Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 32
● heimili&hönnun Þ essar skemmtilegu húsaklukkur eru hannaðar af listakonunni og guðfræðinemanum Sigríði Sigurðar- dóttur. Hún segist hafa fengið hugmyndina fyrirvaralaust og útfært hana þar til hún var orðin sátt með verkið. „Þetta fannst mér sniðugt að gera, því klukkurnar eru bæði nytja- hlutur og skraut.“ Klukkurnar eru til í ýmsum litum og hægt að sérpanta í þær öðrum lit sé þess óskað. Þær fást í Handverkshúsi Mosfellsbæjar, sem Sigríður rekur ásamt sex listakonum. Í Handverkshúsinu eru vinnustofur listakvennanna, verslun og nám- skeið á þeirra vegum á veturna. „Við erum til skiptis í versluninni þegar hún er opin og sjáum þannig alfarið um þetta,“ segir Sigríður brosandi og bætir við að starfið sé mjög skemmtilegt. Sjá www.glerkunst. com og www.handmoso.com. -mmf 19. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR Sigríður Sigurðardóttir listakona hannar húsaklukkurnar. MYND/ÚR EINKASAFNI SIGRÍÐAR. EGGIÐ HÁLFRAR ALDAR GAMALT Nú eru liðin 50 ár frá því að danski húsgagnahönnuðurinn Arne Jacobsen kynnti Eggið til sögunnar. Stóllinn hefur átt miklum vinsældum að fanga frá því hann kom fyrst á markaðinn en hann var upphaflega hannaður fyrir móttökusvæði Radison SAS-hótelsins í Kaupmannahöfn. Í tilefni afmælisins hefur hönnuðurinn Tal R hannað Egg-stóla í takmörkuðu upplagi. Aðeins 999 stólar eru til sölu og eru þeir til í 50 útgáfum. Stólarnir eru gerðir úr efnisbútum sem hönnuðurinn safnaði hvaðanæva úr heiminum, en meðal staða má nefna Istanbúl, Berlín, New York, Ísrael og Danmörku. „Hugmyndin var að gera stóla sem segja margs konar sögur, þess vegna urðu efnisbútarnir að vera fullir af lífi. Ég vildi að stólarnir litu dálítið út eins og þær væru heimagerðir,“ útskýrði Tal. P eter Sipos er hönnuður frá Slóvakíu sem hefur sérhæft sig í glerhönnun. Hann mun taka þátt í The European Glass Context 2008 sem haldin verður á dönsku eyjunni Bornholm í september, þar sem stór hópur listamanna mun koma saman og sýna hönnun sína. Verk Sipos er meðal annars til sýnis á vefsíðunni designeast.eu, sem var nýverið sett á laggirnar til að koma hönnuðum frá Mið- og Austur- Evrópu á framfæri. Gefur þar meðal annars að líta á verk eftir hönnuði frá Tékklandi, Slóvakíu, Póllandi, Rússlandi, Ungverjalandi og Serbíu. Þar er líka að finna upplýsingar um sýningar og uppákomur sem tengj- ast hönnun á þessum slóðum. Áhugasömum er bent á http:// designeast.eu. Til að sjá hvaða gler- listarsýningar verða í haust er hægt að kíkja á www.glass08.com. -kka Glervasar eftir Peter Sipos. Nytjahlutir og fínasta punt Fáguð hönnun 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.