Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 20
[ ]Innbrot eru algeng í bíla. Bestu ráðin til að komast hjá innbroti er að muna að læsa og geyma aldrei neitt verðmætt í bílnum sem sést utan frá. Fáar bílapartasölur eru orðnar eftir í Reykjavík enda húsnæði dýrt. Íslendingar velja heldur nýja bíla en að gera við gamla á meðan erlendir ríkisborgarar flykkjast í Vöku. Bílapartasölum hefur fækkað mikið á Reykjarvíkursvæðinu á undanförnum árum. Hægt er að telja þær sem eftir eru á fingrum annarrar handar, en svo virðist sem dýrt húsnæði sé helsta orsök flóttans. Eigendur partasalanna leita út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem þeir koma sér upp aðstöðu undir berum himni á mun ódýrari lóðum. „Það er enginn rekstrargrund- völlur fyrir partasölu í húsi hér í Reykjavík lengur,“ segir Hjálmar Hlöðversson, eigandi Bílakringl- unnar, einnar af síðustu partasöl- um Reykjavíkur. „Það eru margir að gefast upp og sjálfur ætla ég brátt að snúa mér að öðru.“ Það er ekki einungis hátt hús- næðis- verð sem gerir rekstrarumhverfi margra partasala erfitt. Verð á vinnustund á verkstæðum fælir marga frá því að láta gera við gamla bíla með varahlutum frá partasölum. Geti eigendur ekki gert við bílinn sjálfir getur í mörg- um tilfellum borgað sig að fá annan notaðan bíl í nothæfu ástandi. Framboðið er gríðarlegt og einfalt að taka yfir lán án þess að þurfa að greiða út krónu. Vandinn leggst ekki jafnhart á allar partasölur. Steinar Már Gunnsteinsson, verkefnastjóri Vöku, tekur í sama streng og Hjálmar og segir að vissulega þjaki ákveðinn húsnæðisvandi partasölur. Hann segist þó ekki hafa orðið var við samdrátt, nema síður sé. „Við fáum reyndar færri Íslend- inga til okkar, en síðustu tvö ár hefur erlendum viðskiptavinum fjölgað mikið. Þeir eru mun dug- legri en heimamenn að bjarga sér og rífa sjálfir þá varahluti sem þeir þurfa úr bílum hér,“ segir Steinar. Hvort sem samdrátturinn sem þjóðin gengur í gegnum nú á eftir að skila sér í lengri lífdögum not- aðra bíla skal ósagt látið. Það verð- ur þó að teljast harla líklegt meðan framboð notaðra bíla er slíkt að dæmi eru þess að fólk borgi með bílum sínum, einfaldlega til að losna við skuldabyrðina. tryggvi@frettabladid.is Partasala í molum Svo virðist sem Íslendingar hafi takmarkaðan áhuga á að halda við gömlum bílum á meðan erlendir ríkisborgarar flykkjast í Vöku í varahlutaleit. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sterk staða Volvo VOLVO HEFUR STYRKT STÖÐU SÍNA SEM LÚXUS BÍLAMERKI OG ER NÚ SÖLU- HÆSTA LÚXUSBIFREIÐIN Á ÍSLANDI. Volvo er söluhæsta lúxusbifreiðin á Íslandi. samkvæmt tölum frá Umferðar- stofu yfir nýskráningu bifreiða. Ef tölurnar frá því í fyrra eru skoðaðar kemur fram að sala á Volvo hefur dreg- ist minna saman en á öðrum lúxusbifreiðum en samdráttur frá því á síðasta ári nemur 33 prósentum. Bílasala hefur dregist hraðar saman í dýrari merkjum en á almennun bílamarkaði og þrátt fyrir sam- dráttinn er staða Volvo góð í sölu lúxus- bifreiða. Á núverandi krepputímum hefur Volvo því greinilega styrkt stöðu sína. - mmr Í sýningarsal Brimborgar er mættur sendibíllinn Ford Transit. Bíllinn hefur vakið mikla athygli og sker sig úr fjöldanum. Ford Transit 140 Sport hefur mik- inn búnað eins og Low profile dekk með átján tommu álfelgum. Bíll- inn hefur einnig tvöfalt púst, vind- skeið og sportrönd. Ford Transit er einnig með sam- litaða stuðara og grill. Að innan sem að utan er mikið lagt upp úr sportlegu útliti og endurspegla leðursætin, geislaspilari og hraða- stillir það. Speglarnir eru rafknún- ir og upphitaðir, gírstöngin og stýrið eru leðurklædd og hliðar- rúður eru dekktar. Ford Transit 140 Sport er með 140 hestöfl eða 350 nm í togi. Bíllinn er rúmgóður, hagkvæm- ur í rekstri og endingargóður. Hann getur sinnt ólíkum og fjöl- breyttum verkefnum á sviði vöru- flutninga. Flutningsrýmið er vel hannað og þar má auðveldlega koma fyrir rekkum til beggja hliða eða hlaða hann tveimur litlum vörubrettum með vörum á. - mmr Sportlegur vinnubíll Ford Transit er sportlegur að sjá og greinilegt að mikið hefur verið lagt upp úr útlitinu. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.