Fréttablaðið - 05.05.2008, Síða 50

Fréttablaðið - 05.05.2008, Síða 50
18 5. maí 2008 MÁNUDAGUR Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir var nýlega ráðin ritstjóri 24 stunda og bíður spennt eftir að byrja. „Ég hef verið með hugann við fjölmiðla frá því ég man eftir mér og vissi alltaf að blaðamennska væri draumastarfið mitt,“ segir hún glað- lega. „Ég er í fæðingarorlofi núna því ég eignaðist dóttur í janúar en byrja fljótlega að vinna og tek við ritstjórn 2. júní þannig að fyrsta blaðið mitt kemur út 3. júní. Ég veit að fram undan er mikið starf en í mínum huga er bara til- hlökkun.“ Dæmigert að blaðamanni dettur strax í hug að spyrja Gunnhildi Örnu hvað hún ætli þá að gera við dótturina ungu. Karlritstjóri hefði sjálfsagt sloppið við þá spurn- ingu. „Stúlkan á góðan föður líka sem er verðandi eiginmað- ur minn. Hann lengir fæðingarorlof sitt en ég stytti mitt á móti,“ svarar hún og upplýsir að um sé að ræða Þingeying- inn Björn Friðrik Brynjólfsson, aðstoðarmann Einars Krist- ins Guðfinnssonar ráðherra. Gunnhildur Arna átti heima á Hólmavík sem barn en kveðst hafa haldið til Reykjavíkur 16 ára og sest á skóla- bekk í Fjölbraut í Breiðholti þar sem enginn framhaldsskóli var í heimabyggð. Síðan lá leiðin til Þýskalands sem skipti- nemi og eftir það í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún lauk stúdentsprófi. Skyldi hún hafa hitt unnustann þar? „Nei, reyndar ekki. Hann var í MA en er fjórum árum eldri en ég og því nýfarinn þegar ég byrjaði. Ég fann hann í Þjóð- leikhúskjallaranum og þá kom í ljós að við áttum fjölmargt sameiginlegt. Bæði af landsbyggðinni og MA-ingar, með svipað háskólanám að baki og stefndum á fjölmiðla þannig að við smullum saman. Nú eigum við dótturina Margréti Örnu, fjögurra mánaða, ætlum að gifta okkur í sumar og lífið er bara dásamlegt.“ Gunnhildur Arna kveðst alltaf hafa verið fréttaþyrst. „Þegar ég var um tíu ára var fréttagetraun vikulega í grunn- skólanum á Hólmavík til að athuga hversu vel við fylgd- umst með og eftir veturinn stóð ég uppi sem sigurvegari.“ Strax eftir nám í hagnýtri fjölmiðlun í HÍ 2004 kveðst hún hafa byrjað á Fréttablaðinu og sinnt þar fjölbreyttum störf- um til haustsins 2006. „Auk þess að skrifa fréttir var ég í vaktstjórninni og stýrði líka fréttatengdum þætti á Talstöð- inni þannig að þetta var lærdómsríkur tími,“ rifjar hún upp. „Svo fór ég með Sigurjóni M. Egilssyni yfir á Blaðið þegar hann tók við ritstjórn þar og þá varð ég fréttastjóri. Það var gott að byrja á Fréttablaðinu en Blaðið sem nú heitir 24 stundir hefur verið minn stærsti skóli. Við höfum gert svo miklar breytingar á því sem hefur verið virkilega gaman að taka þátt í. Þar er góður og samstilltur hópur og mikið kapp í fólki. Vinnudagurinn getur auðvitað verið langur eins og yfirleitt á fjölmiðlum en 24 stundir er samt góður miðill að vera á fyrir fjölskyldufólk því þar eru hvorki kvöldvaktir né helgarvaktir og það er gríðarlegur kostur.“ Þótt ólíklegt sé að Gunnhildur Arna kynni framtíðaráætl- anir 24 stunda fyrst í Fréttablaðinu er hún spurð hvort þar sé frekari breytinga að vænta nú þegar hún taki við stjórn- inni. „Já, það verða breytingar en ég ætla að byggja á því sem fyrir er,“ svarar hún ákveðin. „Okkur hefur gengið mjög vel, við erum komin með fastan lesendahóp svo fram- tíðin er bara björt.“ gun@frettabladid.is GUNNHILDUR ARNA: NÝR RITSTJÓRI Draumastarfið RITSTJÓRINN GUNNHILDUR ARNA. „Ég hef alltaf verið fréttaþyrst.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HENRYK SIENKIEWICZ FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1846 „Dagarnir líkjast hver öðrum eins og perlur í bænabandi ef frá eru taldar breytingarnar á veðrinu.“ Henryk Sienkiewicz var pólsk- ur rithöfundur sem hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1905. Hann lést 15. nóvember árið 1916. Móðir mín, tengdamóðir og amma, Guðlaug Pálsdóttir Hersir hjúkrunarheimilinu Skjóli, andaðist síðasta vetrardag, 23. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. maí klukkan 15.00. Gylfi Páll Hersir Sigurlaug Gunnlaugsdóttir Kári Gylfason Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingibjargar Pálsdóttur frá Björk, Grímsnesi, Grænumörk 5, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Tryggvadóttir Hörður Smári Þorsteinsson Tómas Tryggvason Þórdís Pálmadóttir Páll Tryggvason Sigríður Björnsdóttir barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þóreyjar Þorbergsdóttur sjúkraliða, Laugarnesvegi 89. Hrafnhildur, David og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, Hafsteinn Björnsson Laufvangi 9, Hafnarfirði, lést þann 17. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Pálsdóttir Inga Hafsteinsdóttir Jón Garðar Hafsteinsson Dagný María Sigurðardóttir Erna Fríða Berg Ingólfur P. Steinsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Bára Valdís Pálsdóttir lengst af til heimilis á Sunnubraut 16, Akranesi, sem lést sunnudaginn 27. apríl sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minn- ast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg Akranesi, s. 570 5900. Margrét Valtýsdóttir Arnar Halldórsson Ármann Sigurðsson Díana Bergmann Valtýsdóttir Viktor Björnsson Benedikt Valtýsson Jóna Sigurðardóttir Kristrún Valtýsdóttir Erlingur Þ. Guðmundsson og ömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Andrés Guðnason Langholtsvegi 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 13.00. Örn Úlfar Andrésson Jóhanna Stefánsson Kristín Rós Andrésdóttir Björn Ástvaldsson Gunnar Már Andrésson Bjargey Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir jarðfræðingur, Kaldrananesi Mýrdal, lést 23. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Áskirkju mið- vikudaginn 7. maí kl. 13.00. Pálmi Lárusson Vilmundur Pálmason Lilja Björk Pálsdóttir Guðrún Lára Pálmadóttir Oddur Valur Þórarinsson Elsa Barðdal Vilmundardóttir Ásrún Ösp Vilmundardóttir Arnþór Víðir Vilmundarson Okkar ástkæri Jósef Halldórsson byggingarmeistari, til heimilis að Dvalarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sem andaðist mánudaginn 28. apríl sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 15.00. Börn, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1990 var lagt inn á gleðibanka íslensku þjóðarinnar því þá náði hún fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með hvorki meira né minna en 124 stig. Það var langbesti árangurinn frá því við hófum að taka þátt í keppninni árið 1986 með Gleðibankan- um. Meðan á keppninni stóð voru menn farnir að óttast að þurfa að halda keppnina að ári. Framlag okkar árið 1990 var Eitt lag enn með Stjórninni þar sem Sigga Beinteins og Grétar Örv- arsson voru í aðalhlutverkum og stóðu sig með mikilli prýði. Lagið var eftir Hörð G. Ólafsson og texti eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson. Eitt lag enn er dillandi sveifla eins og þjóðin þekkir og það varð gríðarlega vin- sælt hér á Fróni í kjöl- farið svo varla var til það mannsbarn sem ekki kunni það. Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér þreytist enginn, þú skalt dansa það sem eftir er... Keppnin 1990 var haldin í Zagreb sem þá tilheyrði gömlu Júgóslav- íu. Hún var sú 35. í röðinni þó að við værum svo til nýbyrjuð að taka þátt. Sigurvegari þetta árið var dúó frá Ítalíu, Toto Cutugno, með lagið Ins- ieme: 1992. ÞETTA GERÐIST : 5. MAÍ 1990 Stjórnin í fjórða sæti í Eurovision MERKISATBURÐIR 1639 Brynjólfur Sveinsson er vígður Skálholtsbiskup. 1759 Jón Þorkelsson, fyrrver- andi rektor Skálholtsskóla, deyr. Eigur hans runnu í stofnun sjóðs til að efla menntun barna í Kjalar- nesþingi. 1945 Guðmundur Kamban leikritaskáld er skotinn til bana í Kaupmannahöfn. 1951 Dakota-flugvél sem tók þátt í björgun áhafn- ar flugvélarinnar Geys- is á Vatnajökli er flogið til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Vatnajökli heilan vetur. 1970 Eldgos hefst í Heklu og veldur askan mikl- um skemmdum á gróðri, einkum norðanlands.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.