Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er miðvikudagurinn 6. ágúst, 220. dagur ársins. 4.52 13.34 22.13 4.22 13.18 22.12 Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð. Sumir vilja absólút sjá nýja tillögu um Listaháskóla Íslands við Laugaveg verða óbreytta að veruleika. Telja að sérviskuleg hugmynd borgar- stjóra um nítjándu aldar götu- mynd sé í besta falli rómantísk en í versta falli óígrunduð og eigi enga stoð í skynsemi eða raun- veruleika. Dýrar lóðir þurfi auð- vitað að nýta sem best og fer- metrafjöldi bárujárnskofanna beri ekki þann arð sem þarf. Undirliggjandi er hugsanlega að ákvarðanir skammtímamanns skuli eiga sér stuttan líftíma. AÐRIR kunna ekki jafnvel að meta nútímalegt útlit fyrirhugaðs húss en vilja endilega finna lausn á málinu. Það hlýtur að vera hægt að mjatla þessu einhvern veginn, rífa minna, fela nýbygginguna bak við gömlu húsin eða eitthvað. Skoðanaskiptin snúast þannig mest um útlit byggingarinnar. Hvort hún eigi að falla inn í umhverfið sem fyrir er eða gefa tóninn fyrir framtíðina. Eiginlega gleymdist svolítið að ræða hvort yfirhöfuð er pláss á þessum stað fyrir heilan háskóla. VIÐ skipulag lóðarinnar var mjög horft til þess fjörs sem sjálfur listaháskólinn myndi færa mið- borginni. Aðalatriðið er að tilkoma skólans þarna niðri í bæ verði svo mikil viðbót við mannlífið, lyfti- stöng fyrir menninguna og gott ef ekki bara ný lífæð fyrir miðborg- ina. Fyrirfram alveg borðleggj- andi. Engin spurningarmerki þar. En þótt skólinn hafi lengi verið staðsettur meðal annars í Skip- holtinu og Laugarnesinu þá hefur iðandi mannlíf víða blómstrað betur en á þeim slóðum. Með fullri virðingu. ÞESSI svarthvíta umræða rúmar varla skoðun um að ef til vill væri best að bakka aðeins með þetta allt saman. Þó ekki til að láta þessa ágætu stofnun Listaháskóla Íslands þjást lengur heldur þvert á móti til að hún eignist þann besta sama- stað sem hún á sannarlega skilið að fá. Hús sem fyllir út í svigrúm sitt í ýmsum skilningi er varla sú umgjörð sem hentugust er sköpun- arvinnu sem umfram allt þarfnast svigrúms til að dafna. Jafnvel þótt það kunni í fljótu bragði að hljóma vel að staðsetja listaháskóla á miðj- um Laugaveginum. Lyftistöng fyrir mannlífið www.toyota.is Sumir vilja aðeins ferðast á fyrsta farrými Það getur verið erfitt að sætta sig við aðra bíla þegar maður hefur kynnst Avensis. Hugurinn leyfir helst ekkert annað en hið plássmikla og örugga rými sem Avensis státar af. Þú veist ekki af hverju þú ert að missa. Komdu og reynsluaktu Avensis í dag. Ps. Eða fáðu einhvern á Avensis til að taka þig í bíltúr :-) framan í heiminn ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 32 03 0 8/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.