Fréttablaðið - 28.04.2008, Page 32

Fréttablaðið - 28.04.2008, Page 32
 28. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● híbýli - eldhús Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, notar hvít- laukspressuna hvað mest í eldhúsinu. „Hún er reyndar gömul og lúin en gegnir afskaplega mikilvægu hlut- verki enda nota ég hvítlauk í nán- ast hvaða mat sem er,“ segir Arna Kristín sem á erfitt með að fara eftir uppskriftum. „Ég læt frek- ar stjórnast af tilfinningu við elda- mennskuna og er hvítlaukur mitt helsta leynivopn. Ef það eiga að vera tvö rif í uppskrift þá set ég hiklaust fimm,“ segir hún og hlær. Sá hlutur sem Arna heldur þó hvað mest upp á í eldhúsinu er nýja Elica-viftan sem einnig er fal- legt ljós. „Ég er mjög hrifin af hlutum sem hafa marg- Hvítlaukspressan og viftan oftast í notkun Arna Kristín Einarsdóttir eldar með hjartanu og notar hvítlaukinn óspart. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Arna er hrifin af hlutum með margþætt notagildi eins og Elica-viftuna sem er óspart notuð. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 viðarparket Frágangur og hreinlæti í eldhúsi er mjög mikilvægur. Svæðið sem við notum til þess að matreiða fyrir okkur og fjölskylduna þarf að vera hreint. Best er að vaska upp eða setja í uppþvottavélina reglulega, helst einu sinni til tvisvar á dag og ganga frá matvælum. Margir halda þó að þegar búið sé að vaska upp sé þrifum þar með lokið. Það er hin mesti misskiln- ingur. Jafn mikilvægt er að þurrka vel af öllum borðum, helst með smá sápu, og að hreinsa vaskinn af þeim matvælum sem í honum eru. Gamlar og blautar matarleifar í vaskinum eru í fyrsta lagi ógeðsleg- ar og í öðru lagi gróðrarstíga fyrir alls kyns bakteríur. -kka Mikilvægt er að hreinsa alltaf eldhúsvaskinn eftir uppvask. NORDICPHOTOS/GETTY Góð umgengni er mikilvæg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.