Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 24
 19. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli - stofa Íshúsið sérhæfir sig í kælingu og bættu lofti og býður meðal annars upp á loftkælingu, lofthreinsitæki, rakatæki, þurrktæki og hitara. Svo virðist sem eftirspurn eftir slíkum tækjum sé að aukast. „Fyrir um það bil fjórum árum fundum við fyrir vaxandi eftirspurn eftir lofkælingum en við höfðum lengi selt kælitæki,“ segir Tómas Hafliðason framkvæmdastjóri Íshússins en hann telur skýringarnar helst að finna í auknum kröfum fólks og hönnun húsa. „Í húsum þar sem eru stórir stofugluggar getur orðið ólíft á heitum dögum og þá dugir ekki að opna glugga,“ segir hann og bætir því við að hin góðu sumur undanfarin ár hafi ekki dregið úr þörfinni. Íshúsið býður að sögn Tómasar upp á loftkælingar af ýmsum gerðum og þá bæði kassa sem sjást í lofti og innfelldan búnað. Hitastigið er stillt með fjarstýringu og því er bæði hægt að hita og kæla loftið eftir þörfum. Þá er boðið upp á lofthreinsi- tæki en Tómas kveðst hafa tekið þau inn í ljósi eigin reynslu. „Ég er með ofnæmi fyrir köttum og þar sem ég á einn slíkan vakn- aði ég ávallt bólginn og stíflað- ur. Ég fór þá að leita leiða til að þurfa ekki að losa mig við dýrið og fékk mér lofthreinsitæki undir rúm og í aðrar helstu vistarver- ur heimilisins. Ég er allur annar og kötturinn sefur inni í svefnherbergi,“ segir Tómas og nefnir fleiri tæki á boðstólum. „Hita- og rakatæki eru til dæmis notuð til að stilla af rakastig á heimilum en þurrt loft getur valdið þurrki í hálsi og augum á meðan rakt loft getur valdið myglusveppum. Verandarhitarar eru síðan sniðugir til að lengja sumarið og þann tíma sem hægt er að sitja utandyra. Við erum eingöngu með raf- magnshitara enda óþarfi að vera með níðþunga gashitara þar sem aðgangur að raf- magni er ótak- markaður.“ vera@frettabladid.is Betra loft og bætt líðan Tómas Hafliðason segir eftirspurn eftir loftkælingum hafa aukist undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rakatæki 8.923 krónur Loftkæling Verð frá 100.000 krónum Lofthreinsitæki 16.541 krónur Lyktareyðir 4.474 krónur Þurrktæki 10.112 krónur ● STOFUBORÐ SEM HÆGT ER AÐ NOTA SEM GEYMSLU ERU VIRKILEGA SNIÐUG LAUSN Á LITLUM HEIMILUM. Þetta borð sem hannað er af Rick Lee kann við fyrstu sýn að virðast nútímalegt bara til þess að vera nútímalegt en er í raun mjög þægileg geymsla. Skúffurnar og nokkur lög borðsins gera það að verkum að það er mjög nytsamlegt og jafnvel enn meira en hönnuðurinn gerði sér grein fyrir við hönnun þess. Borðið er því mjög sniðug leið til að geyma hluti í litlum, nútímalegum rýmum því auðvelt er að stilla því upp á alls konar hátt og breytist lögun þess eftir smekk hvers og eins. Hægt er að nálgast það á www.spacify.com. Þessi hagnýta hilla býður upp á marga skemmtilega geymslu- möguleika. Hillan ber nafnið Piegato og er gerð úr stáli. Við afhendingu er hillan alveg flöt og er þannig þægileg að flytja eða senda á milli staða. Þegar heim er komið þarf einungis að festa hana með tveimur skrúfum og svo getur eigandinn fellt út hillurnar eftir þörfum. Hillan ber þó nokkurn þunga og er því hentug undir bækur, myndir eða hvaðeina sem fólk vill setja upp á vegg. Þar sem hillan er úr stáli er líka hægt að hengja á hana myndir með segli. Hönnuður hillunnar er tæplega þrítugur þýskur hönnuður á mikilli uppleið. Hann heitir Matthias Ries og hlaut hann tvenn verðlaun fyrir Piegato-hilluna sína í ár, IF- verðlaunin fyrir hugmyndina og silfurverðlaun Blickfang fyrir hönnunina. Matthias Ries stofnaði sína eigin hönnunarstofu árið 2006 og sérhæfir sig í hönnun, grafík og rýmishönnun. Þeir sem vilja kynna sér þessa skemmtilegu hillu nánar er bent á heimasíðu hönnuðarins, www. mrdoproducts.com. Hillur eftir hentisemi Hægt er að nota þessa skemmtilegu hillu á margvíslegan hátt. Vegglímmiðar geta verið skemmtileg leið til að skreyta veggi og glugga. Kannski langar fólk að setja eitthvert mynstur á veggina án þess að veggfóðra heilan vegg og þá geta vegglímmiðar komið að góðum notum. Auk þess að kaupa límmiða tilbúna þá má láta útbúa límmiða að eigin óskum jafnvel eftir ljósmynd með því að senda póst á Art of Wall en heimasíða þeirra er www.artofwall.com. Þeir útbúa límmiða samkvæmt óskum hvers og eins fyrir 132 evrur á fermetrann. Einnig fást falleg- ir vegglímmiðar hjá sen sen en hér gefur að líta vegglímmiða frá þeim. Vefslóðin er www.sen-sen.dk. Ikea hefur einnig boðið upp á vegglímmiða með blómamynstri. Leikandi límmiðalist Útsala 20 - 70 % afsl. Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar Baðinnréttingar Hreinlætistæki Blöndunartæki Baðker ofl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.