Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 12
 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR Þinghóls braut 45 200 Kópa vogur Jarðhæð m eð verönd Stærð: 7 4,8 fm Fjöldi he rbergja: 3 Bygginga rár: 1980 Brunabó tamat: 13 .200.000 Bílskúr: Nei Verð: 22 .500.000 Rúmgóða 3ja herb. íbúð á jar ðhæð í sn yrtilegur o g góðu 5í búða fjölb ýli, með ú tgengi á h ellulagða v erönd og vel gró inn garð. Sér bílastæ ði fylgir íb úð. Stór s érgeymsla sem er ek ki inní fm íbúðar. Hú sið var má lað fyrir 2árum og lítur m jög vel út .Fallegt m ahogony parket á gólfum. S tofa og e ldhús eru í opnu rý mi, eldunarey ja með ke ramikhellu borði og háf, vegg ofn og in nbyggður ískápur. Gott íbúð arlán fylgi r með 4,15@ Eignastýrin g Erlendur D avíðsson Lögg. fast eignasali Svana Ingvaldsdó ttir Sölufulltrú i elli@remax .is svana@re max.is Rólegt o g gott um hverfi RE/MAX Eignastý ring - Sí ðumúli 7 - 105 Re ykjavík - Sími: 534 4040 - w ww.rema x.is 534 4040 8669512 Lyngmóa r 6 210 Garða bær Íbúð með útsýni Stærð: 8 9,5 fm Fjöldi he rbergja: 2 Bygginga rár: 1978 Brunabó tamat: 14 .700.000 Bílskúr: J á Verð: 21 .500.000 Björt og s kemmtileg a 2ja herb ,íbúð með bílskúr, b úið er að endurnýja íbúðina a ð mestu. Mikið og flott útsýni úr stofu og herb. Yfirb yggðar sv alir sem t engjast e ldhúsi. St ofa og el dhús í op nu rými. Nýleg eldhúsinnr étting me ð keramik helluborði og háfi,flí sar á milli skápa. Fa llegt parke t, hvíttaðu r askur á gólfi í stofu,eldh úsi og her b. Innbygg ður bílskúr 17,5fm Y firtakanleg t áhvílandi lán með 4 ,15@ vöx tum. Eignastýrin g Erlendur D avíðsson Lögg. fast eignasali Svana Ingvaldsdó ttir Sölufulltrú i elli@remax .is svana@rem ax.is Opið Hús Opið hús Mánuda ginn 14 j úlí kl19-1 9.30 RE/MAX Eignastý ring - Sí ðumúli 7 - 105 Re ykjavík - Sími: 53 44040 - www.rem ax.is 534 4040 8669512 vip@365.is S. 512 5426 hrannar@365.is S. 512 5441 Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Júlí 2008 SAMKOMUSTAÐUR SÆLKERA NEFND EFTIR E HUNDURINN LÍKA SÁTTUR GJAFIR Valentína Björnsdóttir Kjötsúpa fyrir krakka Nanna Rögnvaldardóttir skrifar Neyðaráætlun í farteskinuEldað uppi á fjöllum Glóðarsteikt lúða og gómsætt meðlæti M ikill styr hefur staðið um skipulagstillögur bæjaryfirvalda á Kársnesi í Kópavogi. Mótmæli samtak- anna Betri byggð á Kársnesi urðu til þess að bæjaryfir- völd drógu tillögur sínar til baka í fyrra. Í vikunni lagði Kópavogsbær fram nýjar tillögur. Arna Harðardóttir, formaður Betri byggðar, segir að þær gangi enn lengra en þær fyrri og gagnrýnir yfirvöld fyrir skeytingarleysi gagnvart íbúum á Kársnesi. Arna er maður vikunnar. Kappsöm, klár, skemmtileg, glaðlynd, traust og fylgin sér eru hugtök sem vinir og vandamenn Örnu grípa til þegar þeir eru beðnir að lýsa henni. Arna ólst upp á Siglufirði til fjögurra ára aldurs, flutti þá til Reykjavíkur þar sem hún bjó þangað til hún var ellefu ára en þá flutti hún í Kópavog. Þar hefur hún búið með hléum síðan. Þótt hún hafi flutt ung frá Siglufirði ber hún enn taugar til staðarins; átti þar ömmu og afa sem nú eru fallin frá en vitjar æskustöðv- anna reglulega. Arna þótti rólegt barn og meðfærilegt. Henni hefur ávallt gengið vel að læra og sinnt námi sínu vel í gegnum tíðina,hún þótti sérstaklega talnaglögg. Það hefur kannski ráðið því að hún ákvað að fara í Verzlunaskóla Íslands að loknum grunnskóla. Henni gekk alltaf vel í viðskiptagreinum og Verzlunarskólinn átti vel við hana. Að loknu stúdentsprófi lagði hún land undir fót og lærði hagfræði við háskólann í Reading á Englandi. Þegar heim var komið tók hún þátt í að setja Landsbréf Landsbankans á laggirnar, ásamt Gunnari Helga Hálfdánarsyni, en Landsbréf var eitt af brautryðjendafyrirtækjum á sviði verðbréfaviðskipta hér á landi. Síðar fór hún út í eigin rekstur á verðbréfamarkaði. Nokkrum árum síðar skráði hún sig í MBA-nám við Háskól- ann í Reykjavík, þegar það var að ryðja sér til rúms. Þar lágu leiðir hennar og Höllu Tómasdóttur saman, en sú síðarnefnda var lektor við HR. Þær hafa verið nánar samstarfskonur síðan. Halla var líka stjórnarformaður hugbúnaðarfyrirtækisins Calidris og réði Örnu sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Arna söðlaði síðar um og gerðist fjármálastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 en Halla gerði sér lítið fyrir og nældi aftur í Örnu og fékk hana yfir til Auðar Capital. Arna er sögð mikil félagsvera og á sér mörg áhugamál, þar á meðal er bridds en faðir hennar er margfaldur Íslands- meistari. Hún er alin upp við spilamennsku og í hverri viku koma konurnar í fjölskyld- unni saman og taka í spil. Hún hefur mikið keppnisskap og þó hún sé ekki tapsár er engum blöðum um að fletta að það liggur betur á henni þegar hún hefur yfirhöndina. Auk spilamennskunnar finnst henni gaman að fara í veiði, ferðast og leggja rækt við heimilið og fjölskyld- una. Hún er afar söngglöð, nýtur sín vel í eldhúsinu og þykir höfðingi heim að sækja. Arna er viðskipta- kona fram í fingur- góma; hennar helsti styrkleiki er sagður sá að hún á auðvelt með að koma auga á heildar- myndina en á líka létt með að setja sig inn í smáatriði. Hún er fæddur leiðtogi, óhrædd við að hafa frumkvæðið og er ósjálfrátt falin forysta í flestum þeim verkefn- um sem hún tekst á hendur. Hún velur sér fyrst og fremst verkefni sem hún trúir á. Sumir kalla hana líka „raunsæja hugsjóna- konu“, hún er reiðubúin að berjast fyrir því sem hún trúir á en er jafnframt rökföst og með fæturna á jörðinni. Hún á líka auðvelt með að skilja á milli vinnu og tómstunda. Fæstir hafa svör á hraðbergi þegar spurt er út í lesti Örnu. Þó er tínt til að hún geti verið fljótfær, óþarflega lítillát og gangi stundum dálítið nærri sjálfri sér í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. Arna hefur aldrei haft sérstakan áhuga á stjórnmálum, að minnsta kosti ekki í hinum flokkspólitíska skilningi. Þess vegna kom það sumum á óvart þegar hún tók forystu í hagsmunasamtökum í skipulagsmálum. Aðrir segja að það sé einmitt dæmigert fyrir Örnu. Þarna hafi verið mál sem brann á mörgum íbúum á svæðinu og framtíð hennar nánasta samfélags í húfi. Framganga bæjaryfirvalda hafi ofboðið réttlætiskennd hennar en í stað þess að hugsa þeim þegjandi þörfina tók hún málin í sínar hendur. Áhugaleysi hennar á pólitík geri líka málstað hennar trúverðugan; hún hefur ekki áhuga á framapoti heldur helgast barátta hennar af einlægri trú á að í tillögum bæjaryfirvalda sé margt sem megi betur fara. MAÐUR VIKUNNAR Raunsæ, rökföst, lífsglöð ARNA HARÐARDÓTTIR ÆVIÁGRIP Arna Harðardóttir er fædd á Siglufirði, 6. október 1965. Foreldrar hennar eru Hörður Arnþórsson og Gréta Elín Guð- mundsdóttir. Arna bjó á Siglufirði til fjögurra ára aldurs, flutti þá til Reykjavíkur þar sem hún bjó til ellefu ára aldurs en flutti þá til Kópavogs og hefur búið þar með hléum síðan. Arna útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands árið 1985. Þaðan lá leiðin til Englands þar sem hún lauk BA-prófi í hagfræði frá Háskólanum í Reading og er löggiltur verðbréfamiðlari. Þegar heim var komið tók Arna þátt í að koma Lands- bréfum á laggirnar áður en hún hóf rekstur á eigin fyrir- tæki á verðbréfamarkaði. Eftir að hafa lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík var Arna ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Calidris frá 2003 til 2006. Árið 2007 var hún ráðin fjármálastjóri Viðskiptaráðs Íslands en er nú forstöðumaður hjá Auði Capital. Hún er líka formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi sem vinna að bættum skipulags- og umhverfismálum í Vesturbæ Kópavogs. Með manni sínum, Jóni Guðna Ægissyni, á Arna tvö börn, þau Grétu og Viktor. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Skipulagði mótmæli íbúa við skipulagstillögum á Kársnesi. Efir að um 2000 athugasemdum hafði verið komið á fram- færi drógu bæjaryfirvöld í Kópavogi tillögurnar til baka. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hún er ótrúlega rökföst, hún hefur afgreitt allar rökræður sem ég hef heyrt hana taka þátt í um Kársnesið.“ Halla Tómasdóttir, samstarfskona hjá Auði Capital. HVAÐ SEGIR HÚN? „Þær deilur sem risið hafa upp um skipulagsmál Kársnessins snúast ekki um atorkusaman bæjarstjóra og afturhaldssama íbúa, heldur um afturhaldssamar skipulagsbreytingar og áhyggjufulla íbúa.“ Í Fréttablaðinu, 1. september 2007. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.