Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 42
18 16. júní 2008 MÁNUDAGUR Lífið hefur líklega aldrei verið ljúfara fyrir okkur auðmjúka íbúa Vesturlanda. Þökk sé stafrænum græjum ýmiss konar getum við gert og öðlast nokkurn veginn hvað sem okkur sýnist og það á ljóshraða. Á sælutímum sem þessum væri það sannkölluð fásinna að kvarta yfir nokkrum sköpuðum hlut, öðrum en raunverulegum stóreflis vanda- málum á borð við dagskrá Sjón- varpsins eða slæmum almenn- ingssamgöngum. Tækniframfarir hafa vissulega létt okkur lífið með gagnlegum viðbótum við daglegt líf; á þessum vettvangi hefur áður verið fjallað um ágæti matvinnsluvéla og bif- reiða. Hvað viðvíkur neyslu menn- ingarafurða hefur stafræna bylt- ingin þó líkast til breytt hvað mestu um hegðan almennings síðan prenttæknin hóf innreið sína á fimmtándu öld. Kenningunni samkvæmt getur nú hvaða net- tengdi api sem er nálgast ógrynn- in öll af tónlist, bókmenntum, kvikmyndum, sjónvarps- og útvarpsþáttum og nýjum miðlun- arformum án þess að svo mikið sem blása úr nös. En kenningar ganga ekki alltaf upp. Fátt þykir glataðra nú til dags en að vera ekki með á nótunum. Að eiga gamla tölvu eða gamlan farsíma fer engum broddborgara vel og því þarf að endurnýja tækjaeignina reglulega. Tæki bjóða í sífellu upp á fleiri og fleiri möguleika og því er nú svo komið að margir eiga möguleikum hlaðin tæki sem eru lítið sem ekkert nýtt. Það er nefnilega ekki tekið út með sældinni að læra á allar þessar nýjungar. Að auki er nauðsynlegt að þekkja jafnframt landslag ver- aldarvefjarins vel til þess að nýta sér hann til fulls. Skömm er að því að viðurkenna að maður viti ekki hvert skal snúa sér til að sækja fríar og ólöglegar menningar- afurðir. Fyrir ekki svo löngu síðan geymdust skáldsögur og tónlist á áþreifanlegum miðlum. Í þá daga var hamingjan sannarlega innan seilingar. STUÐ MILLI STRÍÐA Heimur áþreifanlegra hluta VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR SAKNAR EINFALDARI TÍMA ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jeminn, Kamilla! Þú ert ímyndunarveik! En það er eins gott að taka prófið... Bara til að geta hætt að hugsa um þetta! Ó! Ótrúlegt! Alveg súrrealískt, ekki satt? Nei, þú hefur fundið gömlu myndina af pabba þínum á ströndinni í speedo-sundskýlu! En hvað það var skemmtilegt frí! Þetta gæti verið kápan á Stephen King-hryllingssögu. Er það ekki? Ég elska að vera á þessu verndaða býli! Hér fæ ég frelsi til að gera það sem ég er best í! Hvað er það? Lifa. Viltu gefa mér og Sollu eitt- hvað að borða? Ha? Viltu - Elskan, ég er frekar upp- tekin núna. Farðu og spyrðu pabba þinn. Vill mamma gefa mér og Sollu eitthvað að borða? Ókei. Jú, ég held að það gangi bara vel hjá mér og Boris, en mig grunar samt að hann sé bara með mér út af pening- unum mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.