Fréttablaðið - 06.08.2008, Síða 19

Fréttablaðið - 06.08.2008, Síða 19
[ ] Fiskidagurinn mikli er á laugardag. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í ár, meðal annars stendur til að baka 120 tommu flatböku, sem verður hugsanlega sú stærsta á Íslandi. Fiskidagurinn mikli hefur hlotið þvílíkar viðtökur síðustu ár að jafnvel bjartsýnustu menn eru agndofa, en íbúafjöldinn á Dalvík rúmlega sextánfaldaðist á síðasta ári þegar 33.000 manns lögðu leið sína þangað. Nú á að gera enn betur og auk fastra liða, eins og heimalöguðu fiskisúpunnar marg- rómuðu og skemmtidagskrár, á að brydda upp í ýmsum nýjung- um. „Fyrst ber að nefna að við ætlum að baka 120 tommu salt- fisks-pítsu sem er hugsanlega stærsta pítsa á Íslandi,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmda- stjóri Fiskidagsins mikla. „Við létum líka sérsmíða pitsuhníf sem er með þremur blöðum úr fisk- flökunarvélum svo við gætum skorið pitsuna.“ Í flatbökuna, sem er einn fimm nýrra rétta á fimmtán rétta mat- seðli Fiskidagsins, er áætlað að fari um eitt og hálft tonn af hrá- efni, þar með talið hálft tonn af deigi, hálft tonn af osti og heill hellingur af lauk, ólífum og auð- vitað saltfiski. Flatbakan verður svo elduð í stórum ofni í einu lagi í Promens, sem áður hét Sæplast, en ofninn er vanalega notaður til keragerðar. Áætlað er að hún gefi af sér 9.000 sneiðar. „Svo ætlum við líka að búa til hús úr fiskikerum frá Promens sem hýsa á risamyndlistarsýn- ingu með 800 myndum,“ segir Júlíus. „Það eru 1. bekkingar frá 40 skólum víðs vegar um landið sem hafa teiknað og eru allar myndirnar af fiskum, enda kall- ast sýningin Margt býr í hafinu.“ Upplýsingar um hátíðina og ítarlega dagskrá má finna á www. fiskidagur.muna.is. tryggvi@frettabladid.is Stærsta flatbaka á Íslandi Gert er ráð fyrir því að rúmlega 30.000 manns mæti á fiskidaginn mikla í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN Hér sést Elías Björnsson, starfsmaður Promens, munda pitsuhnífinn sem notaður verður til að skera risapítsuna. Pítsuverkefnið er samvinnuverkefni Fiskidagsins mikla á Dalvík, Ektafisks á Hauganesi, Greifans á Akureyri og Prom- ens á Dalvík. MYND/ÚR EINKASAFNI Hjólreiðafélag Reykjavíkur býður upp á mismunandi hjólreiðaferðir. Félagið heldur Meistaramót Íslands í fjallahjól- reiðum sunnudaginn 10. ágúst. Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.fjallahjolaklubburinn.is. Kvennaferð verður farin í Árneshrepp á Ströndum á vegum Ferðafélags Íslands dagana 13. til 17. ágúst. Þar sem vegurinn endar er yfir- skrift kvennaferðar í Árnes- hrepp á Ströndum, sótt í bókar- titil Hrafns Jökulssonar. Ekið verður í rútu norður og gist á Valgeirsstöðum þar sem pláss er fyrir 20 í húsi en auk þess er tjaldstæði með góðri aðstöðu. Gönguferðir verða alla fimm dagana nema þann síðasta og áformað er að sigra ýmis fjöll í sveitinni eins og Urðarfjall, Lambatind (854 metrar) og Reykjaneshyrnu. Auk þess verð- ur gengið fyrir Kamb frá Veiði- leysuhálsi. Það er létt sex til sjö tíma ganga meðfram ströndinni. Einnig verður ekið til Djúpavík- ur og komið við á safninu Költ. Í bakaleið úr Trékyllisvíkinni er ekið um Tröllatunguheiði með viðkomu á Drangsnesi. Farar- stjórar verða Elín S. Óladóttir og Helga Garðarsdóttir. Verðið er 57.000 til 60.000 krónur og innifalið er rúta, fararstjórar, gisting, matur, sund og söfn. -gun Að sjálfsögðu verður farið í sund í hinni óviðjafnanlegu Krossneslaug í fjörunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allar í Árneshrepp Hvalaskoðun Reykjavík www.elding.is sími: 555 3565 Ævintýri á sjó alla helgina Hvalaskoðun 2,5 - 3,5 klst Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sjostangaveiði 3 - 3,5 klst Alla daga kl 11:00. Allur búnaður til veiðanna innifalinn. Viðey - Saga, náttúra og list Siglingar á klst fresti. Viðeyjarstofa opin frá 11:30 til 17:00. Skemmtileg dagskrá í allt sumar. Puffin season Oct 13:00 9:00 Sept 13:00 9:00 July 13:00 17:00 9:00 June 13:00 17:00 9:00 May 13:00 9:00 Aug 13:00 17:00 9:00 April 13:00 Lunda tímabil íl í úní úlí Águ pt kt Öðruvísi og skemmtileg upplifun! Barnahátíð sunnudaginn 10. ágúst Hringdu í síma ef blaðið berst ekki BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tíma- bilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.