Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 46
22 16. júní 2008 MÁNUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 16 10 12 THE INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10.15 ZOHAN kl. 5.45 - 8 SEX AND THE CITY kl. 10.15 INDIANA JONES 4 kl. 5.45 12 10 14 12 THE INCREDIBLE HULK DIGITAL kl. 5.30 D - 8 D - 10.30 D THE INCREDIBLE HULK LÚXUS kl. 5.30 D - 8 D - 10.30 D THE HAPPENING kl. 5.50 - 8 - 10.10 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 INDIANA JONES 4 kl. 5.20 - 8 - 10.40 HORTON kl. 4 ÍSLENSKT TAL BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 ÍSLENSKT TAL 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 16 10 14 12 THE HAPPENING kl. 8.30 - 10.30 ZOHAN kl. 8.30 - 11 SEX AND THE CITY kl. 8 - 11 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10.30 5% SÍMI 551 9000 14 16 12 7 FLAWLESS kl. 5.40 - 8 -10.20 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 88 MINUTES kl. 8 -10.20 INDIANA JONES 4 kl. 5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 5.40 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 FRÁBÆR SPENNUMYND! HEIMSFRUMSÝNING Á MÖGNUÐUM SPENNUTRYLLI FRÁ LEIKSTJÓRA THE SIXTH SENSE OG SIGNS SEM HELDUR BÍÓGESTUM Í HELJARGREIPUM FRÁ BYRJUN TIL ENDA! FRÁBÆR MYND MEÐ EDWARD NORTON SEM HULK Í EINNI FLOTTUSTU HASARMYND SUMARSINS. heldur bíógestum í heljargreipum frá byrjun til enda! HEIMSFRUMSÝNING á mögnuðum spennutrylli frá leikstjóra The Sixth Sense og Signs ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS INCREDIBLE HULK kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 THE INCREDIBLE HULK kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP SPEED RACER kl. 5:30 - 8:30 L FORBIDDEN KINGDOM kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 IRON MAN kl. 5:30 - 8 12 NEVER BACK DOWN Sýnd 17.júní kl.10:30 14 DIGITAL NCREDIBLE HULK kl. 8 - 10:30 12 SEX AND THE CITY kl. 8 - 10:50 14 PROM NIGHT kl. 8 - 10 16 SPEED RACER kl. 8 L FORBIDDEN KINGDOM kl. 10:20 16 THE HAPPENING kl. 6 - 8 - 10:10 16 SEX AND THE CITY kl. 5:30 - 8:30 - 10 14 SPEED RACER kl. 7 L THE HAPPENING kl. 8 - 10 16 ZOHAN kl. 8 10 FORBIDDEN KINGDOM kl. 10:20 12 - bara lúxus Sími: 553 2075 THE INCREDIBLE HULK - DIGITAL kl. 5, 8 og 10.15(P) 12 ZOHAN kl. 5 og 8 10 SEX AND THE CITY kl. 6 og 9 14 INDIANA JONES 4 kl. 10.15 12 - V.J.V., Topp5.is / FBL - J.I.S., lm.is - Þ.Þ., DV 1/2 SV MBL STE LPU RNA R ER U M ÆTT AR Á H VÍTA TJA LDIÐ  - K.H., DV. - 24 STUNDIR POWER SÝNING KL 10. 15 DIGITA L MYND OG HLJ ÓÐ M Y N D O G H L J Ó Ð  - V.J.V., Topp5.is / FBL 1/2 - VIGGÓ., 24 STUNDIR Á austurströnd Bandaríkjanna er eitur í andrúmsloftinu sem veldur hrinu sjálfsmorða og virðist við fyrstu sýn vera hryðjuverkaárás. Grunnskólakennarinn Elliott flýr úr New York með unnustu sinni, vini og dóttur hans. Á meðan breiðir plágan úr sér, en virðist nú vera meira náttúrulegs eðlis en talið var. M. Night Shyamalan hefur verið í mikilli lægð að undanförnu. Eftir að hann gerði hinar mögnuðu The Sixth Sense, Unbreakable og Signs olli hann vonbrigðum með The Village og náði svo botninum með síðustu mynd, Lady in the Water. Með The Happening gerir hann stórmynd, spennutrylli sem átti möguleika á að marka glæsta endur komu hæfileikaríks leik- stjóra, en því miður reynist hún allt annað en það. The Happening er gamaldags B- mynd og ofsóknaróður tryllir sem sækir jafnt í The Birds eftir Hitchcock sem og eldri heims- endamyndir og líkist helst Signs af myndum Shyamalans. Hún er þó frábrugðin fyrri myndum hans í því að vera sú blóðugasta og laus við fléttuenda sem hann er frægur fyrir. Þrátt fyrir að vera uppfull af góðum hugmyndum er það úrvinnslan sem gengur ekki upp. Fyrir það fyrsta er myndin stefnu- laus, þar sem aðalpersónurnar virðast aðeins flýja en ekki takast á við neinn vanda. Handritið er slappt og samtölin slæm og klunna- leg. Verst er þó að Shyamalan, leikstjóri sem kann að byggja hægt upp spennu, gerir myndina stífa og tilgerðarlega og hún nær aldrei alvöru flugi. Atriði sem láta áhorfendum bregða og hryllingur eru af skornum skammti og sá óhugnaður sem er í myndinni er oft máttlaus. Frammistaða Mark Wahlberg í aðalhlutverkinu er einnig einkar furðuleg og stundum kómísk og fáránleg. Zooey Deschanel er skárri og af aðalhlutverkunum er John Leguizamo skástur, en ann- ars virðist sem stíll Shyamalans grafi undan verkum þeirra. Þrátt fyrir allt er Shyamalan þó, eins og áður segir, afar hæfileika- ríkur en er nú eitthvað að láta let- ina ná til sín. The Happening hefði auðveldlega getað orðið mun merkilegri mynd, en það tækifæri hefur því miður runnið honum úr greipum. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Góður leikstjóri í ruglinu KVIKMYNDIR The Happening Leikstjórn: M. Night Shyamalan. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, John Leguizamo. ★★ Slappt handrit, slæm samtöl og furðulegur leikur. Shyamalan klúðrar meira að segja spennuuppbygging- unni, sem á þó að heita sérsvið hans. Fyrir aldarfjórðungi átti hljóm- sveitin Mezzoforte fyrsta alþjóð- lega poppsmell Íslendinga, „Garden Party“. Að auki var árið 1983 popplega séð merkilegt fyrir það að Rás 2 fór í loftið og FTT, Félag tónskálda og textahöfunda, var stofnað. Öllum þessum tíma- mótum verður fagnað í kvöld með garðveislu í Hljómskálagarðinum þar sem Mezzoforte kemur fram. „Þeir spila ekki oft á Íslandi svo nú er tækifærið til að sjá þá. Þeir verða fyrir framan styttuna af Jónasi Hallgrímssyni og það er aldrei að vita nema Jónas verði með „eitís“ svitaband og herða- púða í tilefni dagsins,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT. Hann telur að velgengni Mezzoforte hafi opnað gáttirnar sem urðu til þess að FTT varð til, enda hafi Íslendingar með laginu eignast sinn fyrsta alþjóðlega lagahöfund – „Eftir „Garden Party“ var Eyþór Gunnarsson árum saman tekjuhæstur íslenskra tónlistamanna og holdtekja alþjóðavæðingarinnar í þessum geira. Ekki má svo gleyma þætti Steinars Bergs útgefanda, sem lagði allt í sölurnar til að koma Mezzoforte á framfæri. Það ætti eiginlega að reisa styttu af Steinari Berg úr einhverri góðri bergteg- und við hliðina á Jónasi. Hann er okkar fyrsta athafnaskáld á þess- um vettvangi.“ Garðveislan hefst klukkan 20 í kvöld og er grill og gos í boði auk djassaðrar fönktónlistar Mezzo- forte, sem verður fullskipuð í til- efni dagsins. Þessir garðtónleikar eru bara byrjunin á sælunni – „Borgarstjórinn hefur mikinn hug á að gæða garða borgarinnar músík lífi. Fyrir utan þessa tón- leika Mezzoforte og tónleika Sigur Rósar og Bjarkar í Laugardalnum má búast við fleiri tónleikum í görðum borgarinnar í sumar,“ segir Jakob Frímann, fram- kvæmdastjóri miðborgarmála og formaður FTT. - glh Garðveisla við Hljómskálann GARDEN PARTY Á ÞAKI HLJÓMSKÁLANS Garðveislan var kynnt á föstudaginn þar sem Matti, „fiðlarinn á þakinu“, tók lagið með Mezzoforte-köppunum Jóhanni og Eyþóri. Á myndinni eru einnig stjórn FTT og ungmenni sem dreif að þegar „Garden Party“ tók að hljóma. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Angelina Jolie veitti Enter- tainment Weekly mjög ítar- legt viðtal á dögunum, þar sem hún talar meðal annars um fortíð sína, sem sumir vilja kalla skuggalega, og hversu umdeild hún virðist vera. Á meðal þess sem Angelina talar um í viðtalinu eru þær breytingar sem hafa orðið á ímynd hennar síðast liðin ár; frá því að tala um sjálfsmeiðingar sínar og bera blóð úr þáverandi eiginmanni sínum í meni um hálsinn, yfir í að vera álitin nokkurs konar dýrlingur vegna vinnu sinnar í þágu barna og góðgerðarsamtaka um allan heim. „Ástæðan fyrir því að ég talaði um að ganga í gegnum einhverja erfið- leika og jafnvel það að skera mig, var að ég var þegar komin í gegn- um þá. Ég vissi að það er til fólk sem gerir þetta og sem verður ánægt með að einhver viðurkenni að hann hafi líka gert það og ræði hvernig hann hafi komist í gegn- um það. Ég sé engan tilgang með því að veita viðtöl nema maður ætli að deila því sem maður lærir í lífinu og þeim mistökum sem maður gerir. Mér finnst það ekki gera mig óvenjulega, eða óvenju- lega þunglynda, að viðurkenna að ég sé mjög mannleg,“ segir Angel- ina. „Mér finnst það frekar vera það rétta í stöðunni og bara fal- legt,“ bætir hún við. Spurð af hverju hún haldi að fólk hafi svo skiptar skoðanir á henni, finnist hún annað hvort eins nærri fullkomnun og hægt sé að komast, eða alfarið óþolandi, segir Angelina það hljótast af því að hún standi staðföst á sínu. „Ég held að fólk muni alltaf hafa skiptar skoð- anir um manneskjur sem taka ein- hverja ákveðna afstöðu í lífinu. En ég held að það sé það sem maður eigi að stefna að, svo mér finnst það bara gott,“ segir Angelina. „Að sumir styðji mig og sumum sé verulega illa við mig segir mér að ég sé að taka afstöðu og standa við eitthvað sem ég trúi á. Ég er að taka ákvarðanir í lífinu og það er það sem maður á að gera,“ segir leikkonan. Heimurinn bíður nú eftir því að tvíburar hennar og makans Brads Pitt komi í heiminn, en þeir eru væntanlegir á allra næstu vikum. Angelina vill vera umdeild STÖKKBREYTING Á ANGELINU Á síðustu árum hefur ímynd Angelinu Jolie gjörbreyst. Nú hugsar fólk helst um góð- gerðarstarf og barnaskara þegar hana ber á góma, en ekki sjálfsmeiðingar og blóðhylki. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.