Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 20
[ ]Innbrot eru algeng í bíla. Bestu ráðin til að komast hjá innbroti er að muna að læsa og geyma aldrei neitt verðmætt í bílnum sem sést utan frá. Fáar bílapartasölur eru orðnar eftir í Reykjavík enda húsnæði dýrt. Íslendingar velja heldur nýja bíla en að gera við gamla á meðan erlendir ríkisborgarar flykkjast í Vöku. Bílapartasölum hefur fækkað mikið á Reykjarvíkursvæðinu á undanförnum árum. Hægt er að telja þær sem eftir eru á fingrum annarrar handar, en svo virðist sem dýrt húsnæði sé helsta orsök flóttans. Eigendur partasalanna leita út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem þeir koma sér upp aðstöðu undir berum himni á mun ódýrari lóðum. „Það er enginn rekstrargrund- völlur fyrir partasölu í húsi hér í Reykjavík lengur,“ segir Hjálmar Hlöðversson, eigandi Bílakringl- unnar, einnar af síðustu partasöl- um Reykjavíkur. „Það eru margir að gefast upp og sjálfur ætla ég brátt að snúa mér að öðru.“ Það er ekki einungis hátt hús- næðis- verð sem gerir rekstrarumhverfi margra partasala erfitt. Verð á vinnustund á verkstæðum fælir marga frá því að láta gera við gamla bíla með varahlutum frá partasölum. Geti eigendur ekki gert við bílinn sjálfir getur í mörg- um tilfellum borgað sig að fá annan notaðan bíl í nothæfu ástandi. Framboðið er gríðarlegt og einfalt að taka yfir lán án þess að þurfa að greiða út krónu. Vandinn leggst ekki jafnhart á allar partasölur. Steinar Már Gunnsteinsson, verkefnastjóri Vöku, tekur í sama streng og Hjálmar og segir að vissulega þjaki ákveðinn húsnæðisvandi partasölur. Hann segist þó ekki hafa orðið var við samdrátt, nema síður sé. „Við fáum reyndar færri Íslend- inga til okkar, en síðustu tvö ár hefur erlendum viðskiptavinum fjölgað mikið. Þeir eru mun dug- legri en heimamenn að bjarga sér og rífa sjálfir þá varahluti sem þeir þurfa úr bílum hér,“ segir Steinar. Hvort sem samdrátturinn sem þjóðin gengur í gegnum nú á eftir að skila sér í lengri lífdögum not- aðra bíla skal ósagt látið. Það verð- ur þó að teljast harla líklegt meðan framboð notaðra bíla er slíkt að dæmi eru þess að fólk borgi með bílum sínum, einfaldlega til að losna við skuldabyrðina. tryggvi@frettabladid.is Partasala í molum Svo virðist sem Íslendingar hafi takmarkaðan áhuga á að halda við gömlum bílum á meðan erlendir ríkisborgarar flykkjast í Vöku í varahlutaleit. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sterk staða Volvo VOLVO HEFUR STYRKT STÖÐU SÍNA SEM LÚXUS BÍLAMERKI OG ER NÚ SÖLU- HÆSTA LÚXUSBIFREIÐIN Á ÍSLANDI. Volvo er söluhæsta lúxusbifreiðin á Íslandi. samkvæmt tölum frá Umferðar- stofu yfir nýskráningu bifreiða. Ef tölurnar frá því í fyrra eru skoðaðar kemur fram að sala á Volvo hefur dreg- ist minna saman en á öðrum lúxusbifreiðum en samdráttur frá því á síðasta ári nemur 33 prósentum. Bílasala hefur dregist hraðar saman í dýrari merkjum en á almennun bílamarkaði og þrátt fyrir sam- dráttinn er staða Volvo góð í sölu lúxus- bifreiða. Á núverandi krepputímum hefur Volvo því greinilega styrkt stöðu sína. - mmr Í sýningarsal Brimborgar er mættur sendibíllinn Ford Transit. Bíllinn hefur vakið mikla athygli og sker sig úr fjöldanum. Ford Transit 140 Sport hefur mik- inn búnað eins og Low profile dekk með átján tommu álfelgum. Bíll- inn hefur einnig tvöfalt púst, vind- skeið og sportrönd. Ford Transit er einnig með sam- litaða stuðara og grill. Að innan sem að utan er mikið lagt upp úr sportlegu útliti og endurspegla leðursætin, geislaspilari og hraða- stillir það. Speglarnir eru rafknún- ir og upphitaðir, gírstöngin og stýrið eru leðurklædd og hliðar- rúður eru dekktar. Ford Transit 140 Sport er með 140 hestöfl eða 350 nm í togi. Bíllinn er rúmgóður, hagkvæm- ur í rekstri og endingargóður. Hann getur sinnt ólíkum og fjöl- breyttum verkefnum á sviði vöru- flutninga. Flutningsrýmið er vel hannað og þar má auðveldlega koma fyrir rekkum til beggja hliða eða hlaða hann tveimur litlum vörubrettum með vörum á. - mmr Sportlegur vinnubíll Ford Transit er sportlegur að sjá og greinilegt að mikið hefur verið lagt upp úr útlitinu. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.