Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 12
12 6. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ef eitthvað er að marka það sem stendur í frönskum blöðum þessa stundina og þenur sig jafnvel yfir forsíður þeirra, álíta hægri menn nú, rúmu ári eftir kosningasigurinn, að þeir hafi unnið endanlegan sigur í því hugmyndafræðilega stríði sem vinstri menn og hægri hafa háð linnulaust í marga áratugi, nú séu hin svokölluðu „hægri gildi“ orðin einráð í þjóðfélaginu og verði aldrei til eilífðar nóns snúið aftur frá því. Þeir sem hafa fylgst með þróun mála í landinu að undanförnu hafa að vísu ekki greint mikil merki um neina stórstyrjöld, enda er erfitt að ímynda sér nokkurt hug- myndafræðilegt stríð sem franski sósíalistaflokkurinn gæti hugsanlega unnið, eins og nú er komið fyrir honum. En hægri menn tala eigi að síður digur- barkalega, og hafa þeir til marks um sigurinn, að þeir hafa getað komið sínum lagafrumvörpum um „umbætur“ í gegn án þess að verða fyrir nokkurri teljandi mótspyrnu, hvorki innan þings né utan. Eins og forsætisráð- herrann sagði hafa Frakkar nú skipt um „stefnu, menningu, gildi og stjórn“. Þessi „hægri gildi“, sem nú eru sögð hafa sigrað, eru með ýmsu móti og í stundlegum orðræðum er hvert þeirra oft sett upp í andstæðu við eitthvert „vinstri gildi“, sem svo er kallað og valið eitthvert nafn, sem hentar í þessu samhengi, það er „einstaklingshyggja“ á móti „samvinnu“, „skylda“ á móti „réttindum“, „ábyrgð“ á móti „refsingaleysi“, „vinnusemi“ á móti „forsjárhyggju“ og við þetta bætist svo að sjálfsögðu „lágmarksþjónusta“ á móti „verkföllum“, enda lýsti forset- inn ástandinu eftir „sigurinn“ glaðhlakkalega með orðunum: „Þegar verkfall er nú í Frakk- landi, tekur enginn eftir því.“ Til að fá skýrari mynd af því sem felst í þessum sigri „hægri gilda“ er kannske rétt að sleppa orðunum og líta þess í stað á gerðirnar, stjórnarstefnuna og framkvæmd hennar eins og hún bitnar á almenningi. Hún er í rauninni ekki flókin og felst fyrst og fremst í því að skera niður og „einkavæða“ að sem mestu leyti þegar því verður við komið allt sem hægt er að kalla „félagslega þjónustu“ og slíkt, og taka svo í leiðinni af almenn- ingi öll þau réttindi sem hann hefur áunnið sér með langri baráttu. Eitt af því sem hefur verið til umræðu um skeið eru breytingar af þessu tagi í heilbrigðisþjónustunni, sjúkra- hús eru sameinuð í óskapleg bákn og farið er að reka þau eins og gróðafyrirtæki, hvort sem þau eru einkavædd að öllu leyti eða ekki, og það hefur þá ekki síst í för með sér að lítil sjúkra- hús sem ekki eru talin nógu arðvænleg eru umsvifalaust lögð niður. Einn þáttur í þessari þróun hefur mjög verið í sviðsljósinu, og það er fækkun fæðingarheimila: stjórnunar- fræðingar rýna í tölur, og ef þeir sjá að tala fæðinga á einhverjum stað er fyrir neðan ákveðið lágmark er viðkomandi fæðingar- heimili lokað, þó svo að kannske séu hundrað kílómetrar eða svo í næstu fæðingardeild. Ef það er nú rétt að „hægri gildin“ hafi borið sigur úr býtum, getur almenningur vitanlega engu breytt um þessa þróun, og síst af öllu dugir að vera með einhver mótmæli, því enginn tekur eftir því, eins og forsetinn sagði. En hins vegar er ekki nema eðlilegt að almenning- ur reyni að laga sig eftir þessu nýja ástandi, og þess sjást nú ýmis merki. Dæmi um slíka aðlögun var nýlega að fá í smábæ að nafni Sainte-Colombe-sur-Seine í Búrgund austur, sem telur rúmlega þúsund íbúa. Fæðingar- heimili þar í sveitinni, þar sem um 230 börn litu dagsins ljós á ári, var lokað frá og með 1. júlí. Því var borið við að barnalæknir og fæðingalæknir á þessum stað væru að hætta störfum og engir hefðu fundist til að taka við störfum þeirra. Íbúar staðarins sögðust hafa fundið þrjá lækna sem væru reiðubúnir til að koma og töldu að þetta væri ekki annað en átylla, allt hefði verið ákveðið fyrirfram. En hvað um það, eftir lokunina var eins og hálfs tíma akstur í næsta fæðingarheimili. Þá brást bæjarstjórinn í Sainte-Colombe-sur-Seine snarlega við, eins og skyldan bauð honum, og hann gaf út tilskipun sem lagði blátt bann við öllum barnsgetnaði á bæjarlandinu, jafnframt var barnshafandi konum gert skylt að hafa yfirgefið staðinn fyrir 1. júlí. Til að árétta þetta setti hann upp skilti, í stíl venjulegra umferðarskilta, með mynd af barnshafandi konu liggjandi í prófíl og áletruninni „Varúð. Læknaauðn.“ Bæjarstjóri í nálægum bæ fór að dæmi hans og bætti því við að héðan í frá fengju öll ung pör ókeypis smokka á kostnað bæjarfélags- ins. Er þetta ekki gott merki um það hvernig þjóðfélagið er að breytast eftir sigur hinna hægri gilda? Hin hægri gildi EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Stjórnmál Ráðherra hefur tekið afstöðu UMRÆÐAN Svandís Svavarsdóttir skrifar um um- sögn um nektardansstaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar lagt þung lóð á vogarskálarn- ar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og þar með virt rannsóknir og reynslu á sviðinu. Í fyrri umsögn sinni um Goldfinger lagðist hann gegn leyfisveitingu, en nú hefur hann verið þvingaður til að breyta afstöðu sinni til málsins. Umsögnin heimilar nú nektardans á staðnum en áður hafði lögreglustjóri sent neikvæða umsögn sem honum var gert að breyta eftir áfrýjun lögmanns Goldfinger. Það er sárt að horfa upp á slíkar þvinganir og vakna spurningar um hvaða hagsmunir séu í húfi og hverra, auk þess sem hlutverk og gildi embættis lögreglustjórans virðist vera óljóst. Ljóst er að dómsmálaráðherra hefur tekið afstöðu með þeim sem slíkan rekstur stunda en ekki með samþykktum samningum gegn mansali og þeim rannsóknarniður- stöðum sem fyrir liggja um vændi og mansal. Árum saman hafa sérfræðingar bent á ótvíræð tengsl milli vændis, nektardans, kláms og mansals. Samtök um kvennaathvarfið, Stígamót, Alþjóðahúsið, lögreglan og fleiri hafa jafnframt staðfest að mansal þrífst hér á landi og rannsóknir sýnt fram á að vændi viðgengst á nektardansstöðum. Þrátt fyrir þetta var umsögn lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins talin of huglæg sam- kvæmt dómsmálaráðuneytinu. Ísland hefur eins og kunnugt er undirrit- að alþjóðasamninga gegn mansali, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna kenndan við Palermo og samning Evrópu- ráðsins um aðgerðir gegn mansali. Þegar heim er komið skortir greinilega pólitískan vilja til að fara eftir samningunum. Baráttan gegn rekstri nektardansstaða er hluti af baráttunni gegn hlutgervingu kvenna, gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir jafnrétti kynjanna. Telji yfirvöld ekki unnt að komið sé í veg fyrir rekstur sem sannanlega hagnast á að misnota eymd kvenna er nauðsynlegt að endurskoða lögin og tryggja að það sé unnt. Baráttan gegn vændi og mansali snýst um pólitískan vilja en sá vilji er greinilega ekki fyrir hendi í dómsmálaráðuneytinu. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Höfundur er borgarfulltrúi. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR. Af veislum Barnauppeldi getur vafist fyrir mörgum, enda engin einhlít regla til um það; í það minnsta síðan Dr. Spock var og hét. Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur er einn þeirra sem blogga um hávær börn á kaffihúsum. Allir þekkja þessa stöðu: börnin hlaupa um öskrandi, foreldrarnir taka ekki eftir þeim nema kannski til að dást að þessum litlu elskum. Aðrir gestir gnísta tönnum. Ágúst segir í færslu sinni frá slíku hvimleiðu tilfelli, en um leið frá veislum sem hann fer reglulega í: „Fullorðið fólk getur ekki lengur haldið samkvæmi án þess að börnin séu aðalnúmerið og setji upp heimskulegar leiksýningar fyrir fullorðna fólkið löngu eftir miðnætti.“ Já, hver kannast ekki við þetta? Það er spurning hvort Ágústi verður boðið í margar fleiri veislur eftir þetta. Þjóðráð Sveitarfélögin kvarta sáran þessa dagana og vilja fá hlutdeild í fjármagns- tekjuskatti. Stór hluti íbúa greiði engan tekjuskatt og því ekkert til sveitarfélag- anna. Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórn- armála, er nú búinn að finna lausn á þessum vanda. Hann vill að sveitarfé- lögin auki tekjur sínar með því að taka til sín verkefni. Þetta er þjóðráð. Að vísu myndu þau verkefni kosta eitthvað og fjár- munirnir frá ríkinu fara í þau og reyndar hafa sveitarfélög talið sig fá frekar of lítið en of mikið með verkefnum frá ríkinu …en þjóðráð engu að síður. Eftirlaun Bjarni Harðarson er maður sannorður. Nú hefur hann tilkynnt að Davíð Odds- son muni láta af starfi Seðlabankastjóra í vetur. Eins og kunnugir muna var endurskoðun á eftirlaunafrumvarpinu frestað fram á næsta vetur. Það skyldi þó ekki vera að Davíð ætlaði að skella sér á eftirlaun áður en frumvarpinu hans um eftirlaun verður breytt? Spyr sá sem ekki veit. kolbeinn@frettabladid.is NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI FYRRVERANDI NEMENDA NTV SÖGÐUST MYNDU MÆLA MEÐ NÁMINU VIÐ AÐRA* Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is *Samkvæmt markaðsrannsókn meðal 1000 fyrrverandi nemenda apríl 2008 B aráttan fyrir jafnrétti kynjanna hefur staðið lengi og vissulega hefur þokast, að minnsta kosti í lagalegu til- liti. Í raun er þó langt í land. Sú skoðun virðist alltaf eiga einhverju fylgi að fagna að kynin séu svo ólík að fullkomnu jafnrétti milli kynja verði aldrei náð. Vissulega er fólk ólíkt, ekki bara kynin sín á milli heldur einnig karlar innbyrðis og konur inn- byrðis og benda má á að jafnrétti felst einmitt í að ólíkt fólk, karlar og konur, byggi upp samfélag þar sem ólík viðhorf eru höfð í heiðri og virt. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum. Í síðasta mánuði komu fulltrúar Íslands fyrir nefnd sem hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd þessa samnings. Í kjölfarið hefur nefndin svo birt tilmæli til íslenskra stjórnvalda. Nefndin fagnar fáeinum atriðum sem talin eru standa vel á Íslandi. Þar má nefna ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem samþykkt voru í vor og breytingar á almennum hegningarlögum er varða skipulagða glæpastarf- semi og mansal, heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Áhyggjuefni nefndarinnar eru þó mun fleiri. Eitt atriðið sem nefndin bendir á eru vægar refsingar í kyn- ferðisbrotamálum, einkum nauðgunarmálum. Einnig ósamræmi milli fjölda rannsakaðra kynferðisbrotamála og fjölda mála sem leiða til opinberrar ákæru og dóms. Hvatt er til rannsókna á ástæðum þess að fórnarlömb virðast rög við að leggja fram kæru. Einnig leggur nefndin til að refsilöggjöf og lög um með- ferð opinberra mála verði endurskoðuð til að ganga úr skugga um að gerendur séu ávallt sóttir til saka og dæmdir í samræmi við alvarleika brots. Fyrir fáum áratugum báru konur sem höfðu orðið fyrir kyn- bundnu ofbeldi, nauðgun eða heimilisofbeldi til dæmis harm sinn í hljóði. Sú viðhorfsbreyting hefur skipt sköpum að kyn- bundið ofbeldi er nú viðurkennt vandamál og úrræði til taks fyrir konur sem fyrir því hafa orðið. En nú er löngu orðið tíma- bært að taka næsta skref, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir á. Það verður að vinna á þeirri hindrun sem kemur í veg fyrir að ákært sé og dæmt í málum sem varða kynbundið ofbeldi. Fjöldamörg önnur atriði eru nefnd í tilmælum Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda. Má þar nefna umtalsverðan og stöðugan kynbundinn launamun sem nefndin telur að skýra megi með því að hefðbundin viðhorf um stöðu og hlutverk kvenna lifi góðu lífi í íslensku samfélagi. Íslensk stjórnvöld hafa gengist undir alþjóðasamþykkt um afnám mismununar gagnvart konum. Ætlast verður til að sá samningur sé tekinn alvarlega og að farið verði af kostgæfni yfir athugasemdir nefndar Sameinuðu þjóðanna með það fyrir augum að vinna að úrbótum á öllum sviðum og þróuninni í átt til jafnréttis kynjanna verði hraðað. Tilmæli frá Sameinuðu þjóðunum: Hæg þróun í átt til jafnréttis STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.