Fréttablaðið - 07.09.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 07.09.2008, Síða 12
12 7. september 2008 SUNNUDAGUR Ú tför Sigurbjörns Einarssonar biskups var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Prestur var séra Jón Dalbú Hróbjartsson og organisti Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja var full út úr dyrum og var brugðið á það ráð að útvarpa athöfninni í hátölurum utan á kirkjunni. Þá var athöfnin í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Sigurbjörn fæddist árið 1911 að Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Hann varð stúdent frá MR árið 1931 og lauk guðfræðiprófi frá HÍ árið 1938. Hann var biskup yfir Íslandi 1959-1991. Sigurbjörn er líklega áhrifaríkasti kirkjunnar maður á síðari tímum hér á landi og var þekktur sem mikill hugsuður og orðsins maður. Sigurbjörn orti fjölda sálma og gaf út fjölmörg rit tengd kristni. Þá skrifaði hann ævisögu Alberts Schweitzer. Yfirskrift þessarar greinar er tekin úr sálmi sem Sigurbjörn þýddi. Hinst þegar kallið kemur burt af heimi, kannastu við mig og lýstu mér. Síðasta hugsun hjarta míns veri: Heilagi bróðir, dýrð sé þér. Þegar kallið kemur burt af heimi Herra Sigurbjörn Einarsson biskup var jarðsunginn í gær. Fjöldi fólks fylgdi honum til grafar enda var hann virtur og dáður af fjölmörgum. Ljósmyndararnir Anton Brink og Daníel Rúnarsson fylgdust með athöfninni. HINSTA FÖRIN Kistan borin út. FALLEG ATHÖFN Útför Sigurbjörns Einarssonar var falleg og virðuleg og bekkurinn var þétt setinn í Hallgrímskirkju. Fjölmargir kirkjunnar menn tóku þátt í athöfninni. SUNGIÐ YFIR BISKUPNUM Schola cantorum og Mótettukór Hallgrímskirkju sungu í athöfninni. MOLDUN Prestur var séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.