Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 16
16 6. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is GERI HALLIWELL SÖNGKONA ER 36 ÁRA Í DAG. „Við erum bara öll að reyna að passa inn í hópinn og finna sjálf okkur, sérstak- lega þegar við erum að vaxa úr grasi.“ Geri Halliwell er þekktust fyrir að vera söngkona í hljómsveit- inni Spice Girls en á eigin tón- listarferli hefur hún þó fengið fjórar Brit Award-tilnefningar. MERKISATBURÐIR 1809 Jörundur hundadaga- konungur efnir til dans- leiks í Klúbbnum í Reykja- vík, þar sem nú er hús Hjálpræðishersins. 1907 Lárus Rist fimleikakennari syndir yfir Eyjafjarðarál, al- klæddur og í sjóklæðum. 1933 Hakakrossfáni er skorinn niður við hús þýska vara- ræðismannsins á Siglu- firði. 1960 Steingrímsstöð, virkjun við Efra-Sog, er vígð við hátíðlega athöfn. 1965 Hljómplata Bítlanna Help! kemur út í Bretlandi. 1992 Kvikmyndin Veggfóður frumsýnd. Myndin hlaut ágætis viðtökur þrátt fyrir að hafa verið ódýr í fram- leiðslu. Gertrude Ederle var fyrst kvenna til að synda Ermarsundið þennan dag fyrir átta- tíu og tveimur árum. Áður höfðu fimm karl- ar synt Ermarsundið en tími Gertrude, fjór- tán klukkustundir og þrjátíu og ein mínúta, var tæplega tveim- ur stundum betri en fyrra met. Met henn- ar var reyndar slegið seinna sama ár en hélst á meðal kvenna til árs- ins 1964. Gertrude varð atvinnukona í sundi árið 1925 og ári seinna tilkynnti hún að hún ætlaði að verða fyrsta konan og sjötti einstaklingurinn til þess að synda Ermar- sundið og eftir sund- ið varð hún þjóðhetja í Bandaríkjunum. En Gertrude galt afrekið ansi dýrt. Hún varð heyrnar- laus vegna skemmda sem vatnið olli á hljóðhimnum henn- ar meðan á sundinu stóð. Hún fékk tauga- áfall tveimur árum eftir sundið og þurfti að vera í gifsi um bakið í meira en fjögur ár vegna áverka. Gertrude hafði þó náð sér í kringum árið 1933 og gerðist sundleiðbeinandi fyrir heyrnar- lausa krakka. ÞETTA GERÐIST: 6. ÁGÚST 1926 Fyrsta konan syndir Ermarsundið Skólagarðar Reykjavíkur voru stofn- aðir árið 1948 og verða því sextugir í ár. „Í tilefni af afmælinu ætlum við að halda lokaða veislu í einum skóla- garðinum fljótlega fyrir velunnara skólagarðanna og krakkana,“ upplýs- ir Dagbjört Óskarsdóttir, verkstjóri í Skólagörðum Reykjavíkur. „En svo ætlum við líka að setja upp sögusýn- ingu í formi mynda því við erum búin að sjá að fólk hefur áhuga á að grafa upp sögu Skólagarðanna.“ Skólagarðar Reykjavíkur hafa nálgast myndir fyrir sögusýning- una á Ljósmyndasafni Reykjavíkur- borgar en einnig hefur verið auglýst eftir myndum úr einkasöfnum fólks um alla borg og ráðgert er að fanga stemninguna í görðunum öll sextíu árin á sýningunni. „Bæði leiðbein- endur, foreldrar og ljósmyndarar blaðanna hafa verið duglegir að taka myndir svo það er alveg ótrúlega mikið til,“ segir Dagbjört en bætir þó við að enn hafi engar myndir bor- ist frá öðrum en Ljósmyndasafninu. Aðspurð segir Dagbjört að sýning- in verði sett upp í Skólagörðunum í Laugardal og standi í nokkra daga frá 15. ágúst næstkomandi. Dagbjört segir að fleira verði gert í tilefni af afmælinu. „Við ætlum líka að vera með teiknimyndasamkeppni meðal krakkanna sem hafa verið í Skólagörðunum. Stundum koma þau inn í skúr þegar veðrið er slæmt og dunda sér en það hefur auðvitað verið svo rosalega gott veður núna í sumar að minna hefur verið gert af því,“ segir Dagbjört brosandi og útskýr- ir að teiknimyndasamkeppnin felist í því að teikna merki fyrir Skólagarða Reykjavíkur og verða verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðuna. „Við erum því ekki bara að auglýsa eftir gömlum ljósmyndum heldur líka nýjum teikningum,“ upplýsir Dag- björt. þEss má geta að síðasti skila- dagur myndanna er 13. ágúst. Sextíu ára saga Skólagarða Reykja- víkur er þó nokkuð merkileg og hafa margir komið við í görðunum að sögn Dagbjartar. „Fyrstu árin voru tvö hundruð börn í einum garði sem var á Klambratúni en núna eru fimm hundruð og sextíu krakkar bara í Reykjavík,“ segir Dagbjört og held- ur áfram: „Mér finnst aðsóknin þó svolítið hafa staðið í stað í Reykjavík undanfarið en ég held að ástæðan sé markaðssetningin. Mér finnst að lítið hafi verið fjallað um þetta í sumar og að starfið hafi því ekki vaxið nóg miðað við fólksfjöldann í borginni.“ „Skólagarðarnir byrjuðu þegar mikill flutningur var á fólki til Reykjavíkur eftir stríð og farið var að skoða hvað ætti að gera við öll þessi ungmenni í skólafríinu. Þá komu upp ýmsar hugmyndir eins og þegnskylda og herskylda en Skóla- garðarnir voru eitt af því sem gert var,“ upplýsir Dagbjört brosandi og segir að margt hafi breyst í gegnum tíðina, meðal annars hafi görðunum fjölgað og fleiri tegundir séu ræktað- ar í dag en í upphafi. Nánari upplýsingar um hvert eigi að senda ljósmyndir og teiknimynd- ir veitir Dagbjört á dagbjort.osk.osk- arsdottir@reykjavik.is og í síma 693- 2323. martaf@frettabladid.is SKÓLAGARÐAR REYKJAVÍKUR: SEXTÍU ÁRA Sögu garða lýst með myndum DAGBJÖRT ÓSKARSDÓTTIR leitar að gömlum ljósmyndum og nýjum teikningum á sextíu ára afmæli Skólagarða Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skálholtskvartettinn mun halda tónleika í Skálholti hinn 7. ágúst. Á tónleikunum mun kvartettinn flytja Kvartett í g- moll, Kvartettþátt í c-moll, Kvintett fyrir tvær fiðlur, víólu og tvö selló í C-dúr eftir Schubert. Skálholtskvartettinn skipa þau Jaap Schröder fiðla, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir fiðla og Sig- urður Halldórsson selló. Gestaleikari á tónleikunum er Bruno Cocset selló. Tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröð Skálholts- kirkju sem staðið hefur yfir í sumar. Lokatónleikarnir í tónleikaröðinni verða svo haldnir laugardaginn 9. ágúst. Allar nánari upplýsingar um tónleikana má finna á www.skalholt.is. - stp Kvöldstund með Schubert TÓNLEIKAR Skálholtskvartettinn mun halda tónleika á morgun í Skál- holtskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AFMÆLI HARTMANN KR. GUÐ- MUNDS- SON, Forstöðu- maður örtækni, er 50 ára. SIGURÐUR HALL, stjörnu- kokkur ÍSlands, er 56 ára. ROBIN VAN PERSIE knatt- spyrnumað- ur er 28 ára.. SIGURÐUR PÉTUR BRAGASON söngvari er 54 ára. JÓN ÓLAFSSON athafna- maður er 54 ára. M. NIGHT SHY- AMALAN kvikmynda- leikstjóri er 38 ára. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, Helga Víðis Hálfdánarsonar Álfaskeiði 104, Hafnarfirði, áður til heimilis á Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við Hlíf Steingrímsdóttur krabbameinslækni. Ágústa Garðarsdóttir Jón Garðar Helgason Elise Mathiesen Edda Dóra Helgadóttir Ingvar Ingvarsson Hálfán Helgi Helgason Elínborg Sædís Pálsdóttir og barnabörn. Konan mín, Bjarney Ágústa Skúladóttir frá Ísafirði, Vallholti 39, Selfossi, lést mánudaginn 4. ágúst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Kjartan T. Ólafsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.