Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 05.05.2008, Qupperneq 58
26 5. maí 2008 MÁNUDAGUR MasterCard Mundu ferðaávísunina! Meistarakeppni karla Valur-FH 2-1 Pálmi Rafn Pálmason (16., 63.) - Atli Viðar Björnsson (4.). Enska úrvalsdeildin Arsenal-Everton 1-0 1-0 Nicklas Bendtner (77.). Liverpool-Man. City 1-0 1-0 Fernando Torres (58.). Ítalska úrvalsdeildin Catania-Reggina 1-2 Emil Hallfreðsson sat á bekknum hjá Reggina. AC Milan-Inter 2-1 Filippo Inzaghi (51.), Kaka (56.) - Julio Cruz (76.). Sampdoria-Roma 0-3 Christian Panucci (75.), David Pizzaro (79.), Cicinho (85.). Spænska úrvalsdeildin Villareal-Getafe 2-0 1-0 Kahveci Nihat (37.), 2-0 Kahveci Nihat (44.). Barcelona-Valencia 6-0 Lionel Messi (6.), Xavi (8.), Thierry Henry (14., 58.), Bojan Krkic (72.,79.). Osasuna-Real Madrid 1-2 Punal (84.) - Arjen Robben (88.), Higuain (89.). Sænska úrvalsdeildin Sundsvall-Djurgården 0-0 Sverrir Garðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson léku allan leikinn með Sundsvall og Ari Freyr Skúlason síðustu fimm mínúturnar. Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn með Djurgården. Hammarby-Gautaborg 0-0 Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn með Gautaborg. Danska úrvalsdeildin Brøndby-Nordsjælland 3-0 Stefán Gíslason skoraði annað mark Brøndby. Viborg-AaB 0-1 Rúrik Gíslason lék allan leikinn með Viborg. Norska úrvalsdeildin Vålerenga-Molde 1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson var byrjunarliðinu en var skipt út af í hálfleikinn hjá Vålerenga. Aalesund-Lyn 0-4 Indriðið Sigurðsson lék allan leikinn með Lyn og Theodór E. Bjarnason lék í 82. mínútur. Strömgodset-Bodö/Glimt 1-2 Birkir Bjarnason skoraði sigurmark Bodö/Glimt. ÚRSLIT FÓTBOLTI Stórliðin Arsenal og Liverpool unnu bæði sína leiki 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal sigraði Everton á Emirates-leikvanginum þar sem hinn danski Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið á 77. mínútu með hörkuskalla eftir sendingu Armand Traore og Arsenal eygir því enn von um annað sætið í deildinni. Andy Johnson fékk besta færi Everton í leiknum en eftir tapið þarf Liverpoolborgar- liðið nú að ná stigi í lokaumferð- inni til að tryggja sér fimmta sætið og þátttökuréttinn í UEFA- keppninni á næsta tímabili. Enginn annar en Fernando Torres skoraði eina mark leiks Liverpool og Manchester City á Anfield en þetta var áttundi leikurinn í röð sem Spánverjinn snjalli skorar á Anfield og 32. markið hans á tímabilinu. Torres fór illa með varnarmanninn Richard Dunne og afgreiddi svo boltann í netið af stuttu færi á 58. mínútu. - óþ Enska úrvalsdeildin: Torres áfram iðinn á Anfield ÖFLUGUR Fernando Torres skoraði í sínum áttunda leik í röð á Anfield. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það var mikið um að vera í spænska boltanum í gær þar sem Real Madrid varð spænskur meistari eftir 1-2 úti- sigur gegn Osasuna og Barce- lona hreinlega slátraði Valencia 6-0 á Nývangi. Real Madrid gat með sigri gegn Osasuna tryggt sér spænska titilinn en það blés þó ekki byr- lega fyrir Spánarmeisturunum framan af þar sem varnarmað- urinn Fabio Cannavaro fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða á 46. mínútu. Heimamenn í Osasuna tóku svo forystu í leiknum á 83. mínútu þegar Fracisco Punal skoraði og útlitið því ekki gott fyrir Real Madrid en liðið gafst ekki upp. Arjen Robben jafnaði leikinn á 88. mínútu og einni mínútu síðar skoraði svo varamaðurinn Gonz- alo Higuain sigurmarkið og tryggði Real Madrid spænska titilinn annað árið í röð. Slátrun á Nývangi Barcelona fann loksins aftur skotskóna sem liðið týndi fyrir einvígi sitt gegn Manchester United í undanúrslitum Meist- aradeildarinnar og það þurfti því ekki að spyrja að leikslokum hvernig færi þegar lánlaust lið Valencia kom í heimsókn. Segja má að heimamenn hafi klárað dæmið á fyrsta stundar- fjórðungi leiksins þar sem liðið skoraði þrjú mörk. Lionel Messi opnaði markareikninginn á 6. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Xavi bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Thierry Henry skoraði þriðja markið á 14. mínútu og staðan hélst þannig til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik var Henry aftur á ferðinni og skor- aði sitt annað mark á 58. mínútu og ekkert gekk upp hjá Valencia sem rak knattspyrnustjórann Ronald Koeman vegna hörmu- legs árangurs í La Liga deildinni. Martröðin var þá hins vegar ekki á enda því varamaðurinn Bojan Krkic átti eftir að láta hressilega til sín taka. Krkic skoraði fimmta mark Barcelona á 72. mínútu en lét ekki þar við sitja og bætti við sjötta markinu á 79. mínútu eftir góðan undirbúning Eiðs Smára Guðjohnsen sem var þá nýkom- inn inn á fyrir Samuel Eto‘o. Lokatölur á Nývangi urðu sem segir 6-0. - óþ Viðburðaríkur dagur í spænsku deildinni í gær: Madrid meistari MEISTARAR Leikmenn Real Madrid fögnuðu dátt í leikslok í gær eftir dramatískan sigur gegn Osasuna þar sem sigurmarkið kom á 89. mínútu. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals sigruðu bikarmeistara FH 2-1 í hinni árlegu Meistarakeppni KSÍ í Kórnum í gærkvöld. FH-ingar fengu óskabyrjun þegar Atli Viðar Björnsson skor- aði fyrsta mark leiksins á 4. mín- útu þegar hann vippaði boltanum snyrtilega yfir Kjartan Sturluson markvörð Vals utarlega úr teign- um. Nokkrum mínútum síðar dundi annað áfall yfir Valsmenn þegar Dennis Bo Mortensen var borinn af leikvelli eftir tæklingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Valsmenn voru ekki lengi að jafna sig því Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á 16. mínútu með frábæru skoti utan teigs. Jafnræði var með liðunum framan af leik en síðasta stundar- fjórðunginn voru FH-ingar mun aðgangsharðari en flestar mark- tilraunir þeirra enduðu fyrir aftan mark Valsmanna eða í öruggum höndum Kjartans og því var stað- an enn jöfn, 1-1, í hálfleik í opnum og skemmtilegum leik. Það var lítið ris yfir leik liðanna framan af síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skoraði Pálmi Rafn sitt annað mark í leiknum með skalla þegar 63 mínútur voru liðnar eftir hornspyrnu Guðmundar Bene- diktssonar. Leikurinn hresstist á við markið og liðin fóru að leika boltanum eftir jörðinni á ný eftir hálofta- spyrnur fyrsta korterið í síðari hálfleik. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora en inn vildi boltinn ekki og fögnuðu Valsmenn góðum sigri í fínum leik sem lofar góðu fyrir komandi tímabil. Besti leikmaður vallarins og markaskorari Vals Pálmi Rafn Pálmason var að vonum ánægður með sigurinn. „Þetta lofar mjög góðu. Frábært að ná í þennan titil og vinna mjög sterkt lið. Gott start inn í sumarið. Við höfum spilað betur en vorum samt þéttir og ógnandi. Í fyrri hálfleik gáfum við þeim of mikinn tíma inni á miðj- unni og við vorum ekki nógu grimmir í návígum. Við mættum þeim af hörku í seinni hálfleik. Við ætluðum að taka þennan titil,“ sagði Pálmi um gang leiksins. Pálmi hefur leikið frábærlega á undirbúningstímabilinu og því eðlilegt að velta vöngum yfir því hvort atvinnumennskan sér farin að banka á dyrnar. „Það er ekkert í gangi hjá mér. Ég einbeiti mér að því að vera hjá Val og reyna að standa mig. Ég hugsa ekki um hitt í augnablikinu.“ - gmi Pálmi Rafn hetja Vals Það var enginn vorbragur á leik Vals og FH í Meistarakeppni KSí þar sem að Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason skoraði bæði mörk Vals í 2-1 sigri. BIKARINN Á LOFT Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, fær hér aðstoð frá varnar- manninum Atla Sveini Þórarinssyni við að lyfta sigurlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.