Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 12
12 16. júní 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í hinum indælu ferðaþáttum Michaels Palins sem sýndir voru í sjónvarpinu um daginn var það sláandi að ekki er svo aumt og langhrjáð land í Evrópu að þar gangi ekki lestir, sem Palin hoppaði upp í glaður í bragði og létthífaður af öllu hvítvíninu sem alltaf var verið að gefa honum, eins og hann hefði aldrei frétt af því hvílík skömm og hneisa það er að þurfa að ferðast með öðru fólki í vagni – láta hreinlega annan mann um aksturinn. Á Íslandi er hins vegar ekki til svo aumt hreysi að þar standi ekki að minnsta kosti þrjár hátíðarútgáfur af pallbíl fyrir utan – að ógleymdum „litlu“ bílunum fyrir aðra heimilismeð- limi en þennan eina karlmann sem hossast um á sínum bensín- svelg eins og hann sé alla daga að flytja heyrúllur yfir jökulár. Maður heyrir þá stundum í fjölmiðlum hróðuga og í léttu keppnisskapi vitna um ný og ný met: Það kostar orðið tuttugu þúsund að fylla á minn... Blessað- ur vertu, það kostar þrjátíu þúsund að fylla á minn... Uss það er sko ekkert; fimmtíu þúsund á minn... Þetta hljómar eins og þeir séu að tala um fallþunga dilka. Hvað er meira erlendis? Því miður virðumst við hér föst í vítahring rótgróinna ranghug- mynda um almenningssamgöng- ur: að þær séu neyðarbrauð handa öldruðum og öryrkjum og skólafólki – en ekki raunveru- legur kostur fyrir millistéttina eins og tíðkast hjá siðmenntuðum þjóðum. Þau hjá Strætó halda að þetta sé sér að kenna – og eru alltaf að leita nýrra og æ örvæntingarfyllri leiða – en ég ætla hins vegar að leyfa mér að varpa fram þeirri byltingar- kenndu tilgátu að vagnarnir séu tómir vegna þess að fólkið sé ekki í þeim. Því fólkið er haldið meinloku. Að það sé ófínt að taka strætó. Um leið og almennt millistétt- ar fólk fer að nota strætó kemst það að raun um að þjónustan er alveg nógu góð, og þegar fólkinu fjölgar batnar þjónustan. Og svo framvegis. Lestir. Hvað er meira erlendis en þær? Framandlegra, exótísk- ara? Í mínu ungdæmi var það þetta þrennt sem táknaði útlönd og allir urðu að prófa: Polar Beer- inn í Fríhöfninni, Rússibaninn í Tívolí – og lestir. Interrail-ferð var manndómsvígsla ungmenna, óhemju spennandi í nokkra mánuði, en svo var þetta orðið ágætt og kominn tími til að halda heim. Lestir voru bara eitthvað í útlöndum – eitthvað fyrir útlendinga. Til síðasta bensíndropa Árið 1895 skrifaði Valtýr Guðmundsson í tímarit sitt Eimreiðina – en því miður tapaði sá mikli framfarasinni slagnum við Hannes Hafstein um ráð- herradóm árið 1904: „Ef alþýða manna á Íslandi þekkti járnbrautir og vissi, hve margvíslega og margfalda blessun þær hafa í för með sjer fyrir líf og efnahag manna, þá mundi hún ekki linna látum fyrri en hún væri búin að ná í þetta mikla töframeðal nútímans.“ Og Valtýr skrifaði líka: „Þau einu samgöngufæri, sem geta fullnægt þörfum nútímans eru eimskip og eimlestir.“ Kannski spurning þetta með eimskipin en hitt hljómar tímabærara en nokkru sinni á tímum síhækkandi olíuverðs og kostnaðar við þjóðvegakerfið vegna þungaflutninga. Að vísu virðist Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í þann mund að leggja niður Orkuveituna og banna þátttöku Íslendinga í orkuævin- týrum heimsins af heimóttarskap og hagsmunagæslu, enda Flokknum löngum stjórnað af bensín- og bílasölum og borgin skipulögð eftir því. Það verður greinilega barist til síðasta bensíndropa en framtíðin býr nú samt í öðrum orkugjöfum. Ísbjarnarfárið á dögunum varð til þess að nýjar og framsæknar hugmyndir nefndar á vegum Árna Mathiesen féllu í skuggann, en þær snerust um að skattleggja sjálft bensínið fremur en bílana og beina fólki með þeim hætti fremur að því að nota eyðslu- minni bíla. Þessum hugmyndum hefur verið furðu illa tekið víða nema í ágætum leiðara Jóns Kaldal í Fréttablaðinu. Olía er að verða munaðarvara hér rétt eins og annars staðar og kominn tími til að horfast í augu við það. Og þá verða lestir knúnar öðru en olíu töframeðal nútímans. Stundum er talað um að lestir séu ekki raunhæfur kostur hér á landi – en er þá sem sagt trukka- og pallbílastefnan raunhæf? Af hverju eru lestarsamgöngur ekki raunhæfar á Íslandi? Var það gáfulegra að leggja mikið flæmi og kostnað í að gera langtímastæði í Keflavík fyrir einkabílana en að leggja braut þangað? Það er ekkert í þjóðarkarakter Íslendinga sem mælir á móti eimreiðum. Við súpum bara seyðið af því að hafa búið hér við stjórnvöld alla tuttugustu öldina sem þverskölluðust við að sinna almennilegri uppbyggingu í samgöngumálum. Þrjár góðar ástæður til að vakna klukkan sjö á morgnana... www.fm957.is 67% landsmanna undir fertugu hlusta á FM957 Capacent UMRÆÐAN Árni Þór Sigurðsson skrifar um hern- aðarmál Hvarvetna um heiminn býr fólk við hungur, fátækt og farsóttir. Allt að milljarður manna berst fyrir lífi sínu á hverjum degi, baráttu sem oftar en ekki virðist vonlaus, baráttu sem tapast. Hörmuleg misskipting, viðvarandi stríðsátök og mannréttindabrot eru daglegt brauð hundruða milljóna manna. Stríð eru jafnan háð á forsendum hernaðar- og viðskipta- legra hagsmuna stórvelda og vopnaframleiðenda. Á þeirri mælistiku eru líf og limir almennra borgara lítils virði. Ofbeldi og efnahagsleg misskipting er hernaður gegn almenningi. Við Íslendingar eigum að beita okkur fyrir friðsamlegri sambúð þjóða og menningarheima og berjast fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, lýðræði, réttlæti og jöfnuði. Það er því þyngra en tárum taki að íslensk stjórnvöld hafi spunnið okkur þann vef hernaðar og vígvæðingar sem raun ber vitni. Höfum við ekki öll verið gerð samábyrg fyrir falli þúsunda óbreyttra borgara? Í Írak. Í Afganistan. Og enn lætur afsökunarbeiðnin standa á sér. Fyrir aðeins lítið brot af þeim fjármunum sem varið er til hermála í heiminum væri hægt að breyta daglegu lífi almennings úr hreinni hörmung í lífvænlegt. Það þjónar þó ekki hagsmunum hergagnaiðnaðarins né hnattvæddra auðfyrirtækja. Og hægri öflin munu standa vörð um þeirra hagsmuni. Hér á landi flæða hundruð eða jafnvel þúsundir milljóna um nýtt bákn hermála, Varnarmála- stofnun, rétt eins og það sé brýnasta forvarnaverkefni samfélagsins. Og þótt það sé vart sýnilegt brot af því gríðarlega fé sem fer í hermál í heiminum öllum, þá holar dropinn steininn. Það bákn á að óbreyttu aðeins eftir að vinda upp á sig. Raunalegast er að sjá hervæðinguna hér eiga sér stað undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Við getum sem herlaus þjóð lagt mikið af mörkum ef við gætum hlutleysis, ef við bindum ekki trúss okkar við bandalög stórþjóða þar sem viðskiptalegir og hernaðarlegir hagsmunir ráða för og ef við höfnum aukinni hernaðarhugsun heima fyrir. Þá getum við verið raunsönn, öðruvísi fyrirmynd sem eftir er tekið. Til þess þarf breytta stefnu, róttæka jafnaðarstefnu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Hernaðurinn gegn almenningi ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Töframeðal nútímans E vrópusambandið hefur slæma reynslu af því að stefnu- markandi ákvarðanir þess séu bornar undir þjóðar- atkvæði. Það býr því gjarnan svo um hnúta að þessar ákvarðanir geti gengið í gildi án þess að almennir kjós- endur fái að tjá hug sinn til þeirra. Það var sú leið sem leiðtogar ESB ákváðu að fara til að koma í framkvæmd þeim breytingum á stjórnskipan sambandsins sem þeir töldu brýnastar eftir að stjórnarskrársáttmálinn svonefndi strandaði í þjóðar- atkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi fyrir þremur árum. Kaldhæðni örlaga stjórnarskrársáttmálans var reyndar sú, að engin fyrri sáttmálauppfærsla í sögu sambandsins hafði verið samin með eins lýðræðislegum hætti, þar sem í stað hefðbund- innar ríkjaráðstefnu (þar sem ráðherrar aðildarríkjanna ákváðu allt í hrossakaupa-samningaviðræðum á bak við luktar dyr) var haft fyrir því að kalla saman eins konar stjórnlagaþing þar sem sátu fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu af þjóðþingum aðildar ríkjanna. Allar umræður fóru fram fyrir opnum tjöldum og almenningi gafst kostur á að koma tillögum á framfæri. Það var því ráðamönnum ESB mikil vonbrigði er sá sáttmáli strandaði í þjóðaratkvæðagreiðslum í tveimur af stofnríkjum sambandsins. Vonbrigðin eru ekki minni nú, þegar eina ESB-þjóðin sem fékk færi á að greiða atkvæði um það sem koma átti í staðinn fyrir hinn strandaða stjórnarskrársáttmála (og er ýmist kallað umbóta- eða Lissabonsáttmálinn) sagði nei. Að Írar, sem óneitanlega hafa notið mjög góðs af aðild sinni að sambandinu í meira en þrjá áratugi, skuli sýna ESB-leiðtogunum gula spjaldið með þessum hætti er áminning um að þeim, leiðtogunum, hefur ekki tekist sem skyldi það ætlunarverk að bæta vinnulag sitt, einkum og sér í lagi að því er varðar upplýsingamiðlun til almennings og að kjósendur fái ekki á tilfinninguna að mikilvægar, stefnumarkandi ákvarðanir um framtíð þeirra séu teknar að þeim forspurðum. Þetta eru sennilega mikilvægustu skilaboðin úr niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Írlandi. Hvað sem líður gagnrýni af því tagi að vafasamt sé að þrjár milljónir atkvæðisbærra Íra (eða öllu heldur ein og hálf þar sem kjörsókn í atkvæðagreiðslunni var rúm 50 prósent) taki ákvörðun sem sé bindandi fyrir hinar 495 milljónir íbúa sambandsins, þá stendur núna upp á ráðamenn ESB, bæði „í Brussel“ og í höfuðborgum aðildarríkjanna 27, að standa sig betur í að sannfæra almenna kjósendur um að það sem ákveðið er á vettvangi sambandsins hverju sinni sé borgurunum í hag. Ein af röksemdum þeirra sem beittu sér gegn samþykkt nýja sáttmálans var að hann myndi ýta smáríkinu Írlandi meira út á jaðar ESB-stjórnmálanna. Kaldhæðnin við höfnun Íra er reyndar sú, að hún hefur einmitt þau áhrif. Þessu gerir írski forsætisráð- herrann Brian Cowen sér augljóslega grein fyrir. Hann sagðist í gær myndu reyna að forða landi sínu frá að einangrast þegar hann mætir á leiðtogafund ESB síðar í vikunni. Evrópusambandið mun ráða fram úr þeim vanda sem Írar hafa nú sett það í. En að eina þjóðaratkvæðagreiðslan um nýjustu stofn- sáttmálauppfærsluna skyldi fara á þennan veg tryggir að þegar loks næst að koma í framkvæmd slíkri uppfærslu mun verða löng bið á því að það verði reynt aftur. Höfnun Íra á umbótasáttmála ESB: Lýðræðið setur strik í reikninginn AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Samgöngur Hvur færi? Orðið á götunni sagði frá því í gær að Bjarni Benediktsson hefði verið að hugsa um að hætta, en hætt við eftir fund með Geir H. Haarde sem hefði lofað honum ráðherrastól á næstunni. Tveir ráðherrar voru strax grunaðir um að vera að víkja. Annars vegar Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra, en þrálátur orðrómur hefur verið, frá því að ríkisstjórnin var mynduð, um að hann muni einungis sitja hálft kjörtíma bilið. Hinn sem lá undir grun er Árni Mathiesen, sem þykir koma til greina sem arftaki Friðriks Sophussonar sem forstjóri Landsvirkjunar. Það er örugglega ekki vinsælasta starfið núna að vera fjármálaráðherra. Það er svo miklu skemmtilegra þegar gullið vellur upp úr ríkiskassanum. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagan um að Bjarni Ben sé að hætta í pólitík dúkkar upp. Fyrir síðustu kosningar var þrálátur orðrómur um að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, heldur einbeita sér að N1 og öðrum viðskiptum – líkt og Orðið sagði í gær. Mögulegt er að Bjarni verði öðru hvoru svona afhuga pólitíkinni. Hins vegar er möguleiki á að einhver sé að reyna að skapa eftirspurn eftir Bjarna, svo staða hans í þingflokknum verði sterkari. Þriðji möguleikinn eru jú alltaf sá að sagan um fundinn með Geir hafi verið rúmlega eins og hálfs árs gömul. Ekki svo óljóst Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Frétta blaðið í gær að hún vildi ekki gefa upp afstöðu sína gagnvart skólagjöldum. Þegar hún var í framboði til rektors árið 2005 sagði hún hins vegar: „Ég er andvíg því að líta til skólagjalda til lausnar fjárhagsvanda HÍ. Ég tel að menntun sé arðbær og að það sé skynsamlegt fyrir íslenskt samfélag að tryggja öllum, án tillits til efnahags, aðgang að HÍ.“ Er þetta nokkuð svo óljóst? svanborg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.