Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 24
 14. september 2008 SUNNUDAGUR6 Vinnueftirlitið óskar að ráða tvo eftirlitsmenn til starfa við fyrirtækjaeftirlit á höfuðborgarsvæðinu. A: Eftirlitsmann með tæknimenntun t.d. tækni- eða vélfræði B: Eftirlitsmann með tæknimenntun á byggingarsviði t.d. tækni/byggingarfræði eða iðnmenntun til starfa tímabundið í eitt ár Viðfangsefni: • Eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum. • Fræðsla og upplýsingagjöf á sviði vinnuverndar, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 Aðrar menntunar- og hæfniskröfur: • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu • Reynsla í tölvunotkun • Góð íslenskukunnátta og þjálfun í framsetningu ritaðs máls • Kunnátta í ensku og/eða norðurlandamálum • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf með staðsetningu í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf sem fyrst. Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfi ð. Umsóknareyðublað er ekki notað. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vinnueftirliti ríkisins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík fyrir 22. september nk. Nánari upplýsingar um starfi ð veita Steinar Harðarson umdæmisstjóri á höfuðborgarsvæðinu (steinarha@ver.is) s. 550-4635 eða 891-7600 og Þórunn Sveinsdóttir deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueft- irlitsins (torunn@ver.is), s. 550-4640. Heyrnarhjálp félag heyrnarskertra á Íslandi. Heyrnarhjálp, Langholtsvegur 111, 104 Reykjavík Sími: 551 5895 • Fax: 551 5835 • Veffang: heyrnarhjalp.is netfang: heyrnarhjalp@centrum.is Fjölbreytt skrifstofustarf Við leitum að öfl ugum starfmanni í hlutastarf Viðkomandi þarf að hafa góða almenna menntun, vera sjálf- stæður í vinnubrögðum, hafa gott vald á íslensku, tölvufærni, ríka þjónustulund og gott viðmót. Kostur að hafa vald á erlendum tungumálun, færlsu bókhalds og reynslu af félagsmálum. Heyrnarhjálp er vaxandi félag og okkar markmið er að bæta hag heyrnarskertra og þjónustu við þá. Í þessu starfi gefst tækifæri til frumkvæðis og uppbyggingar á félaginu. Góð vinnuaðstaða. Frekari upplýsignar um starfi ð veitir framkvæmdastjóri, Málfríður Gunnarsdóttir, í síma 89 89 636. Umsóknarfrestur er til 18. september n.k. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu mannauðsmála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður Sérfræðingur í bráðahjúkrun Laus er til umsóknar staða sérfræðings í bráðahjúkrun á slysa- og bráðasviði LSH. Starfshlutfall er 100%. Staðan veitist frá og með 1. október 2008 eða eftir samkomulagi. Starfi ð tengist öllum deildum og starfseiningum slysa- og bráðasviðs auk eftirfylgdar bráðveikra sjúklinga á LSH. Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlut- verk er stuðningur og ráðgjöf til sjúklinga og aðstandenda, ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsókna- og þróunarvinnu. Ennfremur felur starfi ð í sér uppbyggingu, samræmingu og skipu- lagningu bráðaþjónustu í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Sérstök áhersla verður á næstu misserum lögð á uppbyggingu sérfræði- þekkingar í bráðahjúkrun og mun sérfræðingur í bráðahjúkrun vinna að þróun hjúkrunar innan sérgreinarinnar ásamt sviðsstjóra. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara- eða doktorsprófi og hafa hlotið sérfræðileyfi í bráðahjúkrun í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun. Með umsókn skal leggja fram skrá yfi r náms- og starfsferil ásamt gögnum um vísindastörf og ritsmíðar. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum, hjúkrunarleyfi og sérfræðileyfi í hjúkrun. Mat á um- sækjendum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtali. Umsóknir berist fyrir 29. september 2008 til skrifstofu framkvæmda- stjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík, netfang annastef@landspitali.is. Nánari upplýsingar veita Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri, í síma 543 2270, netfang gudrakel@landspitali.is og Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í síma 543 1109, netfang annastef@landspitali.is. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á gjörgæsludeild og vöknun við Hringbraut. Á deildunum dvelja bæði börn og fullorðnir með margvísleg heilsu- farsvandamál og gefast þar tækifæri fyrir áhugasama einstaklinga til að takast á við ný og skapandi verkefni. Við bjóðum upp á: • Einstaklingsmiðaða aðlögun og sérhæfða fræðslu • Starfsumhverfi sem býður upp á möguleika til að dýpka þekkingu undir leiðsögn reyndra starfsmanna. • Jákvætt andrúmsloft þar sem starfsstéttir vinna saman sem teymi. Umsóknir berist fyrir 29. september 2008 til Marianne Hólm Bjarna- dóttur, deildarstjóra, netfang marianne@landspitali.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfi ð í síma 824 5455. Hjúkrunarfræðingar/Ljósmæður Starfsnám til sérfræðiviðurkenningar í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Landspítali hefur ákveðið að hefja starfsnám fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til sérfræðiviðkenningar í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum, í samræmi við stefnu LSH um framhaldsmenntun á spítalanum. Starfs- námið hefst 1. október n.k. og er til tveggja ára. Auglýstar eru fjórar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða ljósmæðra í starfsnámið. Starfshlutfall er 100%. Eftirfarandi skilyrði eru fyrir inntöku í starfsnámið; • Meistarapróf sem uppfyllir skilyrði reglugerðar nr. 124/2003 um veit- ingu sérfræðileyfa í hjúkrun og væntanlegrar reglugerðar um veitingu sérfræðileyfa í ljósmóðurfræði. • Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir stefnir að sérfræðiviðurkenningu á tilteknu sviði hjúkrunar- eða ljósmóðurfræði. • 100% starf á klínísku sviði, með hliðsjón af sérsviði umsækjanda. Með umsókn skal leggja fram skrá yfi r náms- og starfsferil ásamt gögn- um um vísindastörf, ritsmíðar, afrit af prófskírteinum og starfsleyfum. Umsóknir berist fyrir 29. september 2008 til Önnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, LSH Eiríksgötu 5, netfang annastef@landspitali.is. Upplýsingar um starfsnámið veita Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjúkrunar, sími 543 1152, netfang gudrbsig@landspitali.is og Hrund S. Thorsteinsson, sviðsstjóri kennslu- og fræðasviði, sími 543 1490, netfang hrundsch@landspitali.is. Starfsmaður Starfsmaður óskast á dauðhreinsunardeild STE, Tunguhálsi. Starfshlut- fall er eftir samkomulagi. Starfi ð felst í pökkun á framleiðsluvörum og tiltekt á hjúkrunarvörum af lager. Starfi nu fylgir tölvuvinna. Krafi st er nákvæmni í vinnubrögðum, góðra samskiptahæfi leika og íslenskukunnáttu. Dauðhreinsunardeildin er lítill og notalegur vinnu- staður. Umsóknir berist fyrir 29.september til Hrannar Harðardóttur, deildar- stjóra Tunguhálsi 2, 110 Reykjavík, netfang hronhard@landspitali.is og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 825 3527. Starfsmaður Starfsmaður óskast til starfa á sjúkraskrársafn. Starfshlutfall er 100%. Starfi ð felst m.a. í frágangi á gögnum, símsvörun og tölvuvinnslu. Áhersla er lögð á góða skipulagshæfi leika, tölvukunnáttu sem og færni í mannlegum samskiptum. Umsóknir berist fyrir 29. september 2008 til Jónu Guðmundsdóttur, deildarstjóra, netfang jonagudm@landspitali.is og Klöru K. Friðriksdótt- ur, deildarstjóra, netfang klarakf@landspitali.is og veita þær jafnframt upplýsingar í síma 543 8381. Við erum að leita að duglegum einstakling- um í fullt starf og í hlutastarf við almenn verslunarstörf. Umsóknarfrestur er til 20. júní Ferilskrá sendist á kboland@hbu.is Hæfniskröfur · Reynsla í þjónustu · Áhugi á tísku · Lipurð í mannlegum samskiptum · Skipulagshæfni · Frumkvæði í starfi | Kringlunni, Smáralind 8. Við erum að leita að duglegum einstakling í fullt starf við almenn verslunarstörf. Hæfniskröfur: • Reynsl jónustu • Áhugi tísku • Lipurð í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni • Frumkvæði í starfi Umsóknar frestur er til 19. september Ferilskrá sendist á hulda@hbu.is • Unnið er eftir ákvæðisvinnuskrá rafiðna. • Íslenskukunnátta skilyrði. Upplýsingar um störfin veitir Sigurjón í síma 895 1580. Óskum eftir vönum rafvirkjum til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Næg verkefni framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.