Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 8
8 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvernig fór leikur Íslendinga og Egypta í handknattleik á Ólympíuleikunum? 2 Hver er að vinna plötu með Derek Sherinian sem hefur tekið upp plötur með Simon Philips, trommara Toto? 3 Hvað heitir forseti Georgíu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 RISAÚTSALA Í NÍTRÓ! FJÖLMIÐLAR „Ég skrifa það sem ég veit sannast enda lýgur enginn að dagbókinni sinni,“ segir Matthías Johannessen, rithöfundur og fyrr- verandi ritstjóri Morgunblaðsins, um dagbókarfærslur sínar frá árinu 1998. Færslurnar setti Matthías inn á vefsíðu sína matthias.is um helgina. Í dagbókarskrifunum er meðal annars vitnað til trúnaðarsamtala Matthíasar og Svavars Gestssonar frá þeim tíma um stöðu Alþýðu- bandalagsins eftir formannstíð Ólafs Ragnars Grímssonar, núver- andi forseta. „Það eru ósköp að hlusta á þá Alþýðubandalagsmenn tala um fyrrum foringja sinn, Ólaf Ragnar Grímsson,“ segir Matthías og vitnar því næst í ummæli Hjör- leifs Guttormssonar og Svavars Gestssonar um Ólaf. Meðal þess sem hermt er eftir Svavari er: „Hann segir að Ólafur hafi verið slæmur í peningamálum þegar hann var formaður Alþýðubanda- lagsins. Þá hafi hann haft Einar Karl Haraldsson að hjálparkokki. Hann hafi komið sér upp Visa- gullkorti í nafni Alþýðubandalags- ins og notað það óspart.“ Því næst segir hann: „Þegar Margrét Frímannsdóttir tók við flokknum bárust henni reikningar eins og skæðadrífa og hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það var við- skilnaður Ólafs Ragnars.“ Þá segir að Ólafur hafi gert samning við Landsbankann um að Alþýðu- bandalagið fengið 107 milljóna króna lán. Bankinn hafi þó þurft að afskrifa skuldina síðar. Margrét staðfesti í samtali við Fréttablaðið að skuldir bandalags- ins hefðu verið mun meiri en hún hefði átt von á þegar hún tók við embætti og verið yfir 50 milljónir króna. Hún segist þó ekkert kannast við að Lands- bankinn hafi þurft að afskrifa eftirstöðvar meintrar 107 milljóna króna skuldar Ólafs. Einar Karl, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Alþýðu- bandalagsins og núverandi ráð- gjafi iðnaðar- ráðherra, segir rekstur Alþýðu- bandalagsins ekki hafa verið til fyrirmyndar. Ekkert óeðlilegt hafi þó átt sér stað. Matthías þvertekur fyrir að færslurnar eigi að þjóna pólitískum til- gangi og segist ekki líta svo á að hann sé að brjóta trúnað við þá sem vitnað er til í færslunum. „Það sem eitt sinn var trúnaðar- samtal er það ekki löngu seinna, þá yrði aldrei til nein saga,“ segir hann. Ekki náðist í Svavar Gestsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. karen@frettabladid.is Trúnaður fyrnist til að segja söguna Matthías Johannessen segir dagbókarfærslur ekki þjóna pólitískum tilgangi. Hann hafi skrifað eins og hann sannast vissi, enda ljúgi enginn að dagbókinni sinni. Hann segir trúnaðarsamtöl fyrnast. MATTHÍAS JOHANNESSEN Matthías vísar til trúnaðarsamtala sem hann átti við Svavar Gestsson og Hjörleif Guttormsson á heimasíðu sinni og segir þá hafa talað illa um Ólaf Ragnar Grímsson sem formann Alþýðubandalagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR EINAR KARL HARALDSSON ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON STRANDIR Minnisvarði um skáldin Stefán frá Hvítadal, Stein Steinarr og Sturlu Þórðarson verður afhjúp- aður við Tjarnarlund í Saurbæ í Dölum á laugardag. Þetta kemur fram á Strandavefnum, strandir.is. Í ár eru hundrað ár liðin frá fæðingu Steins Steinars og 75 ár frá andláti Stefáns frá Hvítadal. Þeir voru fæddir á Ströndum. Staðsetning minnisvarðans, sem gerður er af Jóni Sigurpálssyni, er sögð valin með hliðsjón af því að frá staðnum sér heim að þeim þremur bæjum sem skáldin tengjast. Sögufélag Dalamanna stendur fyrir verkefninu. - kg Sögufélag Dalamanna: Minnisvarði um þrjú skáld SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Álftaness hefur falið stjórnsýslu- nefnd og skrifstofustjóra bæjarins að móta tillögur um siðareglur sem bæjarfulltrúar eiga að fylgja í störfum sínum um málefni sveitarfélagsins. „Skal nefndin leggja sig fram um að ná samstöðu fulltrúa beggja framboða um reglur sem hvetji til vandaðrar og málefna- legrar umræðu um sveitarfélag- ið,“ segir í frétt á heimasíðu Álftaness þar sem tekið er fram að þetta sé ákveðið vegna úrskurðar samgönguráðuneytis- ins um að vítur sem Kristján Sveinbjörnsson, forseti bæjar- stjórnar, veitti Guðmundi Gunnarssyni, oddvita minnihluta Sjálfstæðisflokks, hafi verið ólögmætar. - gar Ólögmætar vítur forseta: Bæjarfulltrúar fái siðareglur PAKISTAN, AP „Ég vona að þjóðin og fólkið fyrirgefi mér mistök mín,“ sagði Pervez Musharraf þegar hann skýrði frá afsögn sinni í sjón- varpsávarpi í gærmorgun. Hann sagði þó öll sín verk hafa verið „í þágu þjóðarinnar og landsins“. Musharraf hafði einangrast og sá sér ekki annað fært en segja af sér áður en ríkisstjórn landsins tækist að fá þingið til að svipta hann embætti. Musharraf komst til valda í stjórnarbyltingu árið 1999 og andstæðingar hans segja hann hafa staðið í vegi fyrir þróun lýðræðis. „Stærstu hindruninni hefur nú verið rutt úr vegi lýðræðis,“ sagði Biliwal Bhutto Zardari, sonur hinnar myrtu Benazir Bhutto og væntanlegur arftaki hennar sem leiðtogi annars stjórnarflokksins. Samkvæmt stjórnarskrá Pakist- ans þarf að kjósa nýjan forseta innan mánaðar. Alger óvissa er um það hver arftaki Musharrafs gæti orðið. Hvorki Nawaz Sharif né Asif Ali Zardari, leiðtogar stærstu flokka landsins, hafa látið í ljós vilja til framboðs. Þeir hafa hins vegar sagst ætla að gera emb- ættið veigaminna en það hefur verið í meðförum Musharrafs. Musharraf missti áhrifavald sitt á síðasta ári þegar hann rak dóm- ara úr hæstarétti og setti umdeild neyðarlög til að reyna að halda völdum. - gb Pervez Musharraf Pakistansforseti segir af sér: Forsetakjör innan mánaðar KVEÐUR AÐ HERMANNASIÐ Pervez Musharraf á leið út úr forsetabústaðnum í Islamabad, eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR „Forsetinn tjáir sig ekki um rangfærslur af þessu tagi sem koma fram í tveggja manna tali,“ sagði Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri forsetaembættis- ins, þegar leitað var eftir við- brögðum við dagbókarfærslum Matthíasar Johannessen, fyrrver- andi ritstjóra Morgunblaðsins. Í skrifum Matthíasar frá árinu 1998, sem Matthías birti á vefsíðu sinni um helgina, er haft eftir Svavari Gestssyni, fyrrverandi formanni þingflokks Alþýðu- bandalagsins, að í stjórnartíð Ólafs hafi verið eytt mjög í nafni flokksins. Í færslunum kemur einnig fram að reikningur vegna læknismeð- ferðar Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur, eiginkonu Ólafs, hafi valdið uppnámi. Meðal annars hefur Matthías það eftir Davíð Oddssyni, sem er sagður hafa haft miklar áhyggjur af því hver ætti að borga reikninginn. Í samtali við visir.is í gær hafn- aði Páll Torfi Önundarson læknir, sem annaðist forsetafrúna í veik- indunum, því að nokkuð óeðlilegt hefði verið í tengslum við greiðsl- ur á læknismeðferð hennar. Umsókn hafi verið send til nefnd- ar innan Tryggingastofnunar þar sem tekin var ákvörðun um hvort íslenskir skattborgar ættu að borga fyrir læknismeðferð erlend- is eins og venja hafi verið. Umsóknin hefði því næst verið samþykkt. - kdk Læknir segir ekkert óeðlilegt við meðferð Guðrúnar: Forseti tjáir sig ekki um dagbókaskrif Matthíasar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.