Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 4
4 14. september 2008 SUNNUDAGUR BANDARÍKIN Fellibylurinn Ike hélt áfram leið sinni yfir Texas og Louisiana í gærdag og olli miklu tjóni. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað um þrjú dauðs- föll sem rekja mátti til fellibyls- ins. Fjórar milljónir manna í borg- inni Houston og nágrenni búa nú við rafmagnsleysi, og telja yfir- völd að tekið gæti tvær til þrjár vikur að koma rafmagni á að nýju. Nokkuð dró úr vindhraða Ikes á leið hans yfir Texas. Hann olli þó töluverðu eignatjóni, sérstaklega á strandlengjunni þar sem mikinn sjó gekk á land. Einnig fylgdi mikil úrkoma fellibylnum og er strand- borgin Galveston, sem varð fyrir miklu mannfalli vegna fellibyls árið 1900, nánast öll á floti. Einnig varð töluvert tjón í Houston, þar sem raflínur slitnuðu, tré rifnuðu upp með rótum og þök fuku af húsum. CNN greindi frá því að nánast allar rúðurnar í hæstu byggingu borgarinnar, hinni 75 hæða háu JPMorgan Chase-bygg- ingu, hefðu brotnað í fellibylnum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti yfir neyðarástandi í 29 sýslum í Texas í gær. Samkvæmt CNN má rekja þrjú dauðsföll til fellibylsins. Tíu ára drengur lést er tré féll á hann í Houston, nítján ára maður drukkn- aði úti fyrir Corpus Christi og eldri maður lést þegar flytja átti hann frá heimili sínu í Brazoria- sýslu. Öll vinna stöðvaðist í þrettán olíuvinnslustöðvum í Texas og alls var skrúfað fyrir fimmtung af olíuvinnslu Bandaríkjamanna vegna veðursins. Bush forseti hefur heitið því að ekki muni koma til verulegra verðhækkana á olíu í kjölfar fellibylsins. Ike var talinn annars stigs felli- bylur þegar hann skall á ströndum Texas í fyrrinótt, en var talinn fyrsta stigs fellibylur um miðjan dag í gær. Hann hélt norður eftir Texas í gær og talið var að hann myndi ná til Arkansas í gærkvöldi. Gefnar hafa verið út viðvaranir um mikla úrkomu í Arkansas, Oklahoma, Missouri, Indiana og Michigan. kjartan@frettabladid.is Metveiði í Skógá Í gær voru 1.140 laxar komnir á land í Skógá undir Eyjafjöllum. Aðstandendur árinnar segja að það séu mörg hundr- uð löxum fleiri en áður hafi veiðst á einu sumri. Á votnogveidi.is er þetta sagt til marks um velgengni áa sem byggja á hafbeitarlaxi. STANGVEIÐI SVEITARSTJÓRNIR Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa óskað eftir því að Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborg- ar, mæti á fund bæjarstjórnar Akraness á þriðjudag og útskýri stjórnsýsluúttekt sem gerð var á Orkuveitu Reykjavíkur. Akranes á fimm prósent í OR og einn fulltrúa í aðalstjórn fyrirtækisins. Akurnesingarnir voru ósáttir við þá ákvörðun meirihluta stjórnarinnar að fela endurskoð- endum Reykjavíkurborgar að gera úttektina á OR. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Akurnesingum finnast einkenni- legt að ekki sé vikið einu orði að málefnum REI í úttektinni. - gar Stjórnsýsluúttekt á OR: Undrast að REI sé hvergi getið RÆTT UM REI Ekki er minnst á REI í stjórnsýsluúttekt. HOLLUSTUMÁL Rannsókn á salti, nítríti og nítrati í kjötvörum hefur leitt í ljós að í 30 prósent- um af saltkjöti er nítrítmagni umfram leyfileg mörk. Nítrít er efni sem verður til er nítrat, öðru nafni saltpétur, er sett í saltpækil með kjöti. Nítröt varðveita lit, hindra þránun og koma í veg fyrir vöxt baktería og auka þannig geymsluþol. Í sambærilegri könnun Matvælastofnunar og heilbrigð- iseftirlits sveitarfélaga fyrir fjórum árum reyndust 60 prósent af saltkjöti með nítrít yfir mörkum. - gar Rannsókn á kjötvörum: Of mikið nítrít í saltkjötssýnum VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 15° 16° 14° 15° 18° 18° 18° 12° 17° 26° 28° 13° 17° 24° 30° 33° 23° 12 Á MORGUN Víða 5-10 m/s. ÞRIÐJUDAGUR 8-13 m/s vestan til, annars hægari. 11 13 14 15 15 11 12 11 12 7 8 6 6 8 9 7 6 10 13 10 12 11 10 13 14 12 1011 10 12 11 MILT Í VEÐRI Það verður væta á landinu sunnan- og vestanverðu næstu daga en þurrt að kalla og bjart fyrir norðan og austan. Milt veður víðast hvar og líklega hið fínasta útivistarveð- ur. Á miðvikudag má þó búast við vonskuveðri þegar kröpp lægð nálgast landið. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Ike olli miklu tjóni í Texas Fellibylurinn Ike reið yfir Texas og Louisiana í gær. Hann olli miklu tjóni og má rekja þrjú dauðsföll til ofsaveðursins. Fjórar milljónir búa við rafmagnsleysi. Viðvaranir gefnar út í fimm öðrum fylkjum. „Íbúar hér í Houston eru öllu vanir þegar kemur að ofsaveðri. En margir eru niðurbrotnir af hræðslu við að mikið eignatjón hafi orðið,“ segir Guðmundur Sigþórsson, sem vinnur við smásölu í Houston. Guðmundur hefur búið í borginni í tvo áratugi ásamt eiginkonu sinni, Eileen, sem er fædd og uppalin í borginni. Heimili Guðmundar og Eileen er í norðvesturhluta borgarinnar, um hundrað kílómetrum frá strandborg- inni Galveston, sem er talin hafa farið verst út úr fellibylnum Ike. „Við eigum vini og fjölskyldu sem búa í Galvest- on. Þegar Eileen heyrði af fellibylnum skipaði hún þeim öllum að koma til okkar og vera hér þar til verstu veðrin hefðu gengið yfir. Hérna er því fullt hús af fólki og gæludýrum eins og er. Þau verða hér í hið minnsta fram á mánudag,“ segir Guðmundur. Hann segir fellibylinn hafa gert minni usla en margir óttuðust í fyrstu. „Mörgum er því létt þrátt fyrir hörmungarnar.“ „Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar stormur. Ég er vön þessu,“ bætir Eileen við. ÍBÚAR HOUSTON ERU ÖLLU VANIR VATNSELGUR Mikið úrkoma var í Hous- ton og nágrenni í gær, eins og sést á þessari mynd. GETTY IMAGES/AFP OFSAVEÐUR Nánast allar rúðurnar í hinni 75 hæða háu JPMorgan Chase-byggingu í miðborg Houston brotnuðu í óveðrinu sem fylgi fellibylnum Ike. Hér virðir björgunarsterfsmaður fyrir sér eyðilegginguna. GETTY IMAGES/AFP STJÓRNMÁL „Stærsta verkefni okkar nú um stundir er að ná verðbólgunni niður og að því marki verðum við öll að keppa,“ sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi í Valhöll í gær. Geir sagði ekki rétt að tala um kreppuástand hér á landi og benti á að nýjar tölur Hagstofunnar um hagvöxt sýndu að samdráttur í efnahagslífinu væri minni en spáð hefði verið. „Verðbólgan er aðal- vandamálið hjá okkur núna og hún er sá skaðvaldur sem fjölskyldurn- ar í landinu finna fyrir í hverjum mánuði þegar afborganir berast og í hverri viku þegar fyllt er á bílinn eða verslað inn fyrir heimilið,“ sagði Geir. Hann sagði mikilvægt fyrir alla að keppa að því að ná verðbólgunni niður og búast mætti við mótvindi í efnahagslífinu áfram. Þá gerði Geir hernaðarátök Rússa að umtalsefni. Sagði hann ljóst að enn stafaði Evrópu ógn af Rússum og þörf væri á samstarfi Evrópuþjóða um varnarmál þrátt fyrir efasemdaraddir margra. Hann sagði að íslensk stjórnvöld myndu fylgjast grannt með umsvif- um Rússa á Norður-Atlantshafi á næstu misserum og gera viðeig- andi ráðstafanir ef stigmögnun yrði á hernaðaruppbyggingu þeirra. - þo Geir H. Haarde ræddi efnahagsástandið og ágang Rússa á fundi í Valhöll: Búast má við mótvindi áfram GEIR H. HAARDE Geir sagði alþjóðlegar skilgreiningar á kreppu ekki eiga við um ástandið nú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Krefjast afsagnar Mbeki Þrýst er á Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, að segja af sér í kjölfar þess að dómari hefur vísað frá spill- ingarmáli sem höfðað var gegn Jacob Zuma, helsta keppinaut Mbeki. SUÐUR-AFRÍKA GENGIÐ 12.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 168,4152 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 90,42 90,86 160,10 160,88 127,52 128,24 17,107 17,207 15,713 15,805 13,399 13,477 0,8418 0,8468 139,32 140,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.