Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 50
30 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son, landsliðsmaður í handknatt- leik, leikur tímamótaleik gegn Spánverjum í Vodafonehöllinni í dag. Þá verður hann vígður inn í 200 landsleikjaklúbbinn og verður fimmtándi landsliðsmaðurinn í handknattleik til að ná þeim áfanga að leika 200 landsleiki. Guðjón Valur klæddist lands- liðsbúningnum fyrst í leik gegn Ítalíu í Haarlem í Hollandi 15. desember 1999 og hefur hann verið einn af lykilmönnum lands- liðsins frá Evrópumóti landsliða í Króatíu 2000. Hann hefur leikið síðustu 64 landsleiki Íslands á tíu stórmótum, eða alla nema tvo fyrstu af sex á EM í Króatíu. Einar Þorvarðarson, núverandi framkvæmdastjóri HSÍ, var fyrsti leikmaðurinn til að ná 200 lands- leikja markinu. Hann lék sinn 200. landsleik gegn Tékkum í Laugar- dalshöllinni 21. janúar 1989. Á eftir Einari komust þeir Jakob Sigurðsson, 1990, Júlíus Jónasson, 1994, og Valdimar Grímsson, 1995, í 200 leikja klúbbinn. Guðmundur Hrafnkelsson er sá leikmaður sem hefur leikið flesta landsleiki, eða 396 leiki. Aðeins einn annar leikmaður hefur leikið yfir 300 leiki. Það er Geir Sveins- son, sem lék 328 landsleiki. Ólafur Stefánsson kemst upp í þriðja sætið á landsleikjalistanum í dag er hann leikur sinn 271. landsleik. Eins og staðan er í dag eru mest- ar líkur á að Snorri Steinn Guð- jónsson og Róbert Gunnarsson verði næstu leikmennirnir til að komast í 200 leikjaklúbbinn. Snorri Steinn hefur leikið 132 landsleiki og Róbert 130 lands- leiki. - egm Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni í myndarlegan hóp: Guðjón í 200 leikja klúbbinn 200 LEIKJA MAÐUR Guðjón Valur spilar tímamótalandsleik í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTALANDSLEIKIR Hér gefur að líta lista yfir þá leik- menn sem hafa leikið 200 landsleiki eða fleiri. Fyrir aftan leikina eru árin sem viðkomandi var í landsliðinu. 396 (1986-2005) Guðmundur Hrafnk. 328 (1984-1999) Geir Sveinsson 270 (1992- 2008) Ólafur Stefánsson 270 (1984-1999) Júlíus Jónasson 259 (1985-2000) Valdimar Grímsson 238 (1980-1992) Kristján Arason 236 (1983-1992) Jakob Sigurðsson 236 (1981-1990) Þorgils Ó Mathiesen 236 (1976-1995) Sigurður Sveinsson 233 (1990-2005) Patrekur Jóhannes. 226 (1980-1990) Einar Þorvarðarson 226 (1980-1990) Guðmundur Þ. Guð. 217 (1987-1999) Bjarki Sigurðsson 216 (1992-2005) Dagur Sigurðsson 199 (1999-2008) Guðjón V. Sigurðs. Vináttulandsleikur í handb. Ísland-Spánn 34-35 (16-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/5 (13/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Arnór Atlason 5 (9), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (5), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (6), Logi Geirsson 3 (7), Ólafur Stefánsson 2 (3), Alexander Petterson 2 (5), Sigfús Sigurðsson 1 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 21/4 (53/8 39,6%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (4/2 25%) Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón 4, Logi 2, Ásgeir 2, Arnór, Sigfús, Alexander) Fiskuð víti: 5 (Snorri, Arnór, Guðjón, Róbert, Sverre) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Spáns (skot): Juan Garcia 6/2 (9/3), Cristian Malmagro 5/2 (6/2), Carlos Prieto 4 (6), Alberto Entrerrios 3 (3), Iker Romero 3 (5/1), Victor Tomas 3/1 (4/2), Albert Rocas 3 (4/1), Ion Belaustegui 2 (4), David Davis 2 (5), Demetrio Lozano 2 (1), Ruben Garabaua 1 (3), Carlos Ruesga 1 (4/1), Varin skot: Jose Javier Hombrados Ibanez 15 (47/4 31,9%), David Barrufet Bofill (1/1 0%) Hraðaupphlaup: 10 (Prieto 2, Davis 2, Garcia 2, Rocas 2, Tomas, Lozano) Fiskuð víti: 10 (Prieto 4, A. Entrerrios 3, Romero, Rocas, Garabaua) Utan vallar: 10 mínútur ÚRSLIT Fyrsti leikurinn í seinni umferð Landsbankadeildar karla í fótbolta fer fram í dag þegar topplið Kefla- víkur heimsækir Íslandsmeist- ara Vals á Vodafone-völlinn á Hlíðarenda og hefst leikurinn kl. 14.00. Kefl- víkingar komu flestum á óvart með því að skella Valsmönnum 5-3 í fyrstu umferð Íslandsmótsins á Sparisjóðsvellin- um en Íslandsmeistar- arnir höfðu vart stigið feilspor á öllu undirbún- ingstímabilinu. Guðmundur Stein- arsson, fyrirliði Keflvíkinga, er hvergi banginn fyrir leikinn í dag og telur að Keflvíkingar þurfi bara að einbeita sér að þeim hlutum sem liðið hefur verið að vinna í undanfarið. „Ég veit að Valsmenn koma alveg dýrvitlausir í þennan leik og vilja eflaust launa okkur lambið gráa, en við verð- um bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Það hefur sýnt sig að þegar Keflavíkurliðið er að leika sem ein liðsheild, þá náum við árangri og ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik þá verðum við að standa saman sem eitt lið,“ sagði Guðmundur sem er ánægður með hvernig deildin er að þróast í sumar. „Það virðist vera þannig að liðin sem þora að sækja og koma í leikina til þess að skora mörk og vinna að þeim gengur vel og það er jákvæð þróun,“ sagði Guðmundur. Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálma- son, miðjumaður Vals, leikur kveðju- leik með Hlíðarendaliðinu í dag þar sem hann er á leiðinni til norska liðsins Stabæk og hann vill vitanlega enda á sigri. „Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að enda þetta á sigri. Við brotlentum líka harkalega í Keflavík í fyrstu umferðinni þannig að við eigum harma að hefna gegn þeim. Það hefur ef til vill ekki farið mikið fyrir okkur í sumar en leikur okkar hefur verið að lagast jafnt og þétt og við erum bara í ágætri stöðu til þess að gera atlögu að toppbaráttunni,“ sagði Pálmi. LANDSBANKADEILD KARLA: KEFLVÍKINGAR OG VALSMENN HEFJA SEINNI UMFERÐINA Í DAG KL. 14 Valur á harma að hefna gegn Keflavík GANGA.IS Ungmennafélag Íslands > Ólöf komst í gegnum niðurskurð Ólöf María Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, komst auðveldlega í gegnum niðurskurð í gær á Opna ítalska BMW-mótinu sem fram fer í Toskana héraði á Ítalíu þessa dagana. Ólöf María lék fyrsta hringinn í fyrradag á 73 höggum en bætti um betur í gær þegar hún lék á 72 höggum og er sem stendur í 21.-25. sæti þegar keppnin á mótinu er hálfnuð. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni og þar er Ólöf María í 130. sæti á peningalistanum en hún þarf að vera í einu að 90 efstu sætunum á þeim lista til þess að halda keppnisréttinum á næsta tímabili Evrópumótarað- arinnar. sport@frettabladid.is HANDBOLTI Ísland beið lægri hlut gegn Spáni, 34-35, í vináttulands- leik í Vodafone höllinni að Hlíðar- enda í gærkvöldi í spennandi leik. Spánverjar byrjuðu betur og komust í 5-1 á fyrstu fimm mínút- unum. Íslenska liðið vaknaði þá til lífsins, besti maður Íslands í leikn- um Björgvin Gústavsson fór að verja og liðið náði að jafna metin fyrir leikhlé, 16-16. Ísland hélt uppteknum hætti framan af síðari hálfleik og náði mest þriggja marka forystu, 23- 20, og 25-22 þegar korter var eftir af leiknum. Þá fór að hægjast á sóknarleik íslenska liðsins og Spánverjar jöfnuðu metin, 32-32, þegar þrjár mínútur voru eftir. Endaspretturinn var æsispenn- andi en Spánverjar höfðu að lokum betur, 35-34. Mörg batamerki var að sjá á leik Íslands frá því í umspili HM gegn Makedóníu og greinilegt að æfingar liðsins eru að skila sér. Björgvin Gústavsson fór á kost- um í markinu og var maður leiks- ins. Hann varði ófá dauðafæri auk þess að verja þrjú vítaköst á fyrstu sjö mínútum síðari hálfleiks en Spánverjar áttu greiða leið á víta- punktinn í leiknum. Björgvin segist lítið velta því fyrir sér hvort hann verði valinn í lokahópinn sem fer til Peking en hann segist vera í toppformi. „Ég er allur að komast á flug. Ég var úti með þýska liðinu mínu í Hong Kong þar sem við spiluðum fimm leiki og ég er með ákveðið forskot að vera í mjög góðri leik- æfingu.“ „Spánverjar eru með hrikalega sterkt lið. Við erum að púsla okkur saman og það var margt gott í leiknum sem við getum unnið á en það eru líka nokkur atriði sem við getum lagað sem er gott að eiga inni,“ sagði Björgvin um leik Íslands gegn Spáni. -gmi Naumt tap gegn sterkum Spánverjum Slakur lokasprettur varð þess valdandi að íslenska landsliðið beið eins marks ósigur, 34-35, gegn öflugu liði Spánverja í fyrsta leik sínum í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Peking. Liðin mætast á nýjan leik í dag. HARÐFYLGI Snorri Steinn Guðjónsson stekkur hér upp og lætur vaða að marki Spánverja og skorar eitt af átta mörkum sínum í vináttulandsleik þjóðanna í Vodafone-höllinni í gærkvöld. Spánverjar fóru að lokum með sigur af hólmi 34-35. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.