Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 6
6 6. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Þetta hefur verið erilsamt en á heildina litið má segja að þetta hafi gengið stóráfalla- laust,“ Jóhannes Ólafsson, yfirlög- regluþjónn í Vestmannaeyjum, um annir helgarinnar. Hann segir að upp hafi komið um 20 fíkniefnamál og að sex líkams- árásarmál hafi komið á borð lög- reglu. „Svo vitum við um eitt til viðbótar þar sem maður var send- ur kjálkabrotinn til Reykjavíkur en það hefur enn ekki verið kært til okkar,“ segir Jóhannes. Ekkert kynferðisbrot hefur borist á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Hann segir það orðinn árvissan atburð að menn kveiki í tjöldum í hátíðarlok frekar en að fara með þau heim. Sumir eru þó stórtækari en svo að þeir láti nægja að kveikja í sínu tjaldi. Einn maður fékk að gista fangageymslur fyrir slíkan verknað en fjöldi tjalda varð eldi að bráð. Þjóðhátíðargestur sem Fréttablaðið hafði samband við segir að hann hafi ekki þorað að gista í tjaldi sínu af ótta við að menn kveiktu í því og eins hafi reykjarmökkurinn gert það illþol- anlegt að vera í Herjólfsdal. Fór hann því með föruneyti sínu og fékk gistingu í heimahúsi. „Það er alveg ótrúlegt hvað mörg af þessum tjöldum eru verðmæt sem fá að fara svona. Svo vill það bregða við að hringt er til okkar og tilkynnt um stolið tjald en þá hefur unglingurinn kveikt í því en ekki viljað viðurkenna það fyrir for- eldrum sínum,“ segir Jóhannes. Um þrjátíu lögreglumenn stóðu vaktir í Eyjum yfir verslunar- mannahelgina. Um tuttugu voru á vakt þegar mest var en á venjulegu laugardagskvöldi standa venjulega þrír lögregluþjónar vaktina. Liðs- aukinn var meðal annars fenginn frá lögregluembættum á Suður- nesjum, Selfossi og Reykjavík. Einnig voru menn frá sérsveit lög- reglunnar á svæðinu. Þar að auki voru fjölmargir öryggisverðir frá mótshöldurum og svo stóðu for- eldrar einnig vaktina á svokölluðu foreldrarölti. jse@frettabladid.is Flúðu Herjólfsdal vegna brennuvarga Yfirlögregluþjónn segir að erilsamt hafi verið hjá lögreglu yfir þjóðhátíð sem gekk þó stóráfallalaust fyrir sig. Hann segir það árvisst að fólk kveiki í tjöldum í hátíðarlok og varð engin undantekning þar á að þessu sinni. BRENNUVARGUR AÐ VERKI Það er árviss atburður að menn kveiki í tjöldum sínum í hátíðarlok. Sumir gera reyndar gott betur og kveikja einnig í tjöldum annarra. Pilturinn á myndinni fékk að gista fangageymslur fyrir slíkan verknað. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður - lands hefur sýknað karlmann af ákæru um líkamsárás á konu sína og stjúp dóttur. Hann var ákærður fyrir að ganga illa í skrokk á konu sinni á heimili þeirra í júlí í fyrra og auk þess hrinda stjúpdóttur inni og sparka í hana. Konan hafði mikla áverka eftir atganginn. Í fyrstu viðurkenndi maðurinn að hafa slegið konu sína, en breytti þeim framburði síðar og kvað hana hafa gengið á hönd sína. Konan breytti framburði sínum einnig og tók undir skýringu mannsins þegar leið á. Maðurinn viðurkenndi að hafa ýtt við konunni, en sagði það hafa verið gert til að koma henni út úr húsinu. Segir í dómnum að ljóst sé að konan „fékk áverka af völdum ákærða en þar sem ekki telst sann- að að ásetningur hans hafi staðið til þess að skaða hana, einungis að koma henni út úr húsi í kjölfar rifrildis þeirra, verður honum ekki refsað fyrir líkams meiðingar af gáleysi […]“ Þá var afleiðingum af meintri árás mannsins á stjúpdóttur sína ekki lýst í ákæru, auk þess sem hún leitaði sér ekki læknishjálpar. Í ljósi þess, auk reikuls framburð- ar hlutaðeigandi og að fólkið var eitt til frásagnar, telur dómurinn ekki unnt að sakfella manninn. Hjörtur O. Aðalsteinsson dæmdi málið. - sh Kona breytti framburði sínum í máli ákæruvaldsins gegn manni hennar: Segist hafa gengið á hönd mannsins UMHVERFISMÁL Höskuldur Þór Þór- hallsson, þingmaður Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi, hefur farið fram á að fundur verði haldinn í umhverfisnefnd Alþing- is. Tilefnið er nýfallinn úrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að meta skuli heildstætt áhrif allra fram- kvæmda vegna álvers á Bakka. Höskuldur segir nauðsynlegt að funda um málið og vill að heima- menn verði boðaðir sem og ráð- herra. „Ég tel að hún eigi að útskýra úrskurð sinn, þar sem hann er í berhögg við fyrri úrskurð hennar í sambærilegu máli. Ég tel að hún sé að brjóta jafnræðis- og meðalhófsreglu. Þá er mikilvægt að heyra sjónarmið heimamanna,“ segir Höskuldur. Helgi Hjörvar, formaður umhverfisnefndar, segir að ekki liggi enn fyrir hvenær af fundi nefndarinnar geti orðið, en býst við að það verði innan viku, tíu daga. „Mér heyrist að mikilvægt sé að upplýsa einstaka nefndar- menn um efni máls í framhaldi af umræðu síðustu daga,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann sé sam- mála úrskurði umhverfisráðherra segir Helgi að ítarlega eigi eftir að fara yfir hann í nefndinni. „Almennt séð tel ég hins vegar rétt að vanda meira en minna til stórra framkvæmda í náttúru Íslands.“ - kóp Þingmaður Framsóknarflokks vill fund hjá umhverfisnefnd Alþingis: Nefndarfundur um Bakka UMHVERFISNEFND ALÞINGIS Mun funda um úrskurð umhverfisráðherra um heildstætt umhverfismat vegna álvers á Bakka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MIKLIR ÁVERKAR Konan hlaut talsverða áverka. Hún hlaut blóðgúl undir húð vinstra megin á enni, V-laga skurð á eyrnasnepil, mar undir augabrún, á nefi, gagnauga, handlegg og á hné. Í fyrstu viðurkenndi maðurinn að hafa lagt hendur á konuna, hann hefði „sparkað í rassgatið á henni og sagt henni að drulla sér út“, og vel gæti verið að hann hefði „danglað í hana líka“. Hann breytti síðar framburðinum. SUÐUR-AFRÍKA, AP Jakob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins og forsetaefni flokksins, fór fram á það á mánudag að allar ákærur á hendur honum um skjalasvik og spillingu yrðu felldar niður. Dómarinn í málinu, Chris Nicholson, sagðist í gær ætla að úrskurða um þessa beiðni þann 12. september, en ákvað jafn- framt að réttarhöld hefjist 8. desember, fari svo að hann vísi ekki ákærunum frá dómi. Reiknað er með því að Afríska þjóðarráðið haldi yfirgnæfandi meirihluta sínum í þingkosning- um á næsta ári og í framhaldi af því taki Zuma við af Thabo Mbeki sem forseti landsins. Málaferlin gætu þó komið í veg fyrir það. - gb Væntanlegur forseti S-Afríku: Vill niðurfell- ingu ákæranna JAKOB ZUMA Tók nokkur dansspor eftir að hafa sótt um niðurfellingu ákæru- máls. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Féll af bifhjóli í Borgarnesi Ökumaður bifhjóls slapp með minni háttar meiðsl þegar hann féll af hjólinu í Borgarnesi um klukkan hálf þrjú í gær. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöð til skoðunar en fékk að fara þaðan skömmu síðar. Bifhjól- ið, stórt götuhjól, er talsvert skemmt. LÖGREGLUFRÉTTIR ÁLFTANES Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að Kristjáni Sveinbjörnssyni, forseta bæjar- stjórnar Álftaness, hafi verið óheimilt að víta Guðmund G. Gunnarsson, bæjarfulltrúa og fyrrum bæjarstjóra, í maí. Gunnar sakaði Kristján um að hafa ítrekað farið með ósannindi um stjórnsýslu sveitarfélagsins og að hafa ástæðulaust gengið af fundi bæjarráðs. Guðmundur mótmælti fullyrðingum Kristjáns og kærði víturnar til samgöngu- ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins segir að heimild forseta til að víta snúi að fundarstjórn og beri að beita af varúð. - gh Bæjarfulltrúar Álftaness deila: Vítur óheimilar DÓMSMÁL Maður um þrítugt hefur í Héraðsdómi Suður lands verið dæmdur í fimm mánaða skil- orðs bundið fangelsi fyrir líkamsárás og morðhótanir. Maðurinn dansaði ölvaður uppi á borði á veitingastað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. Hann sinnti í engu óskum dyra varðar um að koma sér niður af borðinu heldur sló hann af alefli í andlitið. Dyravörðurinn hlaut skurð á vör og missti framtönn. Þegar lögreglumenn komu á staðinn brást hann vondur við, hótaði einum þeirra ítrekað lífláti og sparkaði í fætur hans. Hann neitaði öllu en var eigi að síður fundinn sekur. Vegna dráttar á rannsókn málsins var refsingin skilorðsbundin. - sh Steig trylltan dans á þjóðhátíð: Dæmdur fyrir morðhótanir KÍNA, AP Öflugur jarðskjálfti, um 6,0 að styrkleika, skók Setsúan- hérað í Kína í gær, á sömu slóðum og um 70.000 manns fórust í hamfarajarðskjálfta í maí. Engar fregnir bárust þó af tjóni á mannvirkjum eða slysum á fólki. Hlaupið með ólympíukyndilinn lá einmitt um þetta hérað Kína í gær, en það gekk vandkvæða- laust. Hlaupið um Setsúan var síðasti spölur hlaupsins fyrir endamarkið í Peking. Að sögn Xinhua-fréttastofunn- ar nötruðu byggingar í borgunum Hanzhong, Xian og Chongqing í Gansu- og Shaanxi-sýslum í Setsúan er jarðskálftinn reið yfir síðdegis að staðartíma. - aa Enn einn jarðskjálftinn í Kína: Byggingar nötr- uðu í Setsúan SÍÐASTI SPÖLUR HLAUPS Stúlka í Chengdu í Setsúan gæðir sér á sleikjó í formi Ólympíuhringjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNING Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS standa fyrir ljósmynda- sýningu sem hófst í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um 40 manna hópur á vegum samtakanna hefur haldið til hér á landi í tvær vikur og unnið að verkefninu sem kallast Photo Marathon. Tuttugu myndir þessara ljósmyndara, sem koma frá hinum ýmsu löndum, eru á sýningunni. „Ég er afar ánægður með afraksturinn,“ segir Henrique Pedrero sem hafði umsjón með verkefninu. „Öll verkefni SEEDS eru tengd umhverfismálum og í þessu verkefni tóku ljósmyndararnir ýmsa vinkla á það mál hér í Reykjavík og nágrenni.“ Fjöldi annarra hópa er nú að störfum við hin ýmsu umhverfismál hér á landi. - jse Myndlistarsýning í Ráðhúsinu: Reykjavík séð með gestsauga Sóttir þú skipulagða hátíð um verslunarmannahelgina? Já 16,8% Nei 83,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vantar fleiri hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu? Segðu þína skoðuna á visir.is. ATVINNA Starf forstjóra Keflavík- urflugvallar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Frestur til að sækja um stöðuna rennur út 16. ágúst. Opinbera hlutafélagið Keflavík- urflugvöllur var stofnað í júní og tekur þann 1. janúar yfir starf- semi Flugmálastjórnar Keflavík- urflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Samgönguráðherra hefur skipað stjórn félagsins sem starfa skal fram að fyrsta aðalfundi þess. Formaður félagsins er Jón Gunnarsson. - ht Félag um Keflavíkurflugvöll: Starf forstjóra auglýst laust KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.