Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 2
2 16. júní 2008 MÁNUDAGUR Haustferð til Barcelona Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Hesperia-hótelinu ásamt morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 67.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 5.–8. september Fararstjóri: Halldór Stefánsson F í t o n / S Í A LÖGREGLUMÁL Mikið var um ölvun og ólæti á Akureyri í fyrrinótt. Þar standa yfir Bíladagar og voru fangageymslur fullar eftir nótt- ina. Aðsúgur var ítrekað gerður að lögreglumönnum og yfirlögreglu- þjónn segist aldrei hafa kynnst annarri eins hegðun í bænum. „Það var mikið um slagsmál og skrílslæti,“ segir Daníel Guðjóns- son yfirlögregluþjónn, sem kallar þá ódælu bílabullur og líkir þeim við viðskotaillar fótboltabullur. „Lögreglumenn fengu ekki frið til að vinna. Það var þráfaldlega veist að þeim og við þurftum að fjar- lægja þá sem verst létu.“ Daníel segir ástandið hafa verið afar óvanalegt, virðingarleysi sumra gesta gagnvart lögreglu og samborgurum sínum hafi verið algjört og hann segist ekki muna eftir annarri eins framkomu. „Menn þurftu að beita bæði kylf- um og varnarúða til að halda fólki í skefjum og lögreglumenn voru grýttir með flöskum og dósum.“ Á þriðja tímanum var skotið úr skoteldatertu lárétt yfir Ráðhús- torgið í átt að lögreglumönnum og öðru fólki. Enginn meiddist og lög- regla veit ekki hver eða hverjir voru að verki. Skömmu síðar var gerður aðsúgur að lögregluþjón- um við handtöku og reynt að hindra handtökuna. „Við veltum því fyrir okkur hvað hefur mistek- ist í uppeldi þessara ungmenna,“ segir Daníel. „Þetta er þeim náttúr- lega til háborinnar skammar.“ Þá var gæslumaður á tjaldstæði sleginn tvívegis í andlitið og rúður brotnar víðs vegar um bæinn auk þess sem fjöldi kvartana barst vegna spólkeppni sem frá lagði mikinn reyk og illan daun. Alls var tilkynnt um sjö líkams árásir. Þetta er annað árið í röð sem skemmtanahöld í kringum Bíla- daga fara úr böndunum. Í fyrra brutust ítrekað út hópslagsmál á tjaldstæðinu í bænum og fanga- geymslur fylltust. Bíladagar standa fram á þriðjudag og verður lögregla með aukinn viðbúnað þangað til þeim lýkur. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjar- stjóri segir samráðsfund fyrirhug- aðan um hátíðahöldin. „Við munum fara rækilega yfir þessa helgi núna að henni lokinni með lögreglu og skipuleggjendum. Þar verður skoðað hvað gekk vel, hvað illa og hvar við getum bætt okkur.“ Hún bendir þó á að hátíðin hafi gengið vel að mestu leyti. „Þetta er ástand sem skapast af fáum en öflugum hópi og það er dapurlegt að fáir svartir sauðir skuli skemma svona fyrir hinum,“ segir Sigrún Björk. stigur@frettabladid.is Lögregla í kröppum dansi á Bíladögum Ölvaðir og ódælir bílaáhugamenn á Akureyri fleygðu flöskum og skutu flugeld- um í átt að lögreglumönnum. Beita þurfti kylfum og varnarúða. Yfirlögreglu- þjónn man ekki eftir öðru eins. Bæjarstjóri segir að fundað verði um atburðina. SPÓLKEPPNI Mikið var kvartað yfir reyk og ólykt sem barst frá spólkeppni í bænum. SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR BANDARÍKIN, AP Barack Obama nýtir sér vaxandi óánægju með George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, í kosningabaráttu sinni. Obama gagnrýnir John McCain mótframbjóðanda sinn fyrir tengsl hans við Bush. Hann segist ætla að afturkalla umdeildar skattalækkanir sem Bush veitti hinum tekjuhæstu og ætlar að nota féð til að lækka skatta láglaunafólks og fátækra eldri borgara. Einnig ætlar hann að hægja smám saman á Íraks- stríðinu og veita fé í rannsóknir nýrra orkugjafa. McCain er hins vegar hlynntur Íraksstríðinu og segir það styðja yfirlýsingar Bush um stríð gegn hryðjuverkum. - hþj Kosningabaráttan vestra: Obama nýtir sóknarfærin DANÍEL GUÐJÓNSSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi leitar brennuvargs sem talinn er hafa lagt eld að þremur bílum fyrir utan réttingaverkstæði í bænum í gærmorgun. Lögregla fékk tilkynningu á sjöunda tímanum í gærmorgun um að þrír bílar stæðu í ljósum logum fyrir utan verkstæði við Gagnheiði. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins. Tveir bílanna eru gjörónýtir og sá þriðji mikið skemmdur, að sögn varðstjóra lögreglu. Bílarnir munu ekki vera í eigu sama aðila og er talið að brennuvargurinn hafi valið þá af handahófi. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. - sh Brennuvargs leitað á Selfossi: Lagði eld að þremur bílum Stefán, gætuð þið ekki bara fengið inni í Vöffluvagninum? „Ég er nú hræddur um að þá kæmu vöflur á marga.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir fimm- tán til tuttugu fermetra húsi á Lækjar- torgi yfir sumarið, sem yrði eins konar færanleg lögreglustöð. Stefán Eiríksson er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. VERÐLAUN Nýja brúin yfir Þjórsá sigraði í samkeppni Norræna vegasambandsins, NVF. Einar Hafliðason, forstöðumaður brúardeildar Vegagerðarinnar, segir verðlaunin mikilvæg. „Það er ákaflega styrkjandi að fá svona viðurkenningu. Það segir okkur að verkfræðiþekking Íslendinga sé jafn góð og hjá öðrum þjóðum.“ Verðlaunin voru veitt fyrir framsækni við hönnun og byggingu mannvirkis. Verkefnið var unnið í samstarfi við Bjarna Bessason, prófessor í verk- fræði, en hann er sérfróður um jarðskjálftaverk- fræði. „Við settum jarðskjálftamæla í gömlu brúna og nýttum okkur upplýsingarnar við byggingu þeirrar nýju,“ segir Einar. „Brúin var hönnuð með það að markmiði að hún stæði af sér stærstu skjálfta án þess að það bitnaði á útliti hennar og burðarþoli.“ Þjórsárbrúin sló út keppinauta á borð við Eyrar- sundsbrúna og Gautaborgargöngin. Brúa- og jarðganganefnd NVF heldur samkeppnina í tengsl- um við ráðstefnu sambandsins og eru það meðlimir nefndarinnar sem meta framlög þjóðanna. - hþj Nýja Þjórsárbrúin sigrar í samkeppni Norræna vegasambandsins: Íslenskt hugvit verðlaunað FÓLK Stuttmyndin Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson vann til verðlauna á þremur kvikmynda- hátíðum um helgina. „Þetta var skemmtileg tilviljun,“ segir Grímur, „og góður endir á ferðalaginu með myndina um heiminn.“ Bræðrabylta vann Grand Prix-verðlaunin á Kratkofil- stuttmyndahátíðinni í Bosníu og var valin besta stuttmyndin á Gay and Lesbian-kvikmyndahátíðinni í Mílanó. Að auki vann hún „Youth Jury Prize“ á Huesca-kvikmynda- hátíðinni á Spáni en Grímur var viðstaddur afhendinguna þar. Myndin hefur unnið til fjórtán verðlauna síðan hún var frum- sýnd síðasta sumar. - hþj Sigurganga Bræðrabyltu: Þrenn verðlaun um sömu helgi GRÍMUR HÁKONARSON FENGU ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENN- INGU Einar Hafliðason segir mikil- vægt að fá staðfestingu á getu íslenskrar verkfræði. ALÞJÓÐAMÁL Meðal þess sem þegar hefur áunnist með framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er að Ísland er nú óvé- fengjanlega viðurkennt sem jafn- ingi hinna Norðurlandanna á þess- um mikilvæga vettvangi. Þetta segir Colin Keating, framkvæmda- stjóri Security Policy Report, en það eru óháð samtök sem sérhæfa sig í því að skýra og veita ráðgjöf um starfsemi öryggisráðs SÞ. Keating er jafnframt fyrrver- andi fastafulltrúi Nýja-Sjálands í öryggisráðinu, en hann verður meðal frummælenda á málþingi um hlutverk smáríkja í alþjóða- kerfinu við Háskóla Íslands í dag. Ráðstefnan rekur endahnútinn á málfundaröð um erindi og ávinn- ing Íslands af alþjóðasamstarfi, sem farið hefur fram í vetur í sam- starfi utanríkisráðuneytisins og háskólanna í landinu. Í samtali við Fréttablaðið bend- ir Keating á að þar sem Norður- löndin hafi allt frá stofnun SÞ gegnt þar veigamiklu hlutverki og byggt upp sterkan orðstír fyrir að beita sér af heilindum og krafti í þágu samtakanna sé það ekki lít- ils virði að afla sér viðurkenning- ar sem jafningi þeirra að þessu leyti. Það ræðst í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi SÞ í haust hvort Ísland nái kjöri til setu í öryggis- ráðinu árin 2009-2010, en fram- boðið nýtur stuðnings hinna Norður landanna. - aa Málþing um hlutverk smærri ríkja í alþjóðasamstarfi á 21. öld: Öryggisráðsframboð hefur aflað Íslandi viðurkenningar COLIN KEATING Segir það mikils virði að afla sér viðurkenningar sem jafningi hinna Norðurlandaþjóðanna á vettvangi SÞ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KOSOVO, AP Stjórnarská hins yfirlýst sjálfstæða ríkis Kosovo gekk í gildi í gær. Þar með færðist lögformleg ábyrgð á stjórnun Kosovo frá bráðabirgða- stjórnsýslu Sameinuðu þjóðanna til kjörinna stofnana hins nýja ríkis sem eingöngu Kosovo- Albanar eiga aðild að. Kosovo hætti þar með formlega að vera hérað í Serbíu undir bráðabirgðastjórn SÞ, en það ástand hafði varað síðan árið 1999. Gildistaka stjórnarskrárinnar, fjórum mánuðum eftir að kjörið þing og stjórn Kosovo-Albana lýstu yfir sjálfstæði Kosovo, eykur enn á spennuna milli serbneska minnihlutans og albanska meirihlutans. - aa Stjórnarskrá Kosovo í gildi: Eykur enn á spennuna HASHIM THACI Kosovski forsætisráðherr- ann segir með stjórnarskránni smiðs- höggið rekið á langa og sára baráttu. FINNLAND, AP Lögregla í Finnlandi greindi frá því í gær að 88 ára gamall maður í norður-finnska bænum Ylitornio hefði skotið dætur sínar tvær og sjálfan sig til bana. Sjúkrahússtarfsfólk sagði að maðurinn hefði líka skotið rúmfasta eiginkonu sína inni á elliheimili áður en hann hefði bundið enda á eigið líf með skammbyssu heima hjá sér. Konan dó eftir að reynt var að bjarga lífi hennar. Dæturnar, sem voru á sextugsaldri, voru báðar andlega fatlaðar. - aa Harmleikur í Finnlandi: Aldraður faðir skýtur dætur SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.