rykmaurar gefa frá sér um tíu til tuttugu skítakúl- ur á dag og það eru þær sem þyrl- ast upp í loftið þegar gengið er um teppin og berast í öndunar- færi manna. Um tíu prósent þeirra sem eru með ofnæmi fyrir húsryki eru einnig með ofnæmi fyrir ryk- mauraskít. Bestar ráðið gegn ofnæmi af þessu tagi er að vera ekki með teppi í svefnherbergjum, og ef teppi eru á heimilinu að hafa þau þá helst með stuttum hárum. Hreinsa má úrgang rykmauranna úr sængum og koddum með því að setja þá í plastpoka og tæma loftið úr með ryksugu. Einnig má setja tuskuleikföng, kodda og sængur í frysti. - kka sími 587 2222 / sala@hellusteypa.is / www.hellusteypa.is Vortilboð grár Klaustursteinn Verð nú kr. 1.950,- m Verð áður kr. 2.295,- m P IP A R • S ÍA • 8 0 8 3 8 Tilboðsverð miðast við staðgreiðslu eða staðgreiðslulán Visa og Eurocard til allt að 36 mánaða. Ef greitt er með eingreiðslu Visa eða Euro er tilboðsverðið kr. 2.020,- Tilboðið gildir til 5. maí 2008 2 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.