Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 46
34 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. lás, 6. í röð, 8. heyskaparamboð, 9. bergmála, 11. tveir, 12. mæling, 14. gáleysi, 16. býli, 17. mjög, 18. skelfing, 20. frá, 21. málmhúða. LÓÐRÉTT 1. botnfall, 3. tveir eins, 4. skífa, 5. ái, 7. smáræði, 10. óhreinka, 13. kvk nafn, 15. vætta, 16. bati, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. loka, 6. rs, 8. orf, 9. óma, 11. ii, 12. mátun, 14. vangá, 16. bæ, 17. all, 18. ógn, 20. af, 21. tina. LÓÐRÉTT: 1. gróm, 3. oo, 4. kringla, 5. afi, 7. smávægi, 10. ata, 13. una, 15. álfa, 16. bót, 19. nn. „Það er algjört partí að fara á Ban Thai í stórum hópi. Góður matur, skemmtileg þjónusta og viðráðanlegt verð. Mæli líka með Domo.“ Bergur Þór Ingólfsson leikari. „Við teljum að íslenskir stjórn- málamenn ættu að taka sér stað- festu og heilindi Marsibil Sæmundardóttur í nýafstöðn- um hrossakaupum í borgar- stjórn Reykjavíkur til fyrir- myndar,“ segir á síðu sem stofnuð hefur verið á Face- book til stuðnings Marsibil. Stofnandi síðunnar, eða hópsins, er Linda Vil- hjálmsdóttir skáld en framtakinu hefur verið tekið vel. Nú þegar þetta er skrif- að eru þegar komn- ir tæplega 40 manns en síðan er nýstofnuð. „Mér finnst það reyndar,“ segir Linda aðspurð hvort ástandið sé virkilega orðið svo slæmt í borgarstjórnarpólitík- inni að þegar einn stjórnmála- manna þar sýnir af sér eitt- hvað sem flokka má sem heilindi þá kalli það á við- brögð sem þessi. Marsibil, sem er í 2. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Reykja- vík, ákvað að styðja ekki nýjan meirihluta Óskars Bergssonar, efsta manns á lista Framsóknarflokksins, og Sjálf- stæðisflokks í Reykjavík eins og kunnugt er. Vísir hafði eftir Mars- ibil að Óskar væri ferlega fúll út í sig. Linda segir það allt of sjald- gæft að sjá stjórnmálamenn haga sér þannig að þeir styðjist við eigin sannfæringu og sýni stað- festu. „Sérstaklega í erfiðum aðstæðum. Ég vil snúa sjónar- horninu við og vil sjá fleiri í þenn- an viðsnúning hugsunar.“ Linda segir sín viðbrögð við fyrstu byltingunni í ráðhúsinu hafa verið á þá leið að hún yppti öxlum. „Nú nennir maður því ekki lengur. Ég býst ekki við neinu þannig að nú verð ég glöð þegar hægt er að sjá eitthvað jákvætt út úr stöðunni.“ - jbg Stuðningshópur Marsibilar stofnaður LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR Segir afskap- lega sjaldgæft að sjá stjórnmálamenn sem sýna af sér heilindi og staðfestu. MARSIBIL SÆMUND- ARDÓTTIR Þótt Óskar Bergsson sé fúll út í hana er svo ekki um alla nema síður sé. Davíð Smári Harðarson, sem tók þátt í Idol-keppninni fyrir þrem- ur árum, lauk einkaþjálfaraprófi síðastliðið vor og hjálpar nú Íslendingum að koma sér í gott form í Sporthúsinu. „Ég fór í skólann síðasta vetur og útskrifaðist í vor. Maður er orðinn útlærður einkaþjálfari,“ segir Davíð Smári. „Einkaþjálf- aranámið hjá Keili byggist upp á að geta tekið einstaklinginn algjörlega fyrir og umturnað honum. Maður er ekki bara að öskra á fólk og láta það taka arm- beygjur.“ Davíð hefur sjálfur misst um fjörutíu kíló síðan hann tók þátt í Idol og veit því vel hvað þarf til ætli fólk að ná árangri. „Maður reynir að labba það sem maður þarf að fara í staðinn fyrir að keyra og maður hjólar og hreyfir sig. Það er líka mikilvægt að reyna að hafa gaman af þessu. Þegar þú ert að gera eitthvað fyrir sjálfan þig á það að vera skemmtilegt.“ Hildur Vala Einarsdóttir vann Idol-keppnina þegar Davíð Smári tók þátt en sjálfur er hann í mestu sambandi við útvarpskonuna Heiðu Ólafsdóttur, sem varð önnur. „Eftir að maður tók þátt er maður búinn að hitta ótrúlegasta fólk,“ segir Davíð, sem syngur nú með ballsveitinni Dresscode í frí- stundum sínum. - fb Orðinn útlærður einkaþjálfari DAVÍÐ SMÁRI HARÐARSON Davíð Smári starfar sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi og líkar það vel. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 32-32. 2 Gunnar Waage. 3 Mikhaíl Saakashvili. Fréttablaðið greindi nýverið frá viðtali sem birtist í Los Angeles við Friðrik Karlsson tónlistarmann en vegur hans í nýaldartónlistinni vex hröðum skrefum. Hann hefur gert samning við Gemini Sun Records og er það samstarf þegar farið að skila árangri. Plata hans, Magical Relaxation, er nú þegar komin í 29. sæti á lista New Age Reporter Topp 100 og Spiritual Fitness situr í 32. sæti sama lista. Anna Kristine Magnúsdóttir, útvarpskona og blaðamaður, hefur verið fjarri góðu gamni og víst er að margir sakna skrifa hennar og eða raddar í útvarpi en þáttur hennar Milli mjalta og messu var einhver sá vinsælasti sem hefur verið í loftinu. Anna hefur nú í tæpt ár átt við að stríða sjálfsofnæmis- sjúkdóm sem gerir hana nánast handlama. Þess er vonandi ekki langt að bíða að hún nái fyrri heilsu. Flugur.is greindi frá ævintýrum Bubba Morthens á sunnudag en þá var Bubbi að veiðum á Nessvæðinu í Aðaldal. Þar sá rokk- kóngurinn mikinn fjölda stórlaxa og svo mikinn að hann hefur aldrei séð annað eins. Tuttugu laxa sem voru yfir 20 pund og þar af þrjá sem voru svo stórir að sögn Bubba að best sé að sleppa öllu tali um þyngd. Og er þá mikið sagt þegar Bubba er orða vant. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þeir höfðu samband gegnum tölvu- póst,“ segir Skúli Malmquist, einn framleiðenda myndarinnar Skrapp út, eftir Sólveigu Anspach. Í gær barst framleiðslufyrirtækinu Zik Zak fyrirspurn frá Plan B Product- ions, um möguleika á að endurgera mynd Sólveigar. Fyrirtækið er í eigu stórleikarans Brad Pitt. „Þetta er bara „pjúra“ áhugi,“ segir Skúli. „Þeir eru að skoða myndina með þetta í huga, sem sagt að endurgera hana.“ Kvikmyndin var sýnd á Locarno-hátíðinni um helgina og vann þar til verðlauna. Verðlaunin voru hin svokölluðu Variety Piazza Grande-verðlaun en það eru ný verðlaun, veitt þeirri mynd sem að mati dómnefndarinnar nær að sam- ræma það tvennt að hafa listrænt gildi og höfða einnig til almennings. „Þeir hafa líklegast rekið augun í hana þar því hún var þar að skáka mjög stórum myndum,“ segir Skúli. Skrapp út, eða Back Soon eins og hún heitir upp á ensku, er gaman- mynd sem skartar skáldkonunni Diddu í aðalhlutverki. Myndin fjall- ar um Önnu Hallgrímsdóttur sem er ljóðskáld og tveggja barna móðir - Líkt og Didda, en það eru einmitt synir Diddu, þeir Úlfar Ægisson og Hrafn Barrett, sem fara með hlut- verk barna Diddu í myndinni en Sólveig hefur sagt að Didda hafi veitt sér innblástur í verkið. Meira að segja eru ljóð Önnu eftir Diddu. Didda sagði sjálf frá því í Frétta- blaðinu að hún ætti fjölmargt sammerkt með aðalpersónu mynd- arinnar, fyrir utan skáldskapinn og börnin tvö. Báðar hafi þær átt rokkstjörnudrauma og verið hrifnar af Land Rover-jepp- um. Þá selur Anna maríjúana en aðspurð hvort hún ætti það sameig- inlegt með Önnu svaraði Didda: „Ég veit það ekki. Það er svo margt sem fólk getur gert. Þú gætir bara vitað það ef þú hefur verið að kaupa sjálfur. Og það er rosalega bannað. Alveg jafn bannað og að selja það.“ Skúli segir að ferli sem þetta, frá því að mynd er sýndur áhugi, þar til hún er endurgerð geti verið mjög langt, ef af endurgerðinni verður yfir höfuð. En ljóst er að líf Diddu hefur heillað kvennaljómann Brad Pitt, hvað svo sem af verður. soli@frettabladid.is DIDDA: ÆVI SKÁLDKONUNNAR HEILLAR KVENNALJÓMA Fyrirtæki Brads Pitt vill endurgera Skrapp út DIDDA Í HLUTVERKI ÖNNU Didda veitti Sólveigu Anspach mikinn innblástur í verkið og á margt sammerkt með aðalpersónu myndarinnar. Því má segja að líf Diddu hafi heillað Brad Pitt. SKÚLI MALMQUIST Fékk tölvupóst frá fyrirtæki Brads Pitt þar sem viðraðir voru möguleikar á að endurgera Skrapp út. SÓLVEIG ANSPACH Mynd henn- ar hlaut verðlaun á Locarno- hátíðinni þar sem menn frá Plan B hafa líklegast rekið augun í hana. BRAD PITT Fyrirtæki hans skoðar möguleika á að endurgera Skrapp út eftir Sólveigu Anspach.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.