Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Samúel Drengsson, deildarstjóri hjá Byggt og búið, brá sér nýlega til Tenerife ásamt fjölskyld- unni og komst í kynni við ærslafulla apa. Samúel hefur komið víða við en hann fór nýverið ásamt fjölskyldunni til Tenerife og skemmti sér kon- unglega. „Stórfjölskyldan fór öll saman í viku. Mér þótti mjög kærkomið að við færum öll saman, nytum þess að slappa af í sólinni og hefðum það almennt gott,“ segir Samúel og bætir við að upp úr standi heimsókn fjölskyldunnar í dýragarðinn Tenerife Moonkey Zoo Park, sem fáir virtust af einhverjum ástæðum vita af. „Þessi garður var ansi forvitnilegur fyrir margar sakir. Gestirnir mega til dæmis fara inn í apabúrin og við fjölskyldan gerðum það,“ rifjar Samúel upp. „Þarna máttum við síðan valsa um innan um apana eins og ekkert væri en þeir stukku í fangið á manni leitandi að vínberjum.“ Faðir Samúels var þó ekki á þeim buxunum að fara inn í búr og hélt sér í hæfilegri fjarlægð þar sem hann myndaði apana í gríð og erg. „Svo náðum við loksins að plata hann inn í eitt búrið, en þá læddist ég aftan að honum og setti nokkur vínber ofan á bakpok- ann hans. Aparnir tóku auðvitað strax eftir vínberj- unum og hlupu og stukku á eftir pabba greyinu sem átti fótum sínum fjör að launa við að komast undan,“ segir Samúel, sem er staðráðinn í að fara aftur fljót- lega til Tenerife og þá meðal annars vegna þess hversu fjöskylduvænn staðurinn er. mikael@frettabladid.is Uppátækjasamir apar Samúel Drengsson segir Tenerife frábæran fjölskyldustað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLEIRI KONUR KEPPA Íslandsmótið í motocrossi er hafið að nýju eftir stutt hlé. Keppendum fjölgar stöðugt í þessari íþróttagrein og þá sérstaklega í hópi kvenna. BÍLAR 2 DÝRINDIS RÉTTIR Fiskidagurinn mikli er á laugardag. Alls kyns gómsætir fiskréttir verða á boðstól- um, þar á meðal risastór salt- fisks pitsa. FERÐIR 3 Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY flugfelag.is Ævintýrin liggja í loftinu! Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Vestmannaeyjar frá 3.990 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.